Ævintýri sem ætlar ekki að enda vel, nema?

Sérkennileg tilfinning hefur komið yfir mig á hverjum degi í marga mánuði núna, jú það er þessi ævintýratilfinning, eins og maður fær er maður horfir á myndirnar Peter Pan, Mary Poppins og aðrar slíkar myndir, eruð þið ekki sammála, um að maður fari í svona gleði og spennu vímu og er í henni lengi á eftir, myndirnar eru svo frábærar.
Núna er það aðeins öðruvísi því ég er alltaf að bíða eftir því góða, sem á að gerast, en það gerist bara ekki, það gerist ekkert gott, sko okkur í hag.

Hvenær á að taka af hörku á þessum málum, held að það sé hlegið að okkur úti í hinum stóra heimi.
Allt er svo silalegt að menn bara sleppa á meðan þeir fáu sem vinna að þessu klóra sér í hausnum
og hugsa, hvar eigum við að byrja.

Það er vita mál að Íslenskir ráðamenn eru svo hræddir við háu herrana úti í heimi að um leið og þeir blása smá, þá hrökkva þeir í kút og segja já og amen, skrifa undir allt, "ólesið" Í staðin fyrir að blása hærra. það sama gildir hér heima fyrir, annars væri þetta ekki svona.

Hvernig væri að þessi ríkisstjórn færi að vinna vinnuna sína, þessa sem er nauðsynlegust, það er að hjálpa fólkinu í landinu, koma af stað atvinnunni og setja herhörku á þá sem stundað hafa hér þjófnað aldanna, annars skulu þeir segja af sér og hér verði stofnuð utanþingsstjórn með skynsemi og hörkuaga að leiðarljósi.


mbl.is Stórskuldug aflandsfélög í eigu hluthafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir allt hér Milla mín.  Við viljum utanþingsstjórn og engar refjar.  Þetta fólk þarf að stíga niður og viðurkenna að það ræður ekki við ástandið.  Eða vera landráðamenn ella. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2009 kl. 10:14

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elsku vina við erum orðin leið á að það sé komið fram við okkur af vanvirðingu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 11:21

3 identicon

Við höfum laglega verið göbbuð Milla mín í stóra bankaræningjamálinu. Það er svo sem ekkert skrítið að fáeinar hræður geti ekki haft yfirsýn yfir allt svínaríið og geti ráðið fram úr því. Við þurfum örugglega að fá einhverja almennilega samningamenn og konur til þess að komast út úr þessu án þess að við verðum dæmd til eilífrar fátæktar.

Hafðu það gott elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 12:06

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ vinkona, var að vakna bara ein af þessum dögum sem þreytan segir til sín, ekkert mál þá sefur maður hana bara úr sér.
Já við höfum sko verið plötuð, veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þetta, best að segja sem minnst.
Á öldum áður, voru menn teknir af lífi fyrir minni sakir en þjófnað, en við erum ekki svo aðgangshörð, viljum sjá þessa menn sitja inni upp á vatn og brauð.
Jæja ég er að vakna frá þessu rugli í mér.
Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 16:18

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ef ég hefði stolið kjötlæri þá hefði mér sennilega verið stungið inn. En stelum nógu stórt og lifum í lúxus virðist hafa verið mottó margra og þeir eiga að komast upp með það?.

Það virðast allir ráðamenn hræddir við þá sem þeir halda stærri og ríkari, lang lundargeð mitt er að fá nóg.

Kveðja til þín.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.8.2009 kl. 16:28

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvernig var ekki með manninn sem fékk dóm fyrir að stela í matvörubúð, eitthvað var það hlægilega lítið sem hann tók.

Við erum búin að fá nóg og viljum réttlæti, en hvað skildi vera réttlæti hjá þessum ráðamönnum? Allavega eru þeir býsna lengi að ná tökum.

Farðu nú að koma í kaffi.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband