Ég var að hugsa,yfir morgunmatnum.

Fyrsta stóra útileguhelgin, fór að rifja upp er maður fór með
fjölskylduna og vini í útilegu sko fyrir margt löngu.
Farið var að Laugarvatni, Þjórsárdal og oft ver tjaldað á
leiðinni norður er maður fór þangað, en mikið þoldi ég ekki
þessar ferðir, hokrast í tjaldi engin aðstaða neisstaðar, flest
kom í hlut konurnar, karlarnir voru jú í glasi, eða réttara sagt
flöskum.

Í dag er allt orðið svo dýrt bensínið bæði á menn og bíla komið
upp úr öllu valdi, þannig að farið verður í styttri ferðir í ár,sem
sagt í Þeir staðir sem verða fyrir áganginum eru bara rétt fyrir
utan bæinn, svo fremi að það megi tjalda þar.

Lítið verður hægt að fara í sund, því fimm manna fjölskylda þarf
að borga 2.500 krónur í sund, það er of mikið fyrir fólk að borga
allavega þá sem eru lágt launaðir.

Nú svo er það bruggið, auðvitað verður það í hávegum haft og
menn fara að metast hver hafi nú besta spírann.
Oft blanda menn ekki niður spírann svo hann er kannski 90%
það er frekar ógeðfellt að drekka það af stút er karlarnir fara að
bjóða hvor öðrum.

Ofbeldið mun aukast fólk er reitt og er það er komið í glas/flösku
þá gerist eitthvað sem engin skilur, en all margir hafa lent í.

Fjandinn hafi það, ég er reið, það átti að gera eitthvað fyrir fólkið í
landinu, ég sé bara hækkanir ofan á hækkanir og er ekki farin að
sjá að við getum lifað mannsæmandi lífi, þá er ég ekki að tala
um neinn lúxus.

En þrátt fyrir allt þá eigið góðan dag í dag.
Faðmlag til allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Milla mín. ég held nú samt að þrátt fyrir kreppu og samdrátt höfum við hér á Íslandi það betra en flestir aðrir í heiminum. Við skulum reyna að vera ánægð með okkar góða land og vinna okkur með hægð út úr þessu ástandi, það sem við höfðum áður var hvort sem er sjúklegt á flestan hátt og alltof margir soguðust með. Bestu kveðjur til ykkar fyrir norðan frá okkur hér að vestan.

Svana (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 10:01

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svana mín mun ekki vera með þunglyndi yfir þessu, en er bara að viðra það sem mun gerast og eigi batnar það elsku Svana mín
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2009 kl. 10:03

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það verður amk. lítið um ferðalög hjá mér í ár. Bara í fyrra gat ég nörlað saman fyrir ferð til Spánar í tvær vikur þar sem ég hafði frítt húsnæði. Gerði heilsunni ótrúlega gott og gigtin ekki nærri eins slæm í  nokkuð langan tíma. Nú hefur slík ferð hækkað um svo mörg prósent að ég get varla mælt það.

Núna þegar ég skrifa þetta skelfur jörðin, aftur, þessi var líka snarpur.

Rut Sumarliðadóttir, 30.5.2009 kl. 13:38

4 identicon

Gaman að lesa um gamla daga jafnvel þó ekki hafi alltaf verið gaman

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 16:15

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rut mín þetta eru ekki góðar fréttir um skjálftana, ekki að við séum ekki vanar þeim eða ættum að vera það þá kemur þetta alltaf á óvart
Vonandi fáum við bara heitt og gott sumar svo giktin verði góð fram að jólum.
Ein svaka bjartsýn

Kærleik til þín Rut mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2009 kl. 16:31

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Langbrókin mín það var kannski ekki alltaf leiðinlegt í þá daga, en maður komst að því síðar hvað þetta hafði mikil áhrif.

Kærleik til þín elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.5.2009 kl. 16:33

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband