Guð hjálpi þessu fólki.

Ég held að þessir rótækustu ættu að setjast niður og
róa sig, tala saman og snúa við blaðinu.
Það er komið nóg af fjandans ógeði frá vissum hópi fólks
bæði í viðtölum og kommentum á bloggi fólks.



„Ég er ekki farin að finna til með honum ennþá.
Ég tel hann heppinn að hafa veikst því nú mun fólk ekki
þjarma að honum," hefur AP fréttastofan eftir einum
mótmælanda í Reykjavík dag, sem þannig kemst að orði
um Geir H. Haarde forsætisráðherra
.

Eru þetta eðlileg ummæli? þessi maður er með afskaplega
veikan hugsunarhátt, hvaða heift er þetta eiginlega?
Ég er alveg reið og sár yfir því ástandi sem hér er komið
upp, en ég er ekki með hefndarhnútinn fast reyrðan allan
sólarhringinn.
Og það er langt frá því að ég sé að leita eftir sökudólg,
Því hvað í fjandann vitum við, hvernig og eða hverjir urðu
þess valdandi að þetta gerðist.?
Það er á tæru að við þurfum breytingar, og þær verða,
búið að koma því til skila og nú er bara að vera á
eftirfylgni-vaktinni, kann fólk það?

„Hann hefði átt að biðjast afsökunar og segja af sér,"
er haft eftir Guðrúnu Tryggvadóttir, sem titluð er ritstjóri vefsíðu.
„Ég er ekki farin að finna til með honum ennþá. Ég tel hann heppinn að hafa veikst því nú mun fólk ekki þjarma að honum. Ég vil nýja stjórnarskrá, og síðan samkeppni um það hvernig nýja Ísland ætti að vera."

Aktívistinn Gunnar Hinriksson segir við AP að Íslendingar muni sitja uppi með sama tóbakið þar til eftir kosningar. „Leiðtogar okkar eru sjúkir og þjóðin líka," segir hann í samtali við fréttaritara AP. 

Óttar Norðfjörð, rithöfundur, var einn mótmælendanna sem AP ræddi við í dag. Hann telur útilokað að ríkisstjórnin geti starfað almennilega á næstu mánuðum meðan kosninga er beðið.

„Hvernig getur ríkisstjórnin starfað eðlilega þegar báðir formennirnir eru veikir?" er haft eftir honum. „Þetta er að verða eins og kvikmynd eftir Woody Allen."

Þetta eru nú bara þau ógeðslegustu orð sem ég hef numið
fyrr eða síðar. Af hverju flytur þetta fjandans pakk ekki úr
landi finnst leiðtogar og landar eru svona sjúkir
.

Langar að spyrja hvað er, þetta pakk sem talar svona,
er það í stakk búið til að setjast í þjóðstjórn?
hefur það lausnir á silfurfati, nei líklegast yrðu þær á
tréfati, en ég get svo sem gefið ykkur eitt af mínum
það er ef þið hafið lausnir.

Fyrirgefið kæru landsmenn þessi dónalegu skrif, en nú
er ég reið og skrifin gætu verið verri, en læt það bíða.

Svo er eitt enn, mér finnist að sá sem fyrir þessum
mótmælum stendur ætti að koma fram og tilkynna að
það sé ekki stefna þeirra að níða niður land og þjóð
þar af sýður veikt fólk.

Guð gefi okkur öllum ljós og kærleik.
Milla.

 


mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samúð er tilfinning.
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki samúð?
Er hægt að hneykslast á að einhver elski ekki nógu mikið?
Er hægt að hneykslast á að einhver sýni ekki nægilegt traust?

Er hægt að skylda manneskju til að sýna þeim samúð sem hefur eyðilagt líf hennar og ættingja hennar?

Jón (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Auður Proppé

Ég er sammála, þetta eru hræðileg ummæli sem við erum búin að sjá og heyra síðan í gær.  Haft var eftir einhverjum að  veikindi Geirs hafi verið sett á svið til að róa niður mótmælendur og fá vinnufrið fram að kosningum.

Ég er algerlega orðlaus yfir svona framkomu

Auður Proppé, 24.1.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jón það þarf ekki að hafa samúð en þú berð það ekki á borð fyrir alheiminn. Svo er engin að skylda neinn hvorki eitt eða neitt.
Góðar kveðjur til þín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 13:25

4 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Milla mín ég skil að þú sért reið, því það eru það margir... en á misjafnan hátt.. Reiðin sem hefur beinst að ríksistjórninni á rétt á sér að mínu  mati, en að ríkistjórninni sagði ég en ekki persónum.  Að burðast með leyndamál sem eru ekki leyndamál hlýtur að buga fólk.  Við höldum áfram að senda ljósið á þið góða, og ljós á það sem þarf að breytinga við svo sem hugaástand landans.. Reiðiorkan bitnar mest á þeim sem hana nota.. Það uppsker hver sjálfan sig að lokum..

Kærleikur og alheimsljós til þín Ljúfust mín..

Sigríður B Svavarsdóttir, 24.1.2009 kl. 13:29

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt til mín Sigga mín.
Ljós
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 13:45

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Berglind mín þegar maður er búin að missa nokkra úr sínum röðum úr þessum vágesti þá verður maður reiður og einnig það að niðurlægja land og þjóð.
Takk fyrir þitt innlit
góðar kveðjur til þín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 14:22

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hægan Grétar Eir er það fréttamennska MBL að setja á netið heimilisföng einhverra lögreglumanna?
Svo ætla ég að láta þig vita drengur minn að enginn er að finna til með Geir frekar en öðru því fólki sem er með slæman sjúkdóm.
Þú skalt nú bara lesa betur og láta svo heyra í þér þar að lútandi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 14:28

8 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

hæ,hæ, Það finna allir til með veiku fólki, líka Geir og solluég var á Heilsuverndarstöðinn við Barónstíg 2ja og 6ára með heilahimnubólgu part úr vetri í bæði skiptin.

Málið snýst um að það er verið að gera þjóðina gjaldþrota , stöðva vöxt listafólks og athafnaqmanna skera niður í læknaþjónustu svo fær liðið sem er búin að setja landið á hausin og líta til hliðar svo sérvaldir glæpamenn geti hreinsað upp gjaldeyrinn

það fer erlendis til læknis á sama tíma eru dauðsföll mikill hér búið að stela af fólki sparnaði,

Bernharð Hjaltalín, 24.1.2009 kl. 14:34

9 identicon

Þetta er með ólíkindum. Mjög margir eru reiði í dag og margt er mjög vel skiljanlegt. Hinir eru líka til sem eru alltaf reiðir alla daga ársins. Auðvitað er eitthvað mikið að þar. Eitthvar undirliggjandi. Er sammála þér

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 14:46

10 identicon

Sýnast Jón og Grétar Eir vera að copy peista sínum kommentum hér um allar trissur á bloggin, greinilega mikið í mun að reyna að gera lítið úr þessum ummælum. MBL settu ekki á netið nöfn lögreglumanna og báðu fólk um að fara heim til þeirra og valda ónæði. Það var sett fram á einhverri spjallborðssíðu.

MBL tóku hinsvegar viðtal við nokkra mótmælendur og þetta er niðurstaðan úr því. Maður vonar auðvitað að það sé minnihluti fólks sem hugsar svona eins og þarna kemur fram, ég vil allavega ekki trúa öðru, en MBL eru bara að birta stutt viðtöl við fólk sem fór í það af fúsum og frjálsum vilja. Það ræður alveg hvað það segir við fjölmiðla og ætti svo sannarlega að vita betur. Tek undir með bloggarhöfundi og fleirum í þessu máli. Ég er sár og svekktur yfir ástandinu eins og flestir, en ég er ekki það brenglaður að geta ekki sýnt samúð til Geirs. Ég fagna kosningum í maí og það verður án efa uppstokkun á þinginu hvernig svo sem hún verður. Látum ekki heiftina ráða ferðinni, þá erum við nú lítið skárri en auðmennirnir og bankaeigendurnir sem blinduðust af græðgi. Það grínast enginn með krabbamein, það er hræðilegur sjúkdómur og flest allir þekkja einhvern sem hefur látist af þeim völdum. Að tala um að þetta sé eitthvað útspil hjá Geir og hann sé að sleppa of vel er algjörlega fáránlegt. Ég vona bara að erlendu fréttamiðlarnir teikni ekki upp svona mynd af okkur og taki viðtöl við fleiri en þetta fólk sem lætur hafa þetta eftir sér. Þetta er mjög líklega mikill minnihluti sem hugsar svona...eða ég vona það. 

Jon Hrafn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:19

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú skalt alvarlega taka það til athugunar Bernharð að aðgerðir þær sem þau Solla og Geir eins og þú nefnir þau eru ekki gerðar á Íslandi.
Var ekki vel hugsað um þig er þú fékkst heilahimnubólgu?
Allavega ert þú pennafær í dag.

Ég þekki unga stúlku sem var ekki eins heppinn hún missti heyrnina
vegna þess að læknarnir héldu að hún væri með flensu.

Það er ekki það sem um ræðir hér ef þú gætir lesið skrifin aftur.
Annars frábíð ég mér svona innlegg, þau lýsa ekki víðsýni hjá þér,
Kannski ertu svona reiður að þú getir ekki hugsað af skynsemi.

Þú veist að reiðin dregur úr einbeitingu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 16:23

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ævilega sammála Hallgerður mín.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 16:24

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir þín skrif Jón Hrafn og takk fyrir þitt innlegg það er gott og mælt af yfirvegun.
Kveðja til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 16:27

14 identicon

Það er greinilega fleiri búnir að fá nóg af þessum látum heldur en ég. Það má nú alveg mótmæla en þessi mótmæli og áróður er komin út yfir öll mörk að minnst kosti að mínu mati. Ég mun að minnsta kosti ekki gera þau mistök að kjósa vinstri græna aftur ég er komin með GRÆNAR af þeim.

En knús og kveðjur í bæinn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:14

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mannlegt eðli er oft grimmt.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 18:15

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Jónína mín, ekki gera þau mistök aftur. vona bara að það komi upp eitthvað af viti sem hægt er að kjósa.

Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband