Icesave flýtir ekki fyrir neinu

Við verðum bara að spýta í lófana og raða niður okkar lífi sjálf, enda er það skemmtilegast. Nú er að hefjast kornskurðar-tími hjá bændum sem það rækta, yndislegt, hafið þið prófað að baka brauð úr okkar korni, eða eldað og bakað úr bygginu sem ræktað er hér? Það hef ég, og ekkert jafnast á við bygg í staðin fyrir hrísgrjón, eða út í súpuna svo ég tali nú ekki um grautinn, gott er að eiga soðið bygg í ísskápnum þá getur maður gripið í það eftir þörfum, gat nú verið að ég væri byrjuð að tala um mat, en ég skora á ykkur að fara inn á síðuna hjá Móðir jörð, síðan er yndisleg.

Svo er það veðrið, þó mér finnist nú allt í lagi með veður svona yfirleitt, bara ef ég þarf ekki út, þá pælir maður nú aðeins.

Set hér inn smá klausu úr fréttinni langvinn veðurtrú.

Höfuðdagur er orð vikunnar hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, en dagurinn er einmitt í dag, 29. ágúst. Sú þjóðtrú hefur lengi ríkt að veður breytist um höfuðdag og haldist þannig í þrjár vikur. Samkvæmt gildandi tímatali er höfuðdagurinn 29. ágúst, en eftir tímatalsbreytinguna árið 1700 færðist höfuðdagurinn til 9. september og trúðu margir á að veðrið breyttist þann dag. Þegar það gekk ekki eftir var jafnvel miðað við Egidíusmessu 1. september.

Ég ætla að ákveða minn höfuðdag eftir því hvernig mér líkar veðrið, en vonandi verður hann 1/9
þá kemur góður haustkafli hjá okkur og þá er ég að sjálfsögðu að tala um hér norðan heiða.

Englarnir mínir þrír sofa náttúrlega ennþá inn í gestaherbergi, en trúlega fer nú Dóra mín að vakna.
Við ætlum á eftir í búð til að kaupa eitthvað gott í matinn í kvöld, svo fara þær heim því það er skólasetning á morgun, við höfum gert okkur það að reglu að fara við alla viðburði sem á Laugum hafa verið, og trúlega höldum við því til loka, en þær eru að klára næsta vor, englarnir mínir.
Það er varla að maður trúi því að þær séu orðnar 18 ára, mér finnst það hafa verið í gær sem þær fæddust, afi sagði í gær, hvenær áttu að vekja þær? ha sagði ég þær eru nú víst fullorðnar og ráða sér sjálfar, þær þurftu nefnilega fram í Lauga að vinna aðeins. Sko afi dedúar við þessar elskur sínar allar, mig líka, þvær af þeim lagar til eftir þær þá meina ég þær allar fjórar, Aþena Marey mín segir ef hún er beðin um að laga til, já en afi gerir það, "alltaf".

Jæja best að hætta þessu bulli og fara í sjæningu, eða svona er ég er búin hér í tölvunni.

Njótið dagsins ljúflingar, sama hvað þið eruð að gera.
Milla
Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er spurning hvort það fer að kólna í veðri hjá okkur á fróni eftir höfuðdaginn. Það hafa að minnsta kosti mjög oft orðið veðrabreytingar þennan dag. 

Hafðu það gott elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn mín kæra, en höfuðdagurinn er nokkuð óljós, gæti spannað alveg til 9/9 svo ég ætla að setja hann á 1/9, en svo kemur þetta bara í ljós.
Njóttu dagsins Jónína mín, við mæðgur erum að fara í bæinn að versla maður segir svona því ég bý upp á hól þá heitir það niður í bæ.
Ætlum að hafa kjúklingabringur í kvöld, trúlega ostafylltar með pestói.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.8.2009 kl. 11:11

3 identicon

Myndin á blogginu þínu minnir mig á höfrungana sem eltu Goluna þegar við silgdum hringin 2007. Hvað þeir eru fallegir.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 11:41

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þeir eru yndislegir, ég elska þessi dýr

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.8.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband