Fyrir svefninn. Æi, nei það er víst kominn morgunn.

Já það er svona að vaka fram eftir öllu maður verður hálf
ruglaðurTounge
Eins og ég sagði frá í gær eru mæðgur frá Laugum hjá ömmu
og afa núna. Dóra eldaði úrvals hammara í gær með frönskum,
ekki hef ég nú etið slíkt síðan síðastliðið sumar og smakkaðist
þetta afar vel.

Nú svo fengum við góða heimsókn frá norðanmanni sem býr
reyndar í Mosó, honum Einari Áskels bloggvini mínum.
Eins og allir vita er fólk hittist sem er á líkum basis, þá er bara gaman
Dóra mín hellti endalaust á könnuna mikið var spjallað og skipst á
skoðunum Einar er frábær strákur sem hefur áhuga á mannlífinu,
þannig að við höfðum um margt að spjalla.

Takk kærlega fyrir komuna Einar það var virkilega gaman að kynnast
þér og hlakka ég til að hitta fjölskylduna þína í sumar.

Í dag ætlum við bara að dóla okkur, allavega ætla ég ekki að gera
mikið, en þær mæðgur ætla að gera ymislegt fyrir þá gömlu, en
þær hafa nú góðan tíma til þess fara ekki aftur fyrr en á þriðjudag.

Eigiði góðan dag í dag kæru vinir.
Milla.
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elskan hvernig hefur þú það?
Hringi í þig eftir smá.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2009 kl. 09:58

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það hefur örugglega verið gaman að hitta Einar

Góðan daginn Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 27.2.2009 kl. 10:17

3 Smámynd: Anna Guðný

Sjáumst á morgun Milla min

Anna Guðný , 27.2.2009 kl. 10:18

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún það var virkilega skemmtilegt og mikið rætt.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2009 kl. 11:21

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hlakka til Anna Guðný mín.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2009 kl. 11:21

6 identicon

Ertu eitthvað að gaufast fram eftir nóttu Milla mín, ertu að láta unglingana spilla þér stelpa. Ég þarf að fara að tala við hana móður þína um þetta háttarlag á þér.

Knús og meira knús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 11:46

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tala við hana móður mína! Áttu annan?

Við vorum vakandi að því að það var svo gaman hjá okkur hann
Einar  Áskels var í heimsókn. Svo erum við að fara á hitting á morgun
og ætla ég að gleðja úr mér verkina (sko í bili)
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2009 kl. 13:28

8 identicon

Æi mér þykir nú vænt um að Jónína kalli mig ungling.  Annars vildi ég bara kvitta og þakka æðislega fyrir mig Milla mín. Strax farinn að hlakka til að hitta þig aftur. Kannski að ég splæsi bara í færslu út af þessu. Við náðum að kljúfa og leysa mörg málin og fórum létt með það. Var gaman að hittast face to face og hitta kallinn, dótturinina og tvíburana. Fallegt, skýrt og heilbrigt fólk sem þú átt. Þú ert rík. Var annars að lenda í bænum, kvittaði líka á fésinu. Knús og kveðja.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 16:13

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er sko munur að vera kallaður unglingur.
Já við náðum vel saman í því að leysa málin enda ertu frábær strákur.
Nei nú fór ég alveg með það að kalla þig strák, reyndar ertu það.
Takk fyrir góða samveru og nærveru.
Eitthvað hefur minn ekið.
Knús til þín og þinna
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband