Eftirköstin og afleyðingar þeirra.

Þá eru verstu kosningar allra tíma "næstum" afstaðnar, en
hreint ekki búnar því eftirköstin eru eftir og munu þau vara
í margar vikur í blöðum og manna á milli.
Eru það oft á tíðum ekki kurteisari umræður heldur en fyrir
kosningar, en vonandi hjaðnar útásetningartalið skjótt að
þessu sinni, eða er ég of bjartsýn?

Sú ríkisstjórn sem mun myndast núna hefur tvö ár til að gera
það sem þarf og er það ærið verkefni sem býður hennar.
Það sem mér finnst vera alveg nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd
og það strax, eru atvinnumálin svo fólk finni aftur að það er eitthvað,
geti séð fyrir sér og sínum, síðan þarf að hjálpa þeim sem eru komnir
í þrot, koma því fólki með allt sitt í skil og ekki síst hjálpa þeim sem
eru í djúpum vegna þeirra vaxta hækkanna sem orðið hafa eru samt
að reyna að borga af sínu, en sveltir í staðinn.

Það sem ég er mest hrædd um er að þetta mæta fólk okkar sé ekki í
stakk búið til að takast á við vandan á heildrænan hátt, en það er
það sem þarf, brjóta alveg niður og byggja upp á nýtt.

En núna þarf, og það strax að bjarga því að fólk svelti ekki meir.
Þá meina ég bæði að allir hafi að borða og félagslegt aðgengi.

Ég óska okkur öllum til hamingju, gefum fólkinu vinnufrið, en
verum með góða eftirfylgni í formi eftirlits á því sem er að gerast.
Eigið góðan dag í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þakka þér frir góðan pistil, og til hamingju sjálf með sigur fólksins.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.4.2009 kl. 17:10

2 identicon

Blessuð Milla mín!

Þú segir að ný stjórn hafi tvö ár til að gera það sem þarf. Verða þá alþingiskosningar 2011?

Knús á þig

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nafna mín fólki greinir á um hvort þessar kosningar séu til 2 ja ára eða
4, vonandi komumst við að því von bráðar, en í veislunni í gær var einhver sem sagði að það yrði kosið til bæjar og sveitastjórna á næsta ári og svo aftur til þings á þarnæsta, sem sagt 2011, sel það ekki dýrara en ég keypti það.
Ljós og kærleik til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2009 kl. 17:18

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Lilja mín vonandi að málin fari að ganga eitthvað
Ljós og kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2009 kl. 17:20

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég ætla að vera á vaktinni, búsáhöldin mín eru á sínum stað, ef þau standa sig ekki í stykkinu.

Finnur Bárðarson, 26.4.2009 kl. 20:18

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já eins gott að passa búsáhöldin Finnur minn , það verður erfitt að ráða við allt sem þau þurfa að leysa.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.4.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.