Mannætur í Kaupmannahöfn, Dyrhólagatið og Björn ráðherra.

Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar og síðar ráðherra, var stundum
seinheppinn í fréttamennsku sinni. Vorið 1895 snaraði hann á
Íslensku frétt úr Politiken um að þrír svertingjar hefðu étið upp
til agna frægan danskan leikstjóra að nafni Scheel-Wandel.
Fyrir þetta var hann hæddur en aldrei tók hann fréttina til baka
en stóð á því fastar en fótunum að víst hefðu mannæturnar étið
aumingja manninn-sem var fjarri öllum sanni.

Í annað sinn birti Björn mynd í Sunnanfara sem hann sagði af
Dyrhólaey en var í raun  af gatkletti vestur á Arnarstapa.
Þegar honum var bent á mistökin neitaði hann að viðurkenna
þau en fullyrti eftir sem áður að myndin væri af Dyrhólaey og
leiddi fyrir því vitni.
Loks gugnaði Björn þó á því að halda þessu til streitu en lengi
á eftir var hann kallaður ,, Dyrhólagatistinn" og tók hann það
nærri sér.

                      ****************************

Klárum nú að segja frá listfengi sem talin var, en sumir vildu
kalla orðaslys Páls Zópóníassonar.

,,Skýrslurnar undan þessu nauti sýna að mjólkin hefur vaxið
  og sömu skýrslur undan sama nauti sýna líka að
  fitan hefur vaxið."

,, Ég ráðlegg ykkur eindregið, bændur góðir, að láta ekki lifa undan
                  Þeim ám sem drápu undan sér í vor."

,, Ef fjárpest kemur upp er skylt að tilkynna það öllum nærliggjandi
                 sýslumönnum í sveitum í kringum landið."

                 ******************************

Páll fór einhverju sinni á hesti yfir Austurá í Miðfirði. Áin var í miklum
vexti og kemur hann blautur og hrakinn að næsta bæ. Húsfreyjan
þar, Ásta að nafni, stendur úti á hlaði og spyr um leið og hann hefur
stigið af baki:
,, Var áin djúp?"
   Páll svaraði:
,, Sæl vertu Ásta, milli hnés og kviðar."

 

Páll ræddi eitt sinn um það við félaga sína hvað væri besta spilið.
Eftir nokkrar umræður kvað hann upp úr með það, að bridge hlyti
þá einkunn og bætti síðan við:
,, Ég spilaði það í 16 kvöld á hálfum mánuði í fyrra."

Þetta er tekið úr bókinni Heimskupör og Trúgirni. Jón Hjaltason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara yndisleg og skemmtileg færsla hjá þér Milla mín. Kveðja og GN

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 00:20

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Frábært að fá svona undir svefninn.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 1.6.2009 kl. 00:51

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk stelpur mínar og eigið góðan dag

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.6.2009 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.