Hugleiðing.

Já hugsið ykkur það fór betur en á horfðist  er vél frá
Iceland Express þurfti að lenda í Billund vegna gruns um
bilun á bremsukerfi, en lendingin gekk vel og engin
slasaðist.

Það er samt umhugsunarefni að ætíð skuli vera bilanir í vélum
þessa flugfélags, merkilegt, eru þær svona gamlar eða er bara
eftirlitið með þeim ekki betra en þetta.
Veit ég vel að alltaf geta orðið bilanir, en mig minnir að í fyrra
hafi orðið ansi margar seinkanir á þessum vélum, vegna bilunnar.

Svona lagað gerir fólk eðlilega hrætt og það gengur ekki, en fólk
ræður þessu sjálft og ekki væri ég svo sem hrædd að fara með þeim
því maður fer er maður á að fara.

Gangi þeim vel með sitt flugfélag.


mbl.is Bilun í vél Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það séu ekki fleiri bilanir í vélum Iceland Express en hjá hinum félögunum.  Og allt eru þetta minniháttar bilanir.

Örvar (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

  Ég veit það ekki en, mér finnst ekki meira um bilanir hjá Iceland Express en hjá Icelandair, það er kannski frekar sagt frá þeim. 

   Það hefur t. d. ekkert verið sagt frá biluninni hjá Icelandair sem varð þegar ég var að koma heim í vor frá Finnlandi.  Ég leitaði einmitt eftir því en það var ekki orð um það neins staðar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.6.2009 kl. 23:31

3 identicon

Ég kom heim snemma í morgun með "Surtsey" Flugleiða. Hljóðkerfið í afþreyingarkerfinu virkaði ekki af því einhver farþegi hafði víst sparkað örygginu í sundur á útleiðinni.

Mér finnst alltaf fyndið hvað það virðist auðvelt fyrir farþega að skemma rafkerfið í flugvélum alveg óvart.  Þeir ættu kannski ekki að hafa öryggin undir sætunum?  (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 00:28

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Örvar veistu ég veit ekkert um það nú orðið, en Icelander var ekki kallað
Icelander de late fyrir ekki neitt í áraraðir, en farþegar sögðu að þeir færu með þeim vegna góðra þjónustu og verðinu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 08:17

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vaknaðu vel Vallý mín þá færðu kannski grillað rúg er þú kemur næst.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 08:18

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kannski er það svo, enda er ég ekki að setja út á þetta flugfélag, bara að tala um þessa frétt. Icelander hefur alltaf afsakað sig á kostnað einhvers.
Það kallast farþegasálfræði.
Ljós til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 08:23

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bragi þór, þetta eru bara braggar þessar vélar, nei ég segi svona.
Auðvelt að kenna farþegum um og það gera þeir óspart þó sama bíluninn sé búin að vera lengi, það er aldrei neitt þeim að kenna.
Gömlu þristarnir voru bestir það var hávaði í þeim, en þeir komu manni á áfangastað eins og blíður fugl, ó hvað ég elskaði þessar vélar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 08:28

8 Smámynd: Valur Stefánsson

Það er langt í frá að það séu fleiri bilanir hjá Iceland Express en öðrum flugfélögum.

Valur Stefánsson, 29.6.2009 kl. 09:09

9 Smámynd: Ragnar Borgþórs

"You get what you pay  for", það var annars hugmynd hjá Jet-x ef ég man rétt að láta menn borga fyrir salernis afnot en þeir féllu frá því.

Ætli þeir hjá "Pálma sterling" ég meina Iceland Express hafi ekki hugleitt að láta farþega borga fyrir þetta spennu atriðið eða  föttuðu þeir það ekki ?

Ragnar Borgþórs, 29.6.2009 kl. 11:00

10 identicon

Það gæti verið að það séu ekki fl bilanir hjá þessu ágæta flugfélagi.. En hver er þá ástæða þessara endalausu seinkana hjá þessu félagi???? Held að ég hafi ekki flogið með því og ekki orðið seinkun hjá þeim. Og eru það allnokkrar ferðir þar. Það er mjög erfitt að stóla á þá ef að maður ætlar í teingiflug. Og þeir eru sko ekki að hafa fyrir því að bæta fólki það sem að það er búið að greiða í annað flug en missir af því vegna seinkunar hjá þeim.... Svo hvað varðar traust á flugfélögum þá held ég að iceland express komist ekki með tærnar þar sem Icelandair er með hælana í þeim efnum alla vegna. :)   

Stefanía Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 11:04

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ef þú segir það Valur, er samt ekki viss miðað við ferðafjölda, en látum það liggja á milli hluta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 15:14

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fyrirgefið seinkunina á svörum, en ég var óvart sofandi ekki mér að kenna heldur flugunni sem hélt fyrir mér vöku í nótt.

Guð ég er nú ekki hissa á því, engin hefði farið á wc-ið
Auðvitað fær maður, oftast, það sem maður borgar fyrir, Ragnar frekar hefði það verið ósmekklegt, en ætli nokkur hefði gengist við því, sko að borga.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 15:19

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stefanía frænka mín kær, þú ættir að vita þetta og treystir ekki á þá meir.
En ég er ekki að óska þess að þeir lendi illa í málum, þetta er bara hvimleitt sama hjá hverjum það er.

Stofnum bara nýtt Loftleiðir og enga yfirbyggingu eins og er í dag, allir vinni það sem hver getur, svoleiðis var það og erum við ekki komin 50 ár aftur í tímann.
Knús til þín ljúfust, hlakka til að sjá þig innan skamms
Milla frænka

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband