Fyrir svefninn.

Dagurinn í dag er búin að vera nokkuð góður, dandalast
hefur gamla settið  svo sem að vanda.
Gísli minn fór aðeins í búð og til að ná í blaðið.
Snarlast var í dag, en í kvöld vorum við með steiktan karfa
í rúgmjöli blönduðu í hveiti, gljáð grænmeti með. Æði.
það er komið frekar leiðinlegt veður, en hvað með það?


Ég ætla að setja hér inn eitt eftir uppáhaldið mitt hann
Gústaf Froding.


                Gamalt formannsljóð.

          Vor gæfa er léttvæg, af gleðinni logið,
          menn gera ekki rétt það, sem skapað var bogið,
          en iðrunarstunur og amakvein
          bæta engin mein.

          Mitt yndi er lítið, en mótlætið mikið,
          í mannsöngva-gítarnum efnið var svikið,
          og hamingjufleytan er held á við laup.
          Róið hingað með staup!

          Svo forherði ég hjartað og flöskuna spenni
          og flýt gegnum svartnætti lífsins á henni,
          les bólrúnir mínar í botnsins dregg
          og brosi í skegg.

          því nú skal ei deila við dómarann lengur,
          en drekka upp í veilurnar, meðan það gengur,
          uns sálin nær höfn eftir hrakning og sút.
          Róið hingað með kút

Tel víst að Magnús Ásgeirsson hafi þýtt þetta ljóð eins og
svo mörg önnur eftir Gústaf Froding og fleiri.


Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart

                 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Fallegt  

TARA, 24.2.2009 kl. 21:04

2 Smámynd: Auður Proppé

Góða nótt

Auður Proppé, 24.2.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Góða nótt Milla mín.. 

Sigríður B Svavarsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Milla mín ,búin að taka gleðipilluna Knúsý knús ,Óla og Vala

Ólöf Karlsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:46

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Góða nótt, bestust

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.2.2009 kl. 00:53

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elskurnar allar og eigið góðan dag í vetrinum, það er að segja þær sem eru fyrir norðan, hinar sem eru í vorinu fyrir sunnan geta brosað hringinn. Ég ætla sko að vera hér innandyra í dag veðrið er hræðilegt.
Ljós og kærleik til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.2.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband