Detta nú ekki af mér allar dauðar!

Hyggst stofna lágvöruverðsverslun.

Jón Gerald Sullenberger sagði frá því í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag að hann undirbyggi nú stofnun lágvöruverðsverslana á Íslandi, til höfuðs Bónuskeðjunnar. Hann sagðist vonast til þess að íslenska þjóðin styddi hann við þessar framkvæmdir.

Ja hérna hann sem sagt tekur enga ábyrgð á eigin gjörðum
lifir fyrir hefn sína á Bónusfeðga.
Ekki fær hann mína vorkunn.
Sjálfsagt er hann á leið í bláa liðið.

Jón hefur verið búsettur á Flórída um árabil en hyggst flytja heim til að standa að opnun verslananna, ef marka má orð hans í Silfrinu.

Heldur hann virkilega að hann geti opnað hér með góðum
árangri lágvöruverslanir?
Hann á aldeilis pening.

„Ég er búinn að búa erlendis í 22 ár og mér finnst hræðilegt að horfa á landið okkar," sagði Jón við Egil Helgason.  „Ég er að hugsa um það að pakka niður, flytja til Íslands, og sjá hvort það sé ekki grundvöllur fyrir því, ef ég fæ almenning með mér. Vegna þess að ég tel að á meðan Íslendingar halda áfram að versla við þessa menn, þá heldur ballið áfram. Á meðan Íslendingar setja, ég myndi reikna með um 2-3 milljarða, í vasa Baugsmanna, Jóns Ásgeirs og Jóhannesar, þá halda þeir áfram

Já honum finnst allt í einu hræðilegt að horfa á landið okkar
ætlar hann að bjarga málunum með lágvöruverslunum,
Kannski gefa fátækum mat eða eitthvað svoleiðis.

Maðurinn veit ekki mikið í sögu okkar Íslendinga,
allar götur höfum við borgað í vasa þeirra sem
meira eiga en við og eru nú Bónusfeðgar eigi verstir
af þeim sem í vasann hafa fengið borgun fyrir frábæra
þjónustu.
Takk fyrir mig Bónus menn.

Mundi ekki treysta þessum nýja draumóramanni yfir
minn litla þröskuld.


mbl.is Hyggst stofna lágvöruverðsverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert Bónus þræl og leigupenni

ADOLF (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:15

2 identicon

Ekki get ég tekið undir þennan bölmóð þinn. Þú munt örugglega geta verslað um ókomna tíð í Bónus en margir aðrir vilja eiga val. Ekki get ég séð að Gerald sé verri en Bónusfeðgar. Hvaða máli skiptir þó hann eigi peninga? Ertu að meina að þeir séu stolnir eða illa fengnir? Er ekki ágætt að hann er ekki besti vinur Bónusfeðga því þá kaupa þeir hann ekki af markaðnum og drepa samkeppnina undir eins. Ertu á móti samkeppni? Enginn neyðir þig til að versla annar staðar en þú kýst sjálf, ég vil versla annars staðar en hef ekki mikið val þar sem ég er ekki ríkur.

SS (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu einnig hvað ég fæ í laun?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2008 kl. 17:19

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

SS það er alveg nægileg samkepni á markaðnum og ein búð inn fer önnur út og þá jafnvel allsekki sú búð sem þú vilt.
Svo skalt þú hafa í huga að ég er að segja hér mína skoðun þú getur sagt þína án þess að drulla yfir mína.
Mín skoðun er sú að ef Bónusfeðgar eru slæmir þá hafa þeir verið til frá alda öðli.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Mér finnst Bónus bara fínar verslanir og ég held að bónus hafi oft bjargað mörgum með það að geta verslað ódýrt og þeir sem minna hafa geta þá verslað þar, ég hef oft og iðulega verslað í Bónus og finnst það bara fínt, ekkert að því, en líka kannski gott fyrir þá að fá samkeppni.

Sjáum bara hvað verður, Kv Brynja og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 14.12.2008 kl. 18:57

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Milla þó. Þú ert búin að skrifa færsluna sem ég ætlaði að skrifa.

Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 20:24

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín við hugsum bara svona líkt.

Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2008 kl. 20:28

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brynja mín og Emma það er alveg nóg samkeppni.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2008 kl. 20:30

9 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

JA þú segir nokkuð Elskuleg.. er ekki fínt að fá samkeppnina hún hlýtur að verða hörð á milli þeirra tveggja.. þó ekki sé talað um fleiri aðila.

Ljós til þín Ljúfust..

Sigríður B Svavarsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:43

10 Smámynd: Brattur

... á erfitt með að skilja að fólk skuli og vilji enn versla við Bónus eftir þann feita bakreikning sem þeir slengdu framan í okkur... þeirra viðskiptasiðferði hefur heldur aldrei verið á háu plani og ótalmörg dæmi um það... en þeir hafa náð að slá ryki í augu almennings sem klappar endalaust fyrir þeim... þó þeir séu eins og keisarinn hans H.C. Andersen... ekki í neinu...

Brattur, 14.12.2008 kl. 23:23

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín ég tel vera nægilega samkeppni.
ein í viðbót allt í lagi en ekki á þeim grundvelli sem þessi maður er á.
Ljós til þín Sigga mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 07:29

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brattur þetta er nú mín skoðun, ég er nú alin upp í viðskiptaheiminum og var hann nú talinn öðruvísi hér áður og fyrr, en drottinn minn hann var ekki betri það var bara ekki í loftinu og fólk þorði ekkert að segja að ótta við að missa vinnuna.

Ég bý nú á Húsavík þar sem ekkert Bónus er en fer að jafnaði á Eyrina til að versla í Bónus og nettó það eru tvær keðjur sem lengi má deila um hvor er verri.

Á meðan engin útskurður úr rannsóknum eru komnar sama á hvorn það er, Baugsmenn Björgúlfsfeðga, bankanna, verðbréfafyrirtæki og lengi væri hægt að telja, mun ég bara versla þar sem mér finnst ódýrast.
Engin er sekur fyrr en sekt er sönnuð.
Og eitt skaltu vita minn kæri að enginn betri tekur við að stjórna þessu öllu, því topparnir kunna engan heiðarleika.

Mér finnst alltof mikið um það að við viljum dæma bara vissa menn.
Annars hef ég nú oft sagt og fer eigi ofan af því að þetta verður eins og með Geirfinnsmálið við fáum aldrei að vita sannleikann því allt of margir toppar eru inni í soranum.

Kveðja til þín Brattur.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.12.2008 kl. 07:44

13 Smámynd: Landfari

Það var nú haft eftir ekki ómerkilegri manni en Jóhannesi sjálfum í Bónus að það væri stórhættulegt íslenskri þjóð ef ein verslunarkeðja væri með 15-20% markaðshlutdeild hér á landi. Sá aðili yrði allt of sterkur gagnvart byrgjum og yrði ráðandi á markaðnum.

Það þarf náttúrulega eki að taka fram að þetta var áður en hann keypti Hagkaup sjálfur og komsti í 60% markaðshlutdeild sjálfur.

Það er óumdeilt að staða Baugsveldisins á markaðnum þrýstir upp vöruverði hér. Aðal munurinn er að álagningin hefur hækað og færst í vasa Baugs frá heildsölunum.

Landfari, 15.12.2008 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband