Talað við sjálfan sig

Á það svo sannarlega til, gerist oft og þykir mér það afar skemmtilegt er ég uppgötva það, hlæ dátt.
Í morgun eftir sjæningu og morgunmat fórum við í búðina til að versla til helgarinnar, ekki vantaði svo mikið bara þetta helsta, ost og viðbit af ýmsu tagi, keyptum okkur reyktan lax, svona í þunnum sneiðum fórum síðan í bakaríið og höndluðum góð brauð og heim í kaffi, en það var eiginlega komið hádegi, svo við nefnum þetta Brunch, borðuðum vel og lengi og spjölluðum um hvað við værum í raun vitgrönn Íslendingar í áraraðir værum við búin að synda með fjöldanum og halda bara að allt væri í stakasta lagi, urðum ekki vör við nein teikn um óeðlilega hegðun hóp fólks hvað þá að við tækjum hroka ráðamanna nærri okkur, sei sei nei við sögðum bara að þeir væru þreyttir ræflarnir.
Segi og stend við, að við erum nautheimsk, höfum látið öðrum eftir að semja um allt fyrir okkur í
áratugi, nú verður þessu snúið við.

Nú þar sem ég vaknaði árla, syfjaði mig afar, samdi við Gísla minn um að hann mundi vakta símann svo ég gæti lagt mig, en það gat verið að Dóra mín mundi hringja, henni vantaði að koma til að versla.
Ég svaf alveg yndislega þar til Gísli fór að ná í þær fram í Lauga þá fór ég á fætur, Gísli ók þeim beint í búðina og kom svo heim og ég fór til þeirra.

Verslaði í kvöldmatinn, hammara og þeir voru góðir með miklu grænmeti, frönskum og sósum. Nú við spjölluðum aðeins síðan fór Gísli minn með þær heim, þær eiga að fara til vinnu í fyrramálið.

Það versta við að tala við sjálfan sig er einmitt þetta, ég var byrjuð að tala um það, en fer út í aðra sálma, tala um daginn í dag, málið er hjá mér að stundum held ég að ég sé búin að segja fólkinu mínu frá því sem ég var að tala um við sjálfan mig og held jafnvel áfram með eitthvað og þau skilja ekki neitt í neinu, Okay þá þarf ég að útskíra mál mitt.
Stundum er ég spurð að einhverju og byrja að svara, er í önnum eða bara það kemur eitthvað upp, og þá kannski svara ég eftir marga tíma eða bara daginn eftir.
Svona er þetta bara góða mín sættu þig við það og þú hefur allt bara eins og þú vilt, GEG.
Verð að viðurkenna að mér líður bara ofsalega vel.

Eigið góða helgi elskurnar mínar allar.
Munið góða skapið og brosið.

MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða helgi sömuleiðis Milla mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband