Hækkun sem bitnar eigi á okkur.

Til hamingju decode, ekki veitir af að eitthvað gangi vel.

Datt aðeins í hug hvort það væri ekki hægt að finna genin
sem stjórna, græðgi óheiðarleika, óþekkt, ofáti, ofdrykkju,
hömluleysi á allan hátt?

Hugsið ykkur muninn ef hægt væri að lækna óþekkt þá mundu
allir gerast undirlægjur þeirra sem stjórnuðu hverju sinni á
allan hátt og allsstaðar, bæði börn og fullorðnir

Hömluleysi á allan hátt, nú við þyrftum engar, eða fáar búðir
því fólk yrði svo nægjusamt.

Græðgin hyrfi, engin fangelsi yrðu til því óheiðarleikinn hyrfi.

Nú þá hlýtur einnig forvitnin, illgirnin, stjórnsemin að hverfa,
Þá kæmi ekki til að gefa út nein blöð, því það yrði ekkert að
skrifa um, allt yrði svo gott.

Það er spurning með ástina og kærleikann, eigum við að leifa
því að vera óbreitt eða bara þurrka það út?
Nei það er eiginlega ekki hægt þá myndi framleiðsla á fólki
stöðvast og ég held að það gangi ekki.

Allt annað megið þið hjá Íslenskri erfðargreiningu hefjast
handa við að finna, "HA EKKI HÆGT" Þóttist nú vita það.

Góðar stundir.


mbl.is Bréf deCODE hækkuðu um 50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínn pistill,takk fyrir mig...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 14:56

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis vinkona
ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband