Fyrir svefninn.

Jæja þær eru komnar elsku englarnir mínir og þær fóru
aðeins að hitta ljósin mín áður en sú litla sofnar, þær eru
örugglega þreyttar eftir daginn, búnar að vera að maska
síðan í morgunn endaði á balli í Íþróttahúsinu undir kvöld.
Sælgætið hefur náttúrlega flætt ofan í pokana hjá börunum
svo núna eru þau bara í sykursjokki, bót í máli að í morgun
fengu þau pulsur og svala hjá norðlenska.
Svaka fjör á öllum vígstöðum.
það hljóta að koma myndir seinna.

Það er nú munur að vera barn í dag og fá allt þetta sælgæti,
og þó ég man nú hvað maður var lukkulegur með sína
öskupoka sem maður læddist til að hengja aftan í þá sem
fram hjá gengu, auðvitað þóttist fólk ekkert vita og við
flissuðum yfir því hvað við vorum klár.

Gaman að segja þessa, því bráðum eru kosningar.

Tíu ára gömul stúlka sem setið hafði og horft á svonefndar
hringborðsumræður kvöldið fyrir síðustu Alþingiskosningar
orti um það bil er umræðunum lauk:

               Og grátbólgnir karlar kalla
               " Æ kjósið þið mig.
               Því ég geri allt fyrir alla
               og allt fyrir þig".

Og kynni nú einhver að segja að bragð sé að þá barnið finni.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góð vísa

Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 25.2.2009 kl. 20:33

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fín vísa   Góða nótt og kveðja í snjóinn.

Hólmdís Hjartardóttir, 25.2.2009 kl. 22:07

3 Smámynd: Anna Guðný

Já það voru nokkur kílóin sem komu hér inn í dag. En mikið vara gaman hjá okkur.

Hafðu það gott Milla mín.

Anna Guðný , 26.2.2009 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband