Við erum svo vanþakklát.

Erum við það ekki annars?

Sjáið til við þökkum ekki fyrir að drengurinn bjargaðist
úr sprungu á Langajökli, heldur ekki fyrir að það dó
bara einn er blokkin hrundi í Kína, eða fyrir allar hækkanirnar
sem koma sér svo vel fyrir þjóðarbúið að sæmd verður að, það
er að segja þegar við verðum komin á vatn og brauð,
við vanþökkum þetta, við erum afar skrýtnar manneskjur.

Nú engin þakkar að fimm ungmenni sem slösuðust í bílslysi
eru lifandi, eða að fársjúki maðurinn sem var vondur við hundinn
sinn skyldi vera handtekinn, og hugsið ykkur svo þetta með rifuna
á skemmtiferðaskipinu, það var að koma frá Íslandi og hefði nú
getað hreppt aftaka veður á leiðinni, nei varla á þessum árstíma,
en hvað veit maður?
Hvað þá með þessa rifu?
og hvað eru eiginlega margir um borð?

Við mættum alveg blogga svolítið um það sem er jákvætt.

Annars er ég bara fín, löngu vöknuð og komin á ról, en Gísli
minn var að koma úr sjæningunni er rétt í þessu að setjast
og borða hafragrautinn sinn.

Þokan var hér nokkur um 7 leitið, en sólin er að brjóta hana
af sér hvað sem verður, þokan hafði vinninginn í gær og var
hér bara skítakuldi, en vonum það besta í dag, hef reyndar
engar áhyggjur, það er svo margt hægt að gera.

Þið sem heima eruð, endilega gerið eitthvað skemmtilegt, en
þið sem eruð á heimferð, farið varlega í umferðinni, allir hinir
gerið bara eins og þið eruð vön, en hafið það skemmtilegt.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fín áminning.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.6.2009 kl. 09:15

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk og knús í daginn þinn frænka
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2009 kl. 10:02

3 identicon

Takk fyrir þetta.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 11:07

4 identicon

Æi var þoka hjá þér í gær dúllan mín. Hér er búin að vera svoleiðis veðurblíðan að ég má ekkert vera að því að fara að sofa fyrr en löngu eftir miðnætti. Svo þyrfti ég eiginlega að vakna fyrir sex líka til þess að missa ekki af neinu. Það hefur ekkert verið sérstaklega hlýtt en því meira logn og sólin er óvenjumikið að láta sjá sig.

Kærleiksknús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 11:35

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ragna mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2009 kl. 16:10

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það var þokuskítur í honum í gær, en það er að rætast úr þessu ekki eins kalt í dag. Veist þegar veðrið er fallegt þá tímir maður ekki að fara að sofa og hjá okkur vekur sólin með koss á kinn þegar hún kemur upp.
Yndislegt bara, sko fyrir mig Gísli breiðir upp fyrir haus.
Kærleik til þín Jónína mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2009 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband