Fyrir svefninn.

Jæja Einar hér færðu mynd að húsinu sem þú ólst upp í fyrstu árin
þín. Gísli skrapp í dag með myndavélina.

100_7756.jpg

Þetta er Formannshúsið tekið af bakhlið.

100_7758.jpg

Og þessi er tekin að framanverðu, þetta hús er yndislega
fallegt að utan og er mér tjáð að innan líka.

100_7757.jpg
Þessi er tekin nær vona að eigandinn móðgist ekki við okkur, en
hann stendur í dyrunum.

100_7748.jpg
Svo kemur ein af fallegustu kirkjum landsins og þó víða
væri leitað.

Ætla að setja hér inn ljóð eftir Arnodd Magnús Valdimarsson.

                      Tvær myndir á vegg.

     Hann stendur og starir á mynd af ungum dreng
     Úr augum drengsins má lesa sorg,
     falda á bak við vonir og glæsta drauma.
     Augu er horfa til stjarnanna,
     augu sem endurspegla sál,
     sál er flýgur hraðar og bjartar en sólin.
     Andlit augna hans gneistar af hugrekki, orku og sakleysi.
     Lífið er hann og hann er lífið.

     Þar er einnig önnur mynd,
     mynd af manni hörkunnar og grimmdarinnar.
     Augun eru köld, dimm og tortryggin,
     þau andvarpa ótta í hjörtu þeirra er í þau líta.
     Hann ljómar af dulúð, krafti og deyjandi draumum.
     hann er dauðinn og dauðinn er hann.

     Maðurinn starir á þessar tvær myndir og hugsar:
     ,, Svo ólíkar og samt svo líkar.
     Ég er þeir báðir og samt er ég hvorugur.
     Þeir voru ég og ég var þeir, en nú er ég annar.
     Ég er þriðja myndin, ég er ný kynslóð af mér.
     Hann glottir hæðin á svip, gengur út á svalirnar,
     lætur myrkrið umvefja sig, - og horfir til stjarnanna.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús í hús ljúfust frá okkur.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Auður Proppé

Þetta er yndislega fallegt hús, algert draumahús.  Þekkjandi Vallý rétt þá er þetta með hurðar húninn á kirkjunni örugglega eitthvað dónó.....................hehe

Góða nótt Millan mín og sofðu rótt

Auður Proppé, 30.1.2009 kl. 21:36

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Linda mín takk fyrir að vera til.
ljós til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 21:52

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Vallý húnninn er eins og sjúdýrare-í-rey og svo ekki orð meira um það.
Farðu nú að sofa búin að vera í borg óttans í allan dag og ekki veit maður hvað þið hafið verið að fjandast þið Óla
Knús í krús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 21:57

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rétt hjá þér Auður mín þær Óla og hún eru í stuði eftir bæjarferðina.

Já finnst þér þetta ekki æðislegt hús? Svona eru þau mörg hér.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.1.2009 kl. 21:59

6 identicon

Vá, takk kærlega fyrir þetta mín kæra Milla. Já, get ekki neitað því að þarna sté yours truly sín fyrstu spor í garðinum fyrir framan húsið. Það eru til frægar sögur af tilburðum hjá mér þarna í garðinum. Byrjaði víst snemma að láta vita af mér öðrum bæjarbúum til yndisauka. Skilst mér. Sögur eiga það til að ýkjast. En ef þú sérð fyrir þér 2 ára gaur á tillanum, með pípu hans pabba í munninum (nei það var slökkt á henni), á stígvélum og sparkandi bolta í garðinum fyrir framan götuna, svona rétt fyrir kl. 8 á að morgni til. Þá veistu hvað ég meina. Varð snemma sjálfbjarga. Fólki fannst þetta fyndið. Mamma var ekki sammála. Jæja nú veit alþjóð af því. Varð að láta þessa flakka ok? Þú ert yndisleg að birta þessar myndir, ég einhverjar gamlar sem ég verð að fara að grúska í. Eigðu svo ofsalega góða nótt og takk fyrir mig. Hvað er þetta með hurðarhúninn? Aldrei myndi ég hugsa svona. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 22:11

7 Smámynd: Auður Proppé

Nú verð ég að fara norður að sjá hurðarhúninn á kirkjunni á Húsavík, grasflötina fyrir framan gamla heimilið hans Einars og heimsækja Millu, ekki endilega í þessari röð samt  

Vallý, þér er ekki við bjargandi

Auður Proppé, 30.1.2009 kl. 22:30

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Flott hús, svipar til míns æskuheimilis og svo er þessi kirkja alveg yndislega falleg.

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 31.1.2009 kl. 00:07

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frændi minn og hans kona leigðu á sínum tíma í Formannshúsinu, þar passaði ég börn og mikið var brattur stiginn ofan af efri hæð og niður í forstofu.  Góðar minningar hjá mér við að sjá þessar myndir og kirkjan mín er einstök í Evrópu og þó víðar væri leitað, takk elsku Milla og kveðja á Gísla fyrir þessar myndir. 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 00:52

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Bara að bjóða góðan daginn Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 31.1.2009 kl. 06:02

11 Smámynd: Helga skjol

Knús á þig Milla mín

Helga skjol, 31.1.2009 kl. 07:46

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dóra mín hann setti nú afa nærri út úr rúminu í mótt, þú veist að afi hörfar ætíð í svefninum undan honum og Aþenu Marey er hún er hér,
Engin furða að hann sofi illa er þau bæði eru.
Þú ættir að sjá þá núna flatmagandi sig um allt þetta stóra rúm.
Góða skemmtun í kvöld og passaðu vel upp á litlu börnin mín
Mamma, amma, afi og Neró

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 08:52

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að þær glöddu þig þessar myndir og takk fyrir að deila með okkur sjálfsbjargarviðleitni þinni er lítill þú varst, held að mörg börn séu nú ekkert að hugsa út í það hvort þau séu klædd eður ei það skiptir ekki máli þú varst í stígvélum, en hefðir getað sleppt pípunni en svo gera börn sem fyrir þeim er haft.
Endilega farðu að huga að gömlu myndunum þær ylja manni um hjartaræturnar og veistu ég trúi því bara alveg að þú mundir ekki hugsa svona eins og við um húninn á kirkjuhurðinni, enda ertu karlmaður, en ef húnninn hefði líkst brjóstum hvað þá
Knús í daginn

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 09:00

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna Vallý þið hafið aldeilis farið vítt og breitt, þið komið bara á Húsavík næst.
Auður þekkir þig nú betur en þú heldur
Knús í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 09:02

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt hjá þér Sigrún þau eru afar svipuð, Kirkjan er yndisleg, þú ættir nú að koma norður svona einu sinni, það yrði vel tekið á móti þér
Sigrún mín
Knús til þín ljúfa kona
Milla


Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 09:06

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auður mín röðin yrði sú að þú kæmir fyrst til mín og svo myndum við fara saman að kíkja á húninn og húsið hans Einars og alla dýrðina sem er hér.
Knús í krús elskan veit þú ert að vinna.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 09:09

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís það eru örugglega margir sem eiga góðar minningar frá æsku sinni hér eins og annarsstaðar úti á landi, það var ekki eineltið, rógurinn
og allur sá viðbjóður sem fram fer í dag. Sem betur fer.
Sendi þér kærleik
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 09:12

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Ía mín, nú er hann garralegur hjá mér slydda og hávaðarok, en vonandi betra hjá þér.
Ljós yfir til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 09:14

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Helga mín vonandi gengur vel að koma sér fyrir í nýja húsnæðinu.
Knús í þína helgi
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 09:15

20 identicon

Og ég er enn með ör á enninu eftir að ég rúllaði niður bratta stigann sem Ásdís nefndi. Mjög svo sögulegt hús.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 09:44

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Virkilega þú hefur sem sagt verið óstöðvandi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 17:30

22 identicon

Mamma vann á spítalanum og mér er sagt að ég hafi "fórnað" mér í ýmislegt til að "hitta" hana... Það þurfti að sauma hér og þar í strákinn.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 18:28

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna var ekki mamma þín bara altaf í sjokki nei hún hefur verið orðin vön

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2009 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.