Er Ingibjörg búin á fá umboðið?

Viljið þið upplýsa mig þið sem vitrari eruð, sko er eigi að skilja
hringavitleysuna í þessu. Þetta segir Ingibjörg.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist
ekki telja útilokað að það takist að mynda nýja ríkisstjórn á morgun.
Sagðist hún hafa gert forseta Íslands grein fyrir því að hún vilji stuðla
að því að mynduð verði stjórn Samfylkingar með stuðningi VG og
Framsóknarflokks og Frjálslyndi flokkurinn komi þar einnig að.



Hefði talið að Geir H. hefði enn þá umboðið.
Svo er annað sem ég ekki skil, var ekki þjóðin að fara fram á
algjöra breytingu? Hver er þá breytingin,? er þetta fólk ekki allt
búið að sitja á þingi, og hvað halda menn að þeir beri ekki einnig
ábyrgð, jú það gera þeir svo sannarlega.

Ef satt reynist að Ingibjörg eða einhver fyrir hennar hönd hafi
verið búin að leggja línurnar fyrir það sem gerðist í gær, ja þá er
sá flokkur ekki mikils virði í mínum huga, hefur reyndar aldrei verið það.

Var ekki verið að fara fram á þjóðstjórn og hvar er hún þá?

Núna er ruglið heldur áfram. þá verður hún ekki til.

Ég sem fyrrverandi sjálfstæðiskona síðan ég man eftir mér,
vann fyrir flokkinn frá 12 ára aldri. að mig minnir, hef séð
ýmislegt í gegnum árin.
Ekki bara í þeirra röðum heldur annarra einnig og ég sé líka að
stjórnarandstaðan hefur eigi viðhaft tilkynningarskyldu sem henni
bar að hafa, með allri þeirri tækni sem yfir er að ráða í dag.
Þeir bera einnig sök. Fólki hefur ætíð fundist fínt að vera þotulið
og hvern á maður þá að kjósa, getur einhver heimfært það.
Best að vera bara heima.

Eigið góðan dag í dag
Milla.


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góðan daginn Milla mín og kveðjur,......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2009 kl. 07:55

2 identicon

Góðan daginn Milla mín og mælta kvenna heillust.  Deildi með þér áhyggjunum.  Leiðinlegt að þurfa strax að hafa áhyggjur, eftir allar áhyggjurnar, um leið og búið er að slíta hnútinn sem allir biðu eftir. Bind óútskýranlegar vonir við að ÓRG snúi við blöðum en...Eigðu líka góðan dag, kær kveðja að sunnan.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 08:05

3 Smámynd: Auður Proppé

Ég segi það sama og þú Milla mín, er búin að vera sjálfstæðiskona síðan ég man eftir mér, en veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga núna.  En því meira sem ég hugsa þetta þá held ég að Samfylkingin haf sett fram þessa kröfu um að fá forsætisráðherrastólinn vitandi það vel að að því yrði aldrei gengið.  Sem sagt, vildu slíta stjórnarsamstarfinu og geta kennt Geir og hans flokki um.

Auðvitað er búið að funda á bak við tjöldin og ég segi það sama og Einar, nú bind ég mínar vonir við að ÓRG sjái í gegnum leynimakkið.  Kannski er eina vonin núna http://www.nyttlydveldi.is/  Ég vona að það verði jákvæðar fréttir í dag frá Bessastöðum, því ef Samfylkingin og VG komast saman verða engar kosningar í vor, þeir sitja sem fastast.  Við verðum að muna það að það er EKKI BÚIÐ að boða kosningar, sú stjórn sem tekur við núna þarf að gera það og gæti þess vegna sleppt því ef þeim líður vel í ráðherrastólunum.

Úff, þetta er nú meiri langavitleysan hjá mér í morgunsárið

Ljós og kærleik í daginn þinn Milla mín

Auður Proppé, 27.1.2009 kl. 08:33

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Auður mín ÓRG sér ekki neitt nema það sem honum hentar því miður.

  Ég elska þetta niðurlag hjá þér Ásdís.  Best að vera bara heima. heheheh.. rugl og vitleysa allt saman.  Það breytist ekkert með þessu brambolti og hverju ætla þau svo sem að áorka á nokkrum mánuðum ef það eiga að vera kosningar í vor. Nákvæmlega engu!

Ía Jóhannsdóttir, 27.1.2009 kl. 09:46

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Linda mín.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 10:02

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Það er verst þetta með lygina hún er allstaðar.. Þessi fráfarandi stjórn var byggð upp á henni.  Það er hagrætt sannleikanum á alþingi, og þóst ekki vita neitt og ekki síst... þá er allt öðrum  að kenna. Sá sem kemst inn á alþingi virðist þurfa að ganga í gengum skóla lyginar  til að fá inngöngu.

Ég er dauðhrædd við að það verði byggð upp ný stjórn sem verður ráðalaus og lygin. Við þurfum festu og ábyrgð til að geta verið trúverðug sem þjóð. Eigðu daginn góðan Elskuleg..

Sigríður B Svavarsdóttir, 27.1.2009 kl. 10:05

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Verðum við ekki að binda vonir við eitthvað, en varð fyrir vonbrigðum í gær með 'ORG, það var eins og hann hefði dottið út úr hlutverkinu.
Eigðu svo einnig góðan dag og veistu það var samt gott að komast að því sem ég hef ætíð sagt að samfylkingarfólk er eigi gott í pólitík, Æ það er hægt að útskýra þetta á svo margan hátt, en tel þig vita hvað ég meina.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 10:07

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín ég fæ nú bara hroll við lestur orða þinna og það stóran.
Bindum vonir við ÓRG. Það verða að vera kosningar, fólkið fór fram á nýtt fólk. þetta er eigi nýtt fólk.
Það er nú aldrei nein langavitleysa frá þér elskan.
Vonum það besta og ljós í daginn þinn.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 10:14

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Ia mín ert þú búin að fá þér kaffisopann?
Sko ég heiti ekki Ásdís, en þér er fyrirgefið vinkona mín
Við deilum áhyggjunum.
Ljós yfir til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 10:17

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín þú segir þetta bara betur en ég, lygin hefur viðvarast of lengi
og ekki mun hún minnka með tilkomu stjórnar VG og flokk vinklana
Ó nei.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 10:23

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lady Vallý ég er búin að ákveða að kjósa þá aldrei aftur.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 10:24

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Utanþingsstjórn væri það besta í stöðunni.

Kveðja til þín

Hólmdís Hjartardóttir, 27.1.2009 kl. 11:29

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það verða kosningar mjög fljótlega.  Framsókn hefur gefið það út að þeir styðji þessa stjórn falli fram að kosningum....þar sem þeir ætla að endurnýja umboð sitt.  Þeir vilja innheimta kannanafylgið sem fyrst áður en það hverfur aftur

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 11:41

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Arrrg burtu með þetta gamla lið það var ekki verið að fara fram á þetta heldur þjóðstjórn og spillingariðið burt, en svo hvað er þetta?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 11:43

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Utanþingstjórn hefði verið besti kosturinn í þessari stöðu og að öllum pólitíkusum hefði verið gefið langt frí.  Þjóðstjórn hefði bara viðhaldið spillingar öflunum á þingi.

Sigrún Jónsdóttir, 27.1.2009 kl. 12:14

16 identicon

Sigrún, við erum að tala saman. Spurning um að kýla á framboð..ég er að verða heitur sem aldrei fyrr!  Milla, þú ert sérlegur fulltrúi okkar í Norð-Austur kjördæmi, hvað segir þú? 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:45

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ Ásdís hér  verðum við ekki að vona að Geir rjúfi þing þegar hann skilar umboðinu í dag. ? 

Ásdís Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 13:15

18 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín ég er svo vitlaus að ég kís þennan í dag hinn næst.En það er ekki þetta sem mér liggur á hjarta .Sko ég á góðan vin sem var greindur með eins æxli og Ingibjörg ,hann var greindur lönngu á undan henni en hann býður enþá eftir þessari aðgerð ,en hann er bara ríkur af sínum börnum og yndislegu barnabarni ,spurninginn hvað þarf hann að bíða lengi .Hann er Snorri ekki séra Snorri:-(

Kveðja og knús Óla og Vala

Ólöf Karlsdóttir, 27.1.2009 kl. 13:26

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stuðning mun ég veita ykkur Sigrún mín og Einar, þið eruð heilsteypt fólk og ég líka það þarf einhvern veginn að stoppa þessa vitleysu.
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 14:00

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís get ekki séð að það breyti neinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 14:01

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín þú ert ekkert vitlaus, láttu mig ekki heyra þetta skjóðan mín.
Þó við höfum ekki vit á pólitík þá erum við ekki vitlausar.
Það er leitt að heyra þetta með Snorra vin þinn þarf hann að fara erlendis í aðgerð?
Ég taldi að ef fólk greinist með illkynja sjúkdóm þá fer það strax í meðferð við því, en þarna er ég á gati.
Ljós til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 14:05

22 identicon

Breytingin verður auðvitað ekki fyrr en í vor þegar við kjósum, þangað til verða einhverjir að halda um stjórnartaumana og það er það sem verið  er að hugsa um núna.  Geir er ekki með umboð lengur, var bara beðinn af  forsetanum að halda um stjórnartauma þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð

Guðrún (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:47

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðrún það þarf nú að leysa mjög alvarleg mál fram að kosningum.
Treysti þessu fólki ekki til að gera það.
Kveðja

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband