Er andófið vani eða hvað?

Umfjöllun fjárlaganefndar Alþingis um samkomulag ríkis og borgar um áframhald framkvæmda við tónlistar- og ráðstefnuhús, sem fram átti að fara í dag, var frestað fram yfir helgi. Fjárlaganefnd spyr hvort samkomulag um áframhald framkvæmda við Tónlistarhús sé í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins.

Hvað eru lög og ekki lög, eru það lög að allt hrinur niður
í kringum fólk, eru það lög að stöðnun og að menn í
ríkisstjórn dandalist við það að koma hér á vinnu, eins að
koma í framkvæmd því sem fólki var lofað.
Of lengi hafa menn verið að leika sér í stólunum og komast
að því að þeir séu komnir í ríkisstjórn og beri ábyrgð.

Tónlistarhúsið er á því stigi að ef hætt verður við þá mun
ýmislegt skemmast og endurgera þyrfti margt og mikið
er byrjað yrði aftur.
Fyrir utan það að þessi hörmung sem þarna stendur núna
Er ekki sæmandi fyrir nokkurt land, en það sem mestu skiptir
er að 600 manns hafa atvinnu af því, að þetta fari í gang.

Ég spyr: ,,Er allt sem hefur farið í gegnum fjárlaganefnd
samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins, ef svo er þá er andófið
( neikvæðnin) skiljanlegt, annars ekki."

Vill ég bara segja það hér að konurnar frábæru, Hanna Birna
og Katrín eiga heiður skilið fyrir skynsamlega ákvörðun og
mundi ég  hiklaust kjósa þær til þings ef kjósa mætti fólk.

Áfram með tónlistarhúsið og af stað með alla vinnu sem
mögulegt er, ekki seinna en í gær.

Góðar stundir
.


mbl.is Tekist á um Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komnir menn til að glerja húsið...s.s. frá útlöndum. Mér er alveg skítsama um þessi 600 störf ef þau eiga að vera fyrir útlendinga.

Annars finnst mér líka fáránlegt að ætla að halda þessu áfram. Við eigum bara að ganga frá þessu þannig að það skemmist ekki og ekki punkt meira. Síðan þarf að fara í vinnu í því að skafa af allan óþarfann, t.d. glerlistaverk og svoleiðis. 

Það er ekki hægt að réttlæta þessa byggingu og kostnaðinn við hana á sama tíma og verið er að skera niður í heilbrigðis- og skólakerfinu.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: egvania

 Ég taldi þetta hið besta mál að þarna fengi 600 manns vinnu en ef það eru 300 Kínverjar þá er þetta ekki fyrir mig, þessir 300 Kínverjar eiga að fara í sína heimahöfn og aðeins þeir sem hafa ríkisfang hér eiga að fá þessa vinnu.

Á hvers vegum er þetta hús ríkis eða borgar ?

 Tónlistarhús er verið að byggja á Akureyri yrði það sama upp á teninginn ef það væri stopp ?

 Það þarf að skapa störf og það ekki seinna en núna og ekki hef ég trú á öðru en að á hinum ýmsu stofnunum landsins vanti fólk með ríkisfang hér aðra á að senda heim.

 Þeir sem hafa setið á stólum hér og þar og eru á atvinnuleysisskrá hafa nú bara gott af því að læra að skeina fólk og hlúa að.

egvania, 4.3.2009 kl. 11:19

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvað segir þú Sigurður á að flytja 2-300 Kínverja til landsins, er það í einhverjum sértilgangi? ef svo er þá springa þeir er það verk er búið.
Ég er meðfylgjandi því að þessu verki verði sinnt og trúi ég því aldrei að einhverjir Kínverjar verði látnir klára þetta verk.

Allur niðurskurður eins og þú telur upp, er eigi af hinu góða og er ég ekki að skilja hann allan. Hitt er svo aftur annað mál að fara þarf yfir suma þá þætti sem um ræðir, en það er ekki gert með þessum harkalegu aðgerðum sem núna dynja á fólki.

Veit ég vel að það er fullt af öðrum málum sem þarf að koma á oddinn og það strax, en hér var fréttin um Tónlistarhús. Oft hef ég viðrað öðrum verkefnum sem þarf að koma upp og að.

Ég bý á Húsavík þannig að ég veit alveg hvað þarf að gera.

Kveðja til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 11:26

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín erum sammála um að atvinnuna þarf.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 11:27

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín fylgja mennirnir ekki með í pakkanum?
knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 11:28

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðbjörg ekki ætla ég að dæma réttlæti þessa hús, en það var byrjað fyrir tuga ára að undirbúa það svo það er ekki bara á ábyrgð þessa fólks sem stjórnar núna.
Kveðja til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 11:31

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín ég veit ekkert um þessa Kínverja, nema að þeir fylgi rúðupakkanum sem ég veit ekkert um heldur, gott væri að fá upplýsingar unn það frá einhverjum sem veit með vissu hvað er að gerast.

Húsið er á vegum borgar og ríkis veit ekki hvort einhver félög séu þar með.

Sammála er ég þér elskan með þá sem stólana hafa vermt í skeiniríið með þá, það er ef einhver störf eru þar á lausu.

Ljós í daginn þinn mín kæra.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 11:37

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Er sammála þér með Húsið það verður að klára þetta verk. Hanna Birna og Katrín eiga hrós skilið.

Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 4.3.2009 kl. 12:01

9 Smámynd: Gunnur B Ringsted

Ég er sammála því að húsið verður að klára, það er ekkert vit í að láta það sem komið er grotna niður. Ég held að þessir kínverjar séu bara í glerinu utaná.

Kær kveðja

Gunnur B Ringsted, 4.3.2009 kl. 13:18

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Við höfum báðar verið með hugann við tónlistarhúsið í dag

Ég bendi á lausn við fjármögnun á fyrirbærinu í minni færslu

Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 15:34

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Katla mín
Milla.

Já Gunnur mín Kínverjarnir fylgja glerinu eftir  vonandi verður allt í lagi með það.
Kveðja
Milla.

 Sigrún kíki á færsluna hjá þér
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 17:06

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég vil frekar að þessir peningar fari í heilbrigðiskerfið.

Helga Magnúsdóttir, 4.3.2009 kl. 18:03

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það eiga líka að fara peningar þangað elsku Helga mín.
Það eru til miklu meiri pen en við vitum
KnúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 19:52

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:45

15 identicon

Sæl Milla.

Þetta getur verið réttlætanlegt,því það er hægt að meta kosti og galla út frá svo mörgum samfélagslegum punktum. En upphæðin er giganísk miðað við fjölda starfa.. Og þetta með blessaða Kínverjana þeir eru sérhæfðir glerlistamenn í uppsetningu svona listaverks.

Jæja,vonum að allt fari vel. Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:39

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þórarinn minn finnst það er búið að borga glerið þá verður svo að vera, en hönnunina hefði ég aldrei samþykkt hefði ég ráðið einhverju um.
Kveðja og von um betri tíma skjótt
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband