Sett í flokk með

Blátt fyrir of feita. //

Þetta eru sko flott sæti og ég mundi velja mér eitt svona.

Blá sæti fyrir feita

Sérstökum sætum hefur verið komið fyrir í neðanjarðarkerfi Sao Paulo í Brasilíu sem eiga að þola allt að 250 kg þunga farþega. Sætin eru tvöfalt stærri en venjuleg sæti og eru merkt með sérstökum skiltum sem á stendur: „Offitusjúklingar hafa forgang."

Ég telst til offitusjúklinga og mundi sko hiklaust velja mér svona sæti, þó að ég kæmist alveg ofan í hin sætin, þá er maður komin með nálardofa niður í fætur eftir smá tíma þau eru svo asnalega hönnuð, hef svo sem ekki prófað akkúrat þessi, en er að meina svona yfirhöfuð í biðsölum og hafið þið prófað þessi sem maður situr alveg niður í gólfi í, ekki það nei! skuluð ekki gera það því maður þarf hjálp við að komast upp.

Sætunum var komið fyrir til að mæta vaxandi fjölda offitusjúklinga í landinu en jafnframt liður í því að hvetja fólkið til að nota almenningssamgöngur. En talsmenn samgöngufyrirtækja segja sætin ekki mikið notuð þar sem offitusjúklingar skammist sín of mikið.

Hvað er nú svo sem að skammast sín fyrir, þetta er nú það sem maður hefur etið á sig og það með bestu list.

„Kannski vilja þau ekki vera álitin of feit eða þau vilja ekki vera sett í flokk með ellilífeyrisþegum og fötluðum," segir einn talsmaðurinn

Ja hérna, ég er sko öryrki alveg að verða gamlingi og á tæru að ég er offitusjúklingur, hvað þarf maður annars að vera þungur til að tilheyra þeim hóp?

Hlakka bara til að verða gömul því þá slepp ég við að borga svo margt, eða svo er mér tjáð.

Njótið dagsins og munið brosið.


mbl.is Blá sæti fyrir feita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"offitusjúklingar" Öllu má nafn gefa! Þetta er græðgi,leti og óhóf sem er að ykkur. Ekkert annað enn það. Éta,éta éta. Annað kemst ekki að í hausnum á ykkur! Ég vorkenni ekki feitafólkinu enda er þetta sjálfskapað.

Svo fær þetta sjúkdómsheiti og þá þurfið þið ekki að taka ábyrgð á lífi ykkar. Þá fyrst er hægt að fara að moka ofan í belginn! Þvílíkur viðbjóður.

óli (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ert þú kannski of feitur Óli?

Það taka allir ábyrgð á sínu lífi Ljúfurinn hvort sem þeim líkar betur eða ver, en ert þú að því með því að moka yfir offitusjúklinga eins og þú gerir hér, tel svo ekki vera.

Mundir þú svo vilja vera svo góð/ur að viðhafa kurteisi hér á minni síðu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 10:57

3 identicon

Nei ég er það ekki. Var það ekki og mun ekki verða það. Ég kann mér hóf.

Sannleikanum verður hver sárreiðastur. Gott máltæki sem á vel við hér. Enn þið þurfið ekki að taka ábyrgð. Þið farið bara til læknis og fáið e h skítatöflur étið þær í viku og gefist svo upp aftur og haldið áfram að éta og éta. Enda eruð þið komin með "sjúkdóm" Ég get ekki skilið svona fólk eins og þig. Hvort sem þið eruð sílspikuð eða reykingarfólk nú eða bæði kannski. berið þið enga virðingu fyrir líkama ykkar?

óli (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 11:39

4 identicon

Óli. Athugaðu að offita er oft birtingarmynd geðrænna sjúkdóma sem fólk ræður ekki við. Einnig getur offita verið afleiðing efnaskiptasjúkdóma að ekki sé talað um hreinlega fátækt.

Það er alveg á hreinu að allt þetta fólk vildi svo sannarlega taka ábyrgð á lífi sínu - og gerir það eftir fremsta megni. Alveg eins og þú og ég. Þeim bara tekst það ekki sem skyldi og það eitt veldur þeim nógu miklum sálrænum kvöldum að ekki sé á það bætandi að Ólar út í bæ séu að skammast í þeim.

Steini (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 12:11

5 identicon

Ja hérna Milla mín hann á nú við eitthvað vandamál að glíma þessi Óli og það miklu verra heldur en einhvers sem er í ofþyngd. Það er nú ekkert skrítið að fólk setjist ekki í stólinn þegar hann er merktur fyrir offitusjúklinga, þetta sjúklingheiti er ofnotað orð og klínt á fólk við allar mögulegar aðstæður. Eitthvað er verið að reyna að nota orðið skjóstæðingar sem er þó mun betra heldur en að vera tyggja á því stööugt að fólk sé sjúkt (sjúklingur).

Þar að auki ert þú engin offitusjúklingur þú ert bara skemmtilega Milla mín með þitt kærleiksríka hjarta.

Knús til þín elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 13:00

6 identicon

Geðrænn sjúkdómur? Þetta heitir græðgi. Ef við td skoðuðum bankastjóra föllnu bankana og marga þessara útrásarvíkinga þá sér maður að þetta eru óhófsmenn. Þeir kunna sig ekki. Éta og éta enn græðgin verður aldrei södd. Það að fólk sé fátækt gerir það ekki feitt. Óhóf,leti og græðgi fitar fólk.

óli (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 13:43

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

óli, mikið er ég ánægður að þú skulir ekki eiga við nein vandamál að stríða, ekkert.

Þú -reykir ekki, -borar ekki í nefið, -drekkur ekki,  -skoðar ekki klám, -hæðist ekki að öðrum, -ert fyrirmynd annarra í umferðinni, -ert heill á geði, -ert heilsuhraustur, -ert kyntröll, -ert ekki latur, -ert viljastyrkurinn uppmálaður, -ert fallegur, -ert ekki með skalla ......þú ...ert.....ert Ofurmennið sjálft.

Bara eitt skyggir á, ofurmenni fela sig ekki bakvið nafnleynd.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2009 kl. 13:47

8 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Alex sagði:

 "[...] -borar ekki í nefið, [...] -skoðar ekki klám,"

hahah, bora í nefið og skoða klám, er það nú vandamál, og ef það er vandamál á það heima með Áfengineyslu.

Pétur Eyþórsson, 25.8.2009 kl. 13:55

9 identicon

Nei ég reyki ekki. Ég smakka þó vín enn mjög í hófi samt. Ég hugsa um líkama minn og er hraustur. Ég lyfti,syndi,hjóla og hleyp. Ég held mér í góðu formi. Enn ég gæti vel verið betri fyrirmynd fyrir börnin mín í umferðini.

Enn ég kann mér hóf. Og börnin mín líka. Við erum ekki étandi eins og svín.gráðug og feit. Við kunnum okkur.

óli (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 14:11

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Maður sem felur sig bak við "óli" kann sig ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.8.2009 kl. 14:38

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna mikið að gerast hjá mér, var nefnilega að vakna sko vaknaði klukkan 5 í morgun eftir hálfgerða andvökunótt, það er nú kannski ekkert skrítið ef maður kann sér ekki hóf í neinu.

Steini minn takk fyrir þitt innlegg og mikið rétt hjá þér að margir eru of feitir sem geðveikir eru, en ég þekki nú engan þó ég eigi nú marga vini sem segjast vera geðveikir, en rétt er að þeir sem eru á þunglyndislyfjum fitna afar oft á tíðum og er það ekki gott sem betur fer er ég svo lánsöm að hafa ekki þurft á þesskonar lyfjum að halda, en veistu Steini að ég held að óLI SÉ KONA.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 15:00

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín ég hef nú bara gaman að etjast við fólk innan vissra marka, en svona gengur of langt, ég er líka nokkuð viss um hver þessi Óli er.

Þú ert sömuleiðis bara flottust
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 15:04

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Pétur fyrir þitt innlegg, það er nú að mati Óla algjör dónaskapur að bora í nefið og skoða klám, enda hlýtur hann að vera fullkominn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 15:09

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flottur Axel, bara flottur, sko það eru náttúrlega þeir sem eiga við mikil vandamál að stríða sem akta svona eins og Óli og það er stór spurning:
finnst hann er ekkert af því sem þú telur upp, ,,hvað skyldi hann vera þá?"

Ég mundi kalla sjálfan mig kvennamannsræfil í sauðagæru


Takk fyrir mig Axel

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 15:15

15 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Já, Guðrún hann hefur greinilega eitthvað á móti feitu fólki.

Pétur Eyþórsson, 25.8.2009 kl. 15:45

16 identicon

Ertu búin að skoða IP töluna hjá honum/henni Óla?

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 16:19

17 identicon

Rosalega eruð þið viðkvæmar.Ég sé td á myndini af Jónínu að þar fer löt óhófskona sem kann sér ekki magamál. Hvernig væri nú að fara að borða hollan mat og fara út að ganga og hjóla í staðin fyrir að liggja í sófanum og éta og éta meðan horft er á eh kjánalegan þátt í kassanum?

Nei ég hef ekkert á móti feita fólkinu nema hvað það kostar okkur sem borgum skatta mikið að halda feita fólkinu uppi. Það er alltaf hálf lasið og með verki í baki og hnjám sem kosta það að því líður alltaf illa og þarf að vera hjá læknum og jafnvel þarf það að fara í dýrar aðgerðir til að ná heilsu aftur. Óhóf og græðgi gerir ykkur svona feit það er nú bara staðreynd.

óli (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 16:36

18 identicon

Ertu kannski öryrki af því að þú ert offitusjúklingur?

Það mætti frekar eyða peningunum/bótum í fólk með alvöru vandamál sem þau ráða ekki við eða hafa ekki áunnið sér sálf eins og t.d. langveik börn. Hugsið ykkur að á meðan þið eruð að borða á við marga, fáið svo bætur í þokkabót, þá er fólk að berjast við alvöru sjúkdóma og deyja.

Ég er að mörgu leiti sammála Óla þótt ekki séu allir offitusjúklingar  sem geta gert eitthvað í þessu. Fólk þarf bara að hreyfa sig aðeins og borða minna.

Ég er ekki að reyna að vera leiðinlegur, bara að segja mína skoðun

Takk fyrir.

Gunni (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 16:38

19 identicon

Og hvar er myndin af þér Óli/Óla svo við getum metið þig eins og hrút á hrútasýningu eins og þú gerir við okkur. Svo væri allt í lagi fyrir þig að skrifa undir nafni en það er greinilega betra að setja út á útlit fólks undir leyninafni. Mér finnst reyndar hjartalag fólks skipta miklu meira heldur en útlit og atgerfi. Þér væri nær að sýna fólki umburðalyndi heldur en hroka.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 16:54

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Váts, voðalegt ergelsi er hér í gangi hjá Óla priki  ... 

Kæri Óli, ef þú ert svona ánægður með þig, þá værir þú varla svona reiður út í aðra og kynnir fingrum þínum forráð á lyklaborðinu.

Sting upp á að allir Ólar þessa heims elski friðinn og strúki á sér marflatan kviðinn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.8.2009 kl. 17:18

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef þekkt fólk eins og Óla, flott og fitt og ekkert að, bara ekkert, sumt af þessu fólki dó um fimmtugt úr hjartaáfalli. Vertu slakur Óli minn og ekki hætta þér inn á þær brautir að ætla Millu eða öðrum eitthvað sem þú veist ekkert um,  hefurðu heyrt um sjúkdóma sem gera það að verkum að þú getur ekki gengið eðlilega???   veistu hvað gerist???? þú fitnar því þú nærð ekki lágmarkshreyfingu og heilsan versnar. Passaðu orðbragð þitt í garð þeirra sem veikir eru, það er auðvelt að rífa sig undir dulnefni og hrauna yfir fólk, passaðu þig að heiftin í þér bíti þig ekki í rassinn. Þú hefðir gott að því að eyða eins og tveim dögum með Millu, þér mundi aldrei leiðast framar.  En með þessa stóla Milla, þá finnst mér þetta snilld og líka að hafa þá bláa, þá er gott fyrir fólk að sjá þá en það er óþarfi að merkja þá með "offitusjúklinga merki". Kveðja norður

Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 17:47

22 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Greinilega, Pétur, annnars er hún/hann eitthvað ga, ga.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 17:52

23 Smámynd: Haukur Viðar

Fólk eins og "Óli" er ekki merkilegur pappír. Hlustið ekki á hann.

Það ber vott um gríðarlegt óöryggi að veitast að fólki í orðum eins og hann gerir. Líklega er það þó alveg rétt hjá honum, að hann sé grannur. Verði honum það að góðu.

Hans vandamál ristir líklega dýpra. Hann upphefur sjálfan sig á kostnað annarra. Dramb er falli næst, sagði skáldið og svo framvegis. Ef auðmýktin er engin þá er hamingjan heldur engin.

Ég er í yfirvigt. Vildi gjarnan missa þyngd. Hjóla og borða hollt. Að sjálfsögðu tek ég ég misgáfulegar ákvarðanir varðandi það sem ég læt ofan í mig, eins og allir, en þetta er lítið til að æsa sig yfir.

Einhvern daginn mun "Óli" síðan fara að eiga erfiðara með að halda sér í formi og svona, gangur lífsins. Pungurinn og brjóstin síga í átt til jarðar. Hægðirnar líka.

Ojæja..........

Haukur Viðar, 25.8.2009 kl. 18:06

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei Jónína, en fer í það.


Óli minn þú kannt sko ekki að sjá út fólk, hún Jónína er nú sú mesta hófskona sem til er hleypur um og gengur á fjöll þú ættir að heimsækja hana þá fengir þú aðra sýn á lífið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 18:26

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gunni ef þú ert að spyrja mig þá er ég öryrki vegna fæðingargalla í hjarta og svo er ég með slitgigt á háu stigi brjósklos og margt annað, en skal láta þig vita að ég vann þar til ég datt niður í geng.
Stilltu þig svo góðurinn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 18:30

26 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það væri gott að fá að sjá mynd að honum Óla, en er nú alveg viss um að hann er kona. svoleiðis er nú það Jónina mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 18:32

27 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jóhann magnúsar þú ert frábær að vanda, takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 18:33

28 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta eru flottir stólar Ásdís en merkingin er óþörf.

Takk svo elskan fyrir það sem þú segir, en ef við værum nærri hvor annarri þá mundum við halda námskeið fyrir svona "Óla"
Knús og kveðjur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 18:35

29 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Haukur Viðar, frábær ertu í alla staði, og það skal ég segja þér ef þú ekki veist það nú þegar að þeir sem hafa aðeins á sér mör eru alltaf kátir og eru ekki að atast út í hvorki eitt eða neitt.
Takk fyrir mig.
                    

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.8.2009 kl. 18:40

30 identicon

Mér þykir leitt að heyra það Guðrún og ég óska þér alls hins besta.
Ég vil aftur taka það fram að ég var ekki að reyna að vera leiðinlegur. Það eru bara svo margir sem eru of feitir og þurfum við hin að borga hnjáaðgerðir og bakaðgerðir vegna þess, þegar svo marga aðra vantar pening. Það hafa ekki allir afsökun fyrir sinni offitu.

Þú finnur ekki stilltari mann en mig.

Gunni (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 20:38

31 identicon

Ég er svo innilega sammála Gunna. Og ég er ekki reiður eða pirraður á feitafólkinu. Enn mér finst eins og mörgum að offita sé eitthvað sem fólk ætti að geta verið án. Og þó að fólk sé td fallað þá þarf það ekki að verða feitt. þetta er nr 1,2 og 3 spurning um að kunna sér hóf. Enn það má aldrei segja fólki sannleikan þá fer það í fílu. Feita fólkið vill eins og reykingamaðurinn með ónýtu lungun láta segja sér að það sé með slæm hné og of háan blóðþrísting vegna erfða eða annars. Það þolir ekki sannleikan sem er að það kann sér ekki hóf. Græðgin er að drepa feitafólkið í orðsins fylstu.

óli (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 21:57

32 identicon

Jaaa hérna... voðalega finnst mér þessi Óli lélegur að geta ekki komið undir fullu nafni eða gefið upp einhverjar upplýsingar um sig.  Ég held að það segi nú bara allt sem segja þarf um þennan sjúkling   Maður sem hefur svona mikla þörf fyrir að hrauna yfir fólk sem á við vandamál að stríða hlýtur nú að vera mjög bitur út í lífið... og bara það að þora ekki að koma undir nafni gefur til kynna að hann hafi ekki efni á svona tali.. sama hvort hann sé feitur eða ekki ... það er augljóslega eitthvað að    

Örvar Ingi Jóhannesson (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 23:40

33 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Mig langar að taka það fram að það er aldrei fallegt að dæma fólk og setja alla feita undir sama hatt. Sumir stríða við geðræn vandamál og aðrir við líkamleg vandamál og jafnvel bæði. Óli ætti aðeins að róa sig. Þó vil ég líka segja að ég hef á síðustu fimm mánuðum létt mig um tæp 18 kg, bara með sundi og gönguferðum og jafnframt tekið mataræðið í gegn. Þetta er hægt, vilji er allt sem þarf. Að mörgu leyti er Óli að fara með rétt mál þó ég vilji ekki taka svo djúpt í árina sem hann gerir.

Það eru bara mjög margir sem hafa ekki nægilega löngun til að létta sig af því þeir komast upp með það alltof lengi að vera of þungir. Þetta er svoooo lítið mál, það þarf bara að byrja rólega og fikra sig áfram. Ég er sjálf með vefjagigt og slæm hné, það er í raun ekki afsökun fyrir hreyfingarleysi. Málið er bara að standa upp og drífa í hlutunum og það kostar ekkert að fara í göngutúr - mjög ódýrt í sund og frítt fyrir öryrkja :)

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 26.8.2009 kl. 00:19

34 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er gott að þú ert stilltur Gunni minn, en sjáðu til þegar ráðist er á fólk þá er ég ekki að tala um mig, heldur þá sem eru geðveikir, þunglyndir, í mikilli sorg, eiga við allskonar fötlun að stríða sem raska félagslega umgengni við aðra og bara allskonar sjúklingar sem of langt mál væri að tala um hér, þá get ég orðið svolítið sár, ég hef kynnst þessu fólki í gegnum mína sjálfboðavinnu, sem gefur bæði mér og þeim afar mikið.

Þó ég sé öryrki og þurfi að vera á lyfjum sem halda í mér lífinu, þá er ég alltaf í góðu skapi vinurinn, því mér finnst lífið yndislegt og allir þeir sem arga þrasast út í allt og alla ættu að skammast sín, við getum alltaf gert gott úr málum.

Aðeins að segja þér að þó ég sé þessi sjúklingur þá þarf ég aldrei fríkort því ég fer svo sjaldan til læknanna minna að ég næ aldrei því marki, sem betur fer, ég fer í gangráðaeftirlit 2 á ári og þar er ég send í blóðprufu því það þarf að fylgjast með hvað þessi eitur sem ég tek gera, þess á milli læt ég þá helst vera þessar elskur þarf eiginlega ekki að tala við þá fæ mína lyfseðla bara senda rafrænt í apótekið.

Svo er ég alveg að komast á aldurinn og þá verður nú fjör, að mér skilst.
Ef þú lest bloggið mitt aftur í tímann þá sérðu hvernig bloggari ég er.
Kær kveðja til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 08:02

35 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óli þú skalt gera þér grein fyrir því að þú ert að móðga fjölda manns í málum sem koma þér ekkert við, þú talar um að við skattgreiðendur þurfum að borga fyrir þetta fólk. Já ég borga nefnilega mína skatta þó öryrki sé svo er ég búin að borga allt mitt líf í sjóði og skatta þannig að þeir sem verða fyrir því að veikjast eiga þetta inni, þú getur kannað það hjá þínum sjóð hvernig þetta virkar það er að segja ef þú veist ekki bara afar vel um þessi mál nú þegar.

Kúnstugt, þú ert eiginlega sammála Gunna, en telur græðgina vera að drepa þá sem feitir eru, en eru ekki fleiri með græðgi?

Svo skaltu hætta þessu rugli vinurinn því þú veist ekkert hvað þú ert að tala um, hlýtur að vera að þú sért Róbót, engar sýnir þú tilfinningar, ekki frekar en róbótinn minn sem þrífur gólfin hjá mér og þarf ég bara að þrífa skítinn út úr honum eftir hverja notkun, ert þú búin að þrífa hjá þér?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 08:15

36 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Örvar Ingi og rétt er það að Óli á við vandamál að stríða.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 08:17

37 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Adda Guðrún til hamingju með þín 18 kg þú ert rosalega dugleg og ég meina það, ég missti líka 14 síðastliðið haust og var rosa ánægð.

Þú talar um að nokkuð sammála sért Óla, en hvað ertu sammála honum um,
hann rökstyður ekki sitt mál á neinn handa máta bara hraunar.
Það eru mjög margir þættir sem koma til er fólk er of feitt og sjaldnast eru þeir í byrjun af völdum græðgi, ég hef kynnt mér þessi mál ásamt sjúkdómum og helstu orsökum offitu og við höfum ekki leifi til að hrauna yfir aðstæður annarra.

Skemmtilegt finnst mér, að ég blogga í mesta sakleysi um þessa frétt sem gerist úti í Brasilíu og er að hæla stólunum, allir eru að kvarta og kveina um of lítil sæti, meira að segja granna fólkið, svo fara kommentin á þessa leið, en allt í lagi bara búið að vera skemmtilegt.

Takk fyrir þitt innlegg og gangi þér vel með þitt líf og farðu vel með þig svo þú fáir ekki verri gikt en vefjagikt, ég nefnilega byrjaði bara með hana svo er ég komin með +++.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 08:32

38 identicon

Til Óla og Gunna: Við þurfum líka að borga meðferðir fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein, hjartasjúkdóma og aðra neyslu- og stresstengda sjúkdóma. Svoleiðis er lífið bara. Fólk getur líka fengið illt í hjartað af því að vera svona reitt og heiftugt alltaf ÓLI ....svo passaðu þig bara.

Feitt fólk er oft feitt einmitt af því það borðar vitlaust og oft OF LÍTIÐ!! Og margir hafa efnaskiptasjúkdóma eða ógreinda sykursýki sem gerir það að verkum að það leggur ekki af. Aðrir eru líka með fleiri undirliggjandi sjúkdóma, eins og hún Guðrún hér, sem gera það kannski að verkum að það getur ekki hreyft sig eins og við hin sem erum hraust! Hættu svo þessum hroka Óli ...þú ert ekki fullkominn frekar en aðrir!

p.s. svona áður en þú ferð að drulla yfir mig líka...ég borða hollt, er grönn, og hreyfi mig mikið ....en engu síður get ég fengið sjúkdóma rétt eins og annað fólk. 

Gangi þér allt í haginn Guðrún!

Sigrún (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 11:57

39 identicon

Jáhá...

Ég þekki þig ekki neitt Milla en veistu ég er orðlaus á þessum látum í Óla. Tillitslaus maður/kona sem felur sig bak við tölvuna ALLAN daginn.... allanvega af kommentunum að dæma er eins og hann sé bara í tölvunni allan daginn,,,, Vonandi ertu í vinnu Óli minn og sinnir henni eða ættir að fara að gera það!!! Fólk kemst ekki langt í lífinu á hroka!!! Þannig fólk mun aldrei finna alvöru hamingju... svo er það ekki þitt að dæma í þessu lífi farðu nú og hugsaðu um þig og þína... vertu ekki að kafa ofaní hversmanns kopp!!

Gangi þér vel Milla :)

Kveðja Sirrý

Sigríður Sigurbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 12:04

40 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Sko....það sem ég get verið sammála Óla um er að það að hreyfa sig og borða hollt er í raun mjög auðvelt og kannski oft hægt að kenna um pínu leti að fólk gerir það ekki. Það þarf náttla að aga sjálfan sig heilmikið.

Annað er ég ekki sammála Óla um því mér finnst hann vera frekar dónalegur og það er aldrei fallegt að dæma fólk að ósekju.

Gangi ykkur svo öllum vel í ykkar baráttu :)

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 26.8.2009 kl. 12:07

41 identicon

Nei er ekki í vinnu. Ég er í sumarfríi. Það var e h að velta því fyrir sér hér. Sko ég skal reyna að segja þetta aftur. MÉR ER EKKI ÍLLA VIÐ FEITT FÓLK. Enn Það að það sé of feitt er þeim sjálfum að kenna. Ekki mér eða öðrum að kenna. Ef ég borða of mikið þá verð ég feitur þannig að ég passa mig á að borða ekki of mikið. Þetta er spurning um aga. Ég þekki líka fólk sem er að drepa sig á því að reykja,þar vantar aga og sjálfsstjórn líka. Ég á góðan vin sem er læknir og hann hefur oft talað um það hvað það er erfit að hjálpa feitafólkinu því það vill ekki heyra sannleikann!

Það vill fá pillur og fer svo að bulla e h um að það sé nú ekki of feitt og fer svo út í fílu þegar hann reynir að fá það á viktina! Ofdrykkja,reykingar,ofátt og kynlífs rugl á Einkamál. Þetta er allt eitthvað sem einstaklingurinn ber alla, ALLA ábyrgð á einn. Enginn nema viðkomandi ber þessa ábyrgð.

Þetta er staðreyndin og sættið ykkur við það. þið eruð að drepa ykkur á ofáti og GRÆÐGI! Ekki fara í fílu út í mig,ekki er ég að troða ofan í belginn á ykkur frekar enn læknirinn ykkar!

óli (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 13:38

42 identicon

Óli ...mikið er það heppilegt að þú ert ekki læknir og vonandi kemurðu ekki nálægt heilbrigðiskerfinu. Sjúklingar hafa ekkert við svona svart/hvítt fólk að gera eins og þig.

Það hefur enginn hér verið að kenna þér eða öðrum um sína veikleika. Satt er það að fólk þarf að taka ábyrgð á eigin heilsu, en þú þarft líka að taka ábyrgð á því sem þú lætur út úr þér...

Mér finnst þessi skrif þín reyndar benda til að hér sé á ferð heldur grunnhygginn persóna. Svo hættu nú bara að ausa drullu yfir fólk .... og farðu að huga að eigin heilsu ...því eins og ég sagði áðan...þá fer heift og reiði illa með hjartað og sálarlífið ...og þó þú segir annað þá er ekki hægt að lesa neitt annað út úr þínum skrifum en að þarna sé á ferð manneskja semá eitthvað erfitt andlega.

Sigrún (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 13:52

43 identicon

Ja hérna hér.... Ef ég ætti að dæma þessa umræðu þá myndi ég segja að Óli sé manneskja sem les blogg fólks allann daginn til að geta skapað sér "fight" í tölvunni... er sjálfsagt einmanna sál sem hefur ekkert að gera og ekkert að segja.. vikar eins og hann sé týndur í eigin hugarheim sem er fullur af hroka og græðgi eins og hann sjálfur...

 Milla takk fyrir skemmtilegt blogg og vonandi þú fáir í framtíðinni frið fyrir þessum leiðindar Ólum sem allt hafa á hornum sér.

Sesselja Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:02

44 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

HÉR SÉ STUÐ. Óli ekki alveg hættur að lýsa eigin fullkomnun, HANN hefur lausnina.  Mig langar bara að spyrja þig að einu Óli, hvernig mundir þú dæma manneskju sem fæddist hjartasjúklingur hefur lent í þrem slysum, var alltaf of horuð vegna veikinda, fór svo nýlega í fjórar aðgerðir vegna skemmda í baki og á hnjám, fitnaði um 18 kíló og varð þar af leiðandi allt í einu of þung, miða við staðla. Ber hún ábyrgð á þessu öllu ALEIN???? hættu svo þessum dæmalausa hroka, þú ert týpiskur besservisser sem heldur að þú hafir efni á að hrauna yfir aðra, bara af því að þú ert í kjörþyngd og hreyfir þig, guð forði þér frá veikindum því þú mundir gefast upp STRAX.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2009 kl. 14:34

45 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Sigrún mín og ég sendi þér góðar kveðjur og þetta var vel mælt hjá þér

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 15:47

46 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Sirrý, svo rétt að þeir sem eru með hroka verða aldrei hamingjusamir.
Kærleik til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 15:49

47 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gangi þér sömuleiðis vel Adda Guðrún og vonandi ert þú á góðu róli með giktina þína.
Kveðja til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 15:52

48 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún kemur vel inn á svör til Óla svo ég bæti engu við þar.
Takk fyrir mig Sigrún.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 15:56

49 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér sömuleiðis Sesselja og vertu ávalt velkomin.
Veistu að víð bloggarar lendum alltaf í svona fólki, en yfirleitt lætur það sig í vitleysunni.
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 15:59

50 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásdís mín þú mælir af reynslu því þú ert að segja þína sögu og get ég vitnað um það, og svona menn eins og Óli ættu bara að skammast sín og hugsa hvað margir hafa lent í erfiðleikum og sorg sem erfitt er að gleyma.
Knús til þín elsku vinkona
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 16:03

51 identicon

Jæja, elsku Milla mín, það er stuð hjá þér!

Knús til þín, nafna mín

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 17:31

52 identicon

Já það var hér sem stuðið var.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 19:29

53 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já nafna mín, fjörið er hjá mér þessa daganna, hélt nú ekki að ég fengi þessi viðbrögð

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 20:29

54 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý hvar hefur þú eiginlega verið, þetta byrjaði í gær svaka fjör.
Knús í krús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 20:30

55 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú rataðir á það Jónína mín
Knús í sveitina
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 20:31

56 identicon

Heilsan er nú það mikilvægasta sem maður á það vita menn nú samt yfirleitt ekki fyrr en menn hafa prófað að missa hana.....

En frekar myndi ég nú vilja vera 150 KG heldur en jafn leiðinlegur og hann Óli vinur okkar.....

Maggi (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 21:12

57 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já segðu Maggi minn, að vera skemmtilegur er málið ekki að vera neikvæður það skapar bara veikindi á fólki, en það gerir Óli sér ekki grein fyrir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.8.2009 kl. 21:31

58 identicon

 Það er nú alveg á tæru Milla mín að hann Óli er með niðurgang og Adda er að skeina honum.

 Segi nú ekki annað en hvað er að þessu veslingsfólki mikið Djö. er hún Adda heppin að geta hlaupið af sér spikið og borðar hollan mat.

 Hve margar ferðir fór hún upp á Esjuna á dag er það ekki í tísku í dag og allir sem vettling geta valdið æða upp á þann hól og þykir víst afrek sem mér er lífsins ómögulegt að skilja og er ég alin upp þar sem fjöll eru til staðar.

 Elsku Milla mín mikið hlakka ég til að grilla með þér aftur, kær kveðja til Gísla.

 Milla veit hver egvania er og er það víst ekkert felumál á þessu bloggi, tel mig aldrei hafa ástæðu til að vera í felum hér.

Óli vonandi ferðu nú að lagast í maganum eða er þetta harðlífi.

egvania (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:46

59 Smámynd: Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Kæra Egvania...ég þakka fyrir kveðjurnar til mín. Ég fór ekki á Esjuna í dag og hef ekki farið þangað lengi. Ég hreyfi mig bara daglega og borða hollan og góðan mat. Ég er búin að finna hvað það er gott að létta sig og vera í kjörþyngd, hef verið akkúrat þar sem þið mörg eruð og vil ekki fara þangað aftur. En það kostar aga að koma sér í form og ansi margir sem hafa hann ekki því miður :(

Ég frábið mér að ég sé að skeina Óla, geri lítið að því þessa dagana að skeina fólki, enda held ég að Óli sé fullfær um það sjálfur. Hann virðist sjálfur vera í heilsugírnum og er það vel. Ég endurtek að ég tek ekki undir dónaskap hans til ykkar en tek undir ýmislegt annað sem hann hefur sagt.

Það er ekki mikill vandi að byrja að hreyfa sig, við hér á Íslandi höfum svo gott loft til að anda að okkur og göngutúrar kosta ekki krónu.

Af því að þú kæra Egvania hefur vissar áhyggjur af því hvað ég geri á daginn tek ég fram að ég synti 500 metra í morgun og fór klukkutíma göngutúr síðdegis. Þetta eru nú engar öfgar sem ég geri en ég næ að létta mig um 1/2 - 1 kg á viku með þessu. Jafnframt því tek ég út sykur og aukafitu og les utan á matvælin svo ég viti hvað ég er að láta ofan í mig. Er það eitthvað sem kallast óeðlilegt?

Endilega láttu mig vita hvað þér finnst skakkara við minn lífsstíl en þinn...

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 26.8.2009 kl. 22:58

60 identicon

Hefur einhver hérna heyrt um matarfíkn??? Var bara að spá :)

Jonní.. (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 23:40

61 identicon

Wow ef það sama virkaði á alla, væri heimurinn ekki æðislegur.

Ég eg gift manni sem getur ekki fitnað, maðurinn fer 4 ferðir á hlaðborðið en ég læt mér nægja eina ferð, því ég fitna ;)

Held að Ólar heimsins ættu að hugsa aðeins um að sem betur fer erum við ekki öll alveg eins. Og í sambandi við heilbrigiskefið, fólk af öllum gerðum og stærðum kostar peninga. Fólk sem hefur ofþjálfað og er búið að eyðileggja á sér hnéliði ofl, fólk sem hefur unnið erfiðisvinnu, ekki bara reykingafólk og offeit fólk. Þessvegna borgum við skatta. 

Íris (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 08:39

62 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Egvanía mín þú ert frábær að vanda, hvernig hafið þið það á skaganum með vondu lyktinni?

Kærleik til þín ljúfust og kossar til Finns.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2009 kl. 08:44

63 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Adda Guðrún ég svara bara hér því egvanina er í fríi svo ekki veit ég hvort hún kemur aftur inn til að svara þér.
Þinn lífsstíll er bara góður, heilsa þín leifir að þú syndir og labbar, sjálfsagi þinn kemur því til leiðar að þú borðar minna, sem er allt eftir uppskriftinni.
Ef þú værir í mat hjá mér í mánuð mundir þú ekki fitna um gramm, bara léttast.

Egvanina mín er búin að lenda í hverju slysinu á fætur öðru og á afar erfitt með að hreyfa sig, er frábær kona og afburða skemmtileg og eitt á hún sem vantar svo í þjóðfélagið í dag, það er góða skapið, góða fjölskyldu og það sem mest er vert, kærleikann. Ég hef sjaldan séð hjón sem eiga neistann eftir öll þessi ár. Yndislegt.

Ég átti einu sinni kunningjakonu sem fór alltaf eftir bókinni með alla hluti, en hún fann aldrei hamingjuna, hún fattaði það of seint að maður þarf að slaka á og sýna af sér kærleika.

Ég er ekki að meina þetta til þín því ég þekki þig ekki neitt, en orðið agi eða sjálfsagi á ekki að vera til því það á að vera svo eðlilegt að lifa heilbrygðu lífi og þó svo maður fari í geng út af hinum ýmsu ástæðum og bæti á sig þá er alltaf möguleiki að snúa við blaðinu ef maður á kærleikann.

Kveðja til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2009 kl. 08:59

64 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jonní já hef heyrt um hana og gæti sagt heilmikið um hana hér ef umræðan fer inn á þá braut, matarfíkn, áfengisfíkn, reykingarfíkn, eiturlyfjafíkn, spilafíkn og lengi gæti ég talið, allt eru þetta fíknir sem teljast til veiki.
Á mínum aldri er komin reynsla og vitund um svo margt og mikið hef ég lesið um hina ýmsu kvilla í heilbrigðis geiranum.
Takk fyrir þitt innskot.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2009 kl. 09:07

65 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er akkúrat málið Íris, við þurfum misjafnlega mikið og fólk sem er að þjálfa er okkur dýrasta fólkið, það kom fram í einhverjum skýrslum sem ég las, en auðvitað verðum við að vera gott fordæmi fyrir börnin okkar og vera í góðu formi, Staðlar sýna að of grannt fólk fær frekar sjúkdóma en þeir sem eru með smá hold.
Takk fyrir þitt innskot.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2009 kl. 09:11

66 identicon

Vá hvað þið þessar feitu eruð pirrraðar! Ekki er ég að láta ykkur borða of mikið! Ekki ráðast á mig. Enn ég held að feita fólkið sé svona leiðinlegt vegna þess að það er mikill skortur á kynlífi. Það eru ekki margir sem vilja fara uppá feitu frúrnar. Og það gerir þær fíldar. Enn þá gildir bara að bjarga sér sjálfar stelpur mínar!

óli (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 18:33

67 identicon

Bara að benda fólki á skondið konsept í sambandi við þennan Óla:

http://en.wikipedia.org/wiki/Troll_(Internet)

:)

Ragnar (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 21:03

68 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú ætla eg að láta staðar numið, nenni ekki að eyða fleiri orðum í svona kalla eins og Óla, veit hann ekki að feitt fólk er yfirleitt miklu glaðara, en að koma allt í einu með kynlíf inn í málið og sýna svona fádæma fávisku um möguleika á því sviði, ja, mér ofbýður hreinlega heimskan þín Óli minn. Held ég sé komin að þeirri niðurstöðu að þú ert sveltur kynferðislega, þessvegna líður þér svona illa.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 21:27

69 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragnar vissi þetta strax, en hef nú svolítið gaman að etjast á stundum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2009 kl. 22:08

70 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín enda ekki eyðandi meira púðri í hann blessað Troll-ið
Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2009 kl. 22:09

71 identicon

Ég segi nú bara Díses Kræst er það ekki eitthvað svona á prenti he, he.

Milla mín elskulegust þú ert alltaf sama perlan þakka þér fyrir falleg orð í okkar garð.

Svona til að fræða hann Óla sem er svona skammarlega fávís um kynlíf þá get ég nú bara sagt honum það að ég með öll mín aukakíló er búin að gera það þrisvar í dag og á eftir svona tvisvar fyrir miðnætti sko fyrir okkur sem erum orðin svona ferlega feit þá er þetta góð íþrótt, við verðum að nota hverja stund ef við eigum að klára kvótann áður en við hrökkvum uppaf vegna offitu. Mitt húsband er grannur en elskar hvert gramm á mínum líkama.

Svo er það þú fávísa Adda mikið ósköp er það sorglegt hvað þú er heimsk, hvernig má þetta vera á dögum fræðslu og þekkingar á öllu mögulegu bæði litlu og stóru.

Vilji er allt sem þarf !!!!!!!!

Ég segi nú bara Milla mín á hverju eru þau þessi þvílík heimska.

Milla mín sjáumst við tækifæri og endilega fáum okkur marenstertu, súkkulaði köku, frómas, ostakökur, ætli að ég geti ekki útvegað okkur mömmukökur en er ekki viss það er bara ágúst núna og ekki jólabakstur hafinn en aldrei að vita.

Kveð að sinni ætla að blogga smávegis fyrir svefninn.

Góða nótt þið bæði kæru vinir á Húsó. 

egvania (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:20

72 identicon

Ég verð að bæta hérna við minni þjáningu sem er alveg að fara með heimilisbókhaldið og er það þessi skelfilega fíkn mín sem tekur af mér öll völd og ég fæ engu við ráðið.

Ég dreg andann djúpt alla daga ef augun eru vel opin, ég get aldrei gengið framhjá án þess að stoppa og stynja ég fæ hnút í magann og verð máttlaus í hnjánum.

Ég lygni augum og þau senda frá sér glampa sem ekki fer framhjá nokkrum manni sem ég stend hjá eða sé á götu ég fæ vart sofið róleg næturlangt.

Milla þú veist hve mikið ég tek út ef ég sé flotta skó.

Knús.

egvania (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:30

73 identicon

Hvaða endalausa djö... meðvirkni er með öllum í öllu.
Það má ekki minnast á að einhverjir séu of feitir og að það væri ráð fyrir þá að breyta um lífsstíl.
Á öðrum bloggfærslum er fárast yfir því að gengið sé eftir því að atvinnulausir séu ekki að misnota kerfið. Þ.e.a.s. skráðir atvinnulausir og vinna svart og/eða vilja einfaldlega ekki vinna þó þeim bjóðist það.
Einnig er fárast yfir því ef haft er á orði að fólk svindli á kerfinu og láti skrá sig öryrkja. Samt vita flestir einhver dæmi þess að fólk við góða heilsu sé skráð 100% öryrkjar. Allavegana ekki meiri öryrkjar en svo að það stundar hestamennsku og á fjórhjól sem það getur þeyst á um öll fjöll.

Ég held að það sé komið yfirdrifið nóg af umburðarlyndinu og botnlausum náungakærleik sem gerir bara illt verra ef vel er að gáð.

Vissulega veit maður dæmi þess að fólk sé of feitt um af efnaskiptasjúkdómum eða útfrá lyfjagjöf. Hinsvegar leyfi ég mér að kvóta lækna og aðra marga ágætis menn þegar þeir tala um offituvandamálið sem lífsstílsvandamál svona í almennri merkingu.

Ekki vantar grósku í skyndibita flóruna hér á íslandi þannig að fólk geti gripið með sér Dominos, Kentucky Fried eða eh annað álíka góðgæti til að góna á yfir Greys Anatomy, Lost og hvað þeir heita nú allir þessir þættir sem tröllríða sjónvarpinu.
Og svo má nú gjarnan skola þessu niður með Kóka Kóla og öðrum sykurbættum gosdrykkjum.

Er þetta einhvern óstjórnleg ólukka sem ég var að lýsa í málsgreininni hér að ofan en samt vil ég fullyrða að hún lýsir mörgum landanum sem á við offitu að stríða!

Hvernig væri að leggja það á sig að elda heima við og bjóða fjölskyldumeðlimum og ekki síst börnunum uppá hollan og góðan mat.
Hvernig væri að úthýsa sykurógeðinu í gosdrykkjunum og drekka einfaldlega vatn.
Ég hef látið kókið algjörlega eiga sig núna í tæpt ár en drekk því meira vatn og hreina ávaxtadrykki.
Hvernig væri síðan að slökkva á sjónvarpinu og fá sér eina góða gönguferð undir svefninn.

Nú er ekki hægt að úthúða mér fyrir það að ég sé ekki undir nafni og komi því það sem að koma skal.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 22:41

74 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kæru vinir, ég hlakka nú til að hitta ykkur ef þið komið ykkur heim einhverntímann, en annars er ég hætt að etja á þessari síðu, þú veist nú hvað ég hef gaman að þessu, maður fær sko kikk út úr svona skrifum, tala nú ekki um er ekkert kynlíf er í gangi
Skór já þeir eru okkar veikleiki og það er bara allt í lagi, var að lesa um tískuna sem verður næsta sumar, elska að lesa allt um tískuna enda búin að lifa og hrærast í henni alla tíð, vildi að við hefðum þekkst er ég var í sýningarstörfunum, þá hefði ég tekið þig með.
Knús til ykkar durdildúfurnar mínar
Milla og Gísli sem er komin á fætur og er að taka út úr uppþvottavélinni, vorum nefnilega vöknuð um 4 leitið, besti tíminn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2009 kl. 06:23

75 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott komment hjá þér Eggert, og þarna er ég þér hjartanlega sammála og aldrei fer ég á skyndibitastaði, eða kaupi samlokur, meira að segja er suður við förum þá er smurt nesti og ekki að ég sé að segja að þetta sé vondur matur á þessum vegasjoppustöðum, bara mér sem finnst þeir ógeðslega vondir fyrir utan lyktina sem yfirleitt er þar inni, svo er hægt ef þarf að kaupa sér yogurt og ávexti, eins og til dæmis í Varmahlíð.

Ég horfi aldrei á sjónvarp, nema fréttir sem ekki hefur verið hægt í marga mánuði, en get nú samt ekki farið út að labba.

Veistu er sammála þér um þessa sem komast á bætur og eru svo að stunda  vinnu eins og að hafa kostgangara og selja kleinur.

þú ert að lýsa hlutunum eins og þeir eru reyndar fer þetta eftir því hvort þú býrð út á landi eða á stór-Reykjavíkursvæðinu, ég er þaðan, en bý núna á Húsavík og ef þú kemur norður þá skal ég bjóða þér í heimatilbúna grænmetissúpu, því hér er sko eldað heima.

Ef einhver vill setja út á þín góðu skrif þá er þeim það velkomið, ekki geri ég það.
Takk fyrir innlitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2009 kl. 06:38

76 identicon

Óli er því miður mjög illa gefinn maður. Get ekki orðað þetta eitthvað fallegra.

Ég veit um eina manneskju sem ég nefni ekki með nafni hérna og það er heldur ekki ég. En þessi ákveðna manneskja hefur alla tíð átt í vanda með þyngdina og það ekki útaf áti. 

Uppáháldsmatur þess aðila sem um ræðir er vatn og grænmeti því þessum aðila finnst það einfaldlega gott. 

Snakk, popp, gos og annað slíkt fer ekki innfyrir varir þessara manneskju og hefur verið leitað læknisaðstoðar og allt mögulegt prófað en án árangurs.

Til eru fjölmörg svona dæmi sem ég hef heyrt um en þekki samt bara eina manneskju sem á við þennan vanda að stríða. 

Þú Óli er lágkúrulegur, illa upplýstur, helber dóni og illa innrættur miðað við þín komment. 

Þú skalt ekki dæma alla af því að þér þóknast það heldur skaltu hafa vit á því að þegja enda veit ég að sú manneskja sem um ræðir las þetta hérna og leið vægast sagt illa við það. 

Mér býður við fólki eins og þér sem veist ekkert, ákkurat ekkert um allt fólk en vogar þér að setjast í dómarasæti.
Segir offitusjúklinga borða of mikið þrátt fyrir að sumt fólk sem er í yfirvigt geri það bara alls ekki.

Hins vegar eru til offitusjúklingar eins og þú orðar það og feitt fólk sem kann sig ekki.
Samkvæmt því sem ég hef séð í sjónvarpi og tímaritum þá er þetta í flestum tilfellum alið uppí fólki af foreldrum.
Foreldrar hafa kannski ekki spáð í því í 16 ár hvað barnið fær og það elst upp við það sem því er gefið og það er ekki svo auðvelt að fara yfir í vatn,hreyfingu og hollt mataræði eftir öll þessi ár með djúpsteiktum og óhollum mat.

Ég bið þig afsökunar Guðrún ef ég er dónalegur hérna en þessi manneskja sem um ræðir er mér afar kær og ég verð mjög reiður þegar fólk hagar sér eins og Óli hérna. 

Júlíus (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 07:50

77 identicon

Takk fyrir gott boð í grænmetissúpu Guðrún!

Aldrei að vita nema ég þiggi það ef ég á leið um Húsavík.
Já ég er hjartanlega sammála þér með lyktina á þessum vegasjoppum og þessutan finnst mér þetta hamborgaragums og drasl sem að þeir bjóða uppá vægast sagt vont. Merkilegur andskoti að það séu fáir sem engir sem hafi metnað í það að bjóða uppá alminilegan mat þegar maður á leið um landið.
En þó eru þarna einhverjar undantekningar á sem betur fer.

En svona í grunninn þá þurfum við íslendingar heldur betur að taka okkur á í okkar lífsháttum hvort sem það er mataræðið eða aðrar neysluvenjur. Held að allir geti verið sammála um það.

Svo vil ég meina að sykurinn sem slíkur sé nánast algjört eitur og það má nálgast mikið af lesefni og tilvísunum í læknagreinar þar sem þeir tengja hina miklu neyslu á hvítum sykri við fjöldamarga sjúkdóma sem að hrjá nútímamanninn. 

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 08:52

78 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Júlíus þetta er allt í lagi þú ert bara að segja þína meiningu og tel ég hana rétta, ég þekki nefnilega einnig svona dæmi og þau eru mörg, þó hin séu líka til, þeir sem eru ofætur eru ekki eins sárir eins og þeir sem eru of feitir vegna einhvers sem engin getur gert að.

Vona svo sannarlega að vinkona þín jafni síg og segðu henni frá mér að standa keik í lífinu, hún er ekki síðri en aðrir þó þybbin sé

Kærleik til ykkar beggja

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2009 kl. 09:37

79 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eggert, sem betur fer eru til staðir sem hægt er að fá venjulegan mat, en okkur finnst bara best að hafa nesti, á vetrum förum við inn til að fá okkur kaffisopa og kannski eina kleinu.

Hvíti sykurinn er afleitur, en sykursætan er algjört eitur og það er hann sem veldur mörgum sjúkdómum, meðal annars þunglyndi og geðveilu, er nýbúin að lesa um það. Ef maður ætlar að fá sér gosdrikk þá er betra að hafa hann sykraðann og ljósann.

Rétt er að neysluvenja Íslendinga er ekki góð, unga fólkið kann ekki að spara eða nýta í botn það sem til er, tel að þessi kreppa verði jafnvel til góðs hvað það snertir að kenna fólki að nýta vel það sem það á.
Og ég tel að snobbið í landinu verði að hætta.

Ég fór að Geysi í sumar og þar sem ég er nýbúin að sleppa hækjunni síðan um síðustu jól þá sagðist ég bara fá mér kaffisopa í sjoppunni sem þarna var, hún er sem sagt blanda að minjagripaverslun, sjoppu og matsölu og veistu að ég var að æla þarna inni af brælulykt og fór bara út, og settist á stein fyrir utan, en mér var hugsað til alls þess sem ferðamenn keyptu þarna að það angaði allt af ógeðfelldri olíulykt.

Njóttu dagsins

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2009 kl. 10:02

80 identicon

Takk fyrir svarið Guðrún.

Ef þú last þetta á netinu varðandi sykursætuna þá þætti mér vænt um ef þú gætir sent mér link á það lesefni.

kveðja

Eggert

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband