Verð að segja ykkur smá brandara.

Síminn hringdi og það var Dóra mín, hún tjáði mér að það væru tvær litlar stelpur sem langaði svo til Akureyrar, nú já og hvað ætla þær að fara að gera,? auðvitað að versla.

Guðrún Emilía kemur í símann og ég spyr:,, Ætlar þú að kaupa pels handa ömmu, nei ekki tel ég það,
af hverju ekki segi ég, þú ættir nú að vita svarið segir hún, er það að því að ég er svo feit sagði ég,
nú finnst þér þú vera feit, ég var nú meira að hugsa um að þeir væru komnir úr tísku."

Þær geta drepið mig þessar elskur sem ég á.
Auðvitað er ég á leiðinni á Eyrina með englana mína, þær hafa nú sama og ekki neitt verslað sér í sumar svo tími komin á smá eyðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara flottar stelpurnar þínar, góða skemmtun á Eyrinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 12:37

2 identicon

Vonandi áttu nú fyrir mat næstu vikuna Milla mín í öllu þessu bruðleríi.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 18.8.2009 kl. 20:29

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég eyddi ekki krónu nema í mat og svoleiðis, því mér var boðið elskurnar mínar. Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.8.2009 kl. 21:43

5 identicon

Thi hi hi ég hélt þú hefðir ætlað að fá þér minkapels.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 21:51

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þær áttu að gefa mér hann, en sáu bara einn gervi og hann var einnig of lítill.
Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.8.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.