Alveg frábær hugmynd.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir sendi þér skilaboð: Mínir kæru bloggvinir! Um leið og ég sendi ykkur hugheilar óskir um farsæld á nýju ári langar mig til að þakka fyrir mig, og þær ánægjustundir sem þið hafið veitt mér á árinu sem er að líða með skrifum ykkar. Ef þið bara vissuð hvað þið hafið glatt mig ósegjanlega mikið, á erfiðum stundum, jafnt sem góðum stundum. En, nú stöndum við öll á tímamótum, brátt kveðjum við árið sem allt hrundi, og tökum á móti nýju ári, ári óvissu og erfiðleika, en um leið ári væntinga og sigra. -
Því langar mig til að biðja ykkur um að taka undir bón mína, sem ég færði fram á bloggi mínu, um þögn á miðnætti þess 31. des.
Ástæðu bónar minnar ætla ég ekki að útskýra frekar því það stendur á bloggsíðu minni.
Hugmyndin er að þið komið þessari bón áfram til allra sem þið þekkið, talið við, eða skrifist á við, fram að áramótum.
Hugsunin er að stoppa allar flugeldasprengingar og aðrar sprengingar frá kl: 23:55 til kl: 24:05 og í stað þess að sprengja á þessum tíu mínútum tökumst við í hendur, eða haldið utan um alla nærstadda og sendum orku og kraft, til þeirra, út til fjölskyldu, vina og ættingja, og til þjóðarinnar allrar.
Um leið og við hugleiðum það ár sem liðið er, og hvað við lærðum af því. - Og hugleiðum hvers við væntum af komandi ári, og hvernig við viljum vinna þeim væntingum brautargengi. Ég mun standa á þessum sömu mínútum og senda ykkur bloggvinir mínir, orku mína og kraft, og mínar óskir um farsæld á komandi ári, okkur og þjóð okkar til handa. Nánari skýringar á blogginu mínu.

Ég tek heilshugar undir þetta með henni Lilju því okkur veitir ekki af
að staldra smá við og hugsa um komandi tíma.

Þegar ég var að alast upp var það þannig á gamlárskvöld að fólk stóð
í hring hélst í hendur og söng með útvarpinu/seinna sjónvarpinu
Nú árið er liðið, síðan var faðmast og grátið smá því allir elskuðu alla svo
mikið, allavega táraðist ég alltaf, mér fannst þetta hátíðlegasta stund
ársins. Nú eru þessi ár liðin fyrir margt löngu síðan, en hvernig væri að
snúa þessu dæmi við og njóta áramótanna síðan geta þeir sem vilja farið út
og skotið að vild.
Allavega mun ég njóta áramótanna og ætla ekki að skjóta neinu upp
hef aldrei gert það og mun ekki byrja á því núna.
Ég er nefnilega eins og hundarnir vill helst skríða undir rúmCryingaf tómri hræðslu.
Verið góð og elskið náungann.
Milla
.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

 Það er víst ekki nein hætta á því að ég skjóti upp á þessum tíma frekar en öðrum tímum.. ég segi eins og þú Milla mín ég hef aldrei skoðið neinu upp, en hef notið þess að horfa á  hingað til.  Það mun ég gera áfram. Góð tillaga. Gleðilegt ár Elskuleg..

Sigríður B Svavarsdóttir, 30.12.2008 kl. 17:21

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hér hefur aldrei verið skotið upp á miðnætti svo engin hætta á að við skorumst undan.  Hér er skálað í kampavíni inn í stofu klukkan 12 og síðan farið út.

Ía Jóhannsdóttir, 30.12.2008 kl. 18:37

3 identicon

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 18:39

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 30.12.2008 kl. 19:45

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ja líklega verður ekki komist hjá því að skjóta upp hjá mér, ég á gutta sem bíður spenntur, líkt og faðir hans he he he, sjálf er ég hálf smeyk við þetta, gott að horfa sem mest út um gluggann............Kv á þig Milla mín

Erna Friðriksdóttir, 30.12.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Marta smarta

Ég verð nú bara inni með hundana eins og áður og get víst því miður ekki stjórnað hinum.  En hugmyndin er falleg og góð eins og þú ert Milla mín.  Mun örugglega hugsa til þín og þinna þegar lætin verða mest og verða vonsvikin yfir þessum látum öllum (hundanna vegna aðallega ).  En samt GLEÐILEGT ÁR ALLIR.

Marta smarta, 30.12.2008 kl. 20:34

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

GLEÐILEGT ÁR.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.12.2008 kl. 21:24

8 identicon

Vona að þú og þínir hafið það sem allra best kæra Milla.  Kveðja að sunnan.  Líst vel á þögnina á þessum 10 mínútum en veit ekki hvort ég nái að selja hugmyndina nógu vel fyrir sprengjuóðu grísunum mínum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 21:42

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilegt nýtt ár

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.12.2008 kl. 21:53

10 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Æ ég hef aldrei þolað flugelda(var örugglega hundur í fyrra lífi) en husbóndinn skýtur eflaust eitthverju fyrir ömmubörnin mín og sjálfan sig. Knús og kossar hittumst á nýju ári Gleðilegt ár.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.12.2008 kl. 00:51

11 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Gleðilegt nýtt ár vonandi getur þú notið dagsins á mogun...

Koss og knús

Kv Erna Sif Gunnarsdóttir 

Erna Sif Gunnarsdóttir, 31.12.2008 kl. 02:34

12 Smámynd: Ásgerður

Líst vel á þessa þögn, vill helst ekkert út á gamlárskvöld,,,er ekki vel við þessi læti öll  , verð heima með lokaða glugga

Nýársknús á þig Milla mín

Ásgerður , 31.12.2008 kl. 09:45

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til ykkar allra elskurnar mínar, ég veit að það er erfitt að koma þessu sið á en vona samt það besta.

Hafið það allavega eins gott og þið getið það ætla ég að gera.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.12.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.