Það er gott að gráta

Sat hér í gærkveldi, var eiginlega bara að hugsa að það þýddi nú lítið að ætla að brjóta til mergjar öll heimsins vandamál á einum degi, heyri að það er svo gaman í sjónvarpinu og geng fram, sat þar til allt var búið, þá var ég búin að gráta af gleði, sorg, reiði og vanmætti.

Ég er stolt af okkur Íslendingum við stöndum saman er á þarf að halda og höfum alltaf gert. Ég er eins og ég hef alltaf verið hreykin af öllu okkar frábæra listafólki, á hvaða sviði sem það er og ekki lét það sitt eftir liggja í gær. Ég varð afar sorgmætt að sjá hvað margir eiga virkilega erfitt því þó maður viti um þá er maður ekki alltaf að huga að því, og allt þetta fólk sem lendir í að þurfa þarna inn á heiðursmerki skilið fyrir jákvæðnina.

Ætíð hef ég unnið mikið með sjálfsvorkunnar ástandið, sem ég kalla , það eru margir sem detta í það og vita svo ekki hvernig þeir eiga að komast út úr því, vita ekki einu sinni að það er í sjálfsvorkunn, en ég vona að allir þeir sem horfðu á þennan yndislega þátt í gær skilji hvað um er að ræða og sjái að það á ekkert bágt, hætti að væla yfir smámunum.

Reið er ég yfir því að það er búið að skera svo mikið niður, að eigi kann góðri lukku að stýra,svo er maður svo vanmáttugur, maður getur ekkert gert nema að væla heima í sófa, jú við getum heilmikið gert, bara að vera til staðar og vera brosandi og jákvæður.

Góðar stundir
.


mbl.is Rúmlega 113 milljónir safnast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2009 kl. 08:25

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Love you krútta mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2009 kl. 08:42

3 identicon

Þetta var glæsilegur árangur að söfnuninni fyrir Grensás. Það var líka svo gaman hvað margir litlir krakkar gáfu peningana sína. Vonandi verður nú hægt að gera eitthvað almennilegt fyrir þennan stað þannig að aðstæður verði bættar  og hann blómstri eins og hann á svo virkilega skilið. Þetta er sko sannkallaður kraftaverkastaður sem alltof lítið hefur verið í umræðunni.

Gott að þú gast grátið Milla mín það er svo hollt.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 11:21

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.9.2009 kl. 14:01

5 identicon

Góð færsla hjá þér !

Fjóla (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:07

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Jónína mín, já það er gott, og vona ég (eins og þú segir) að eitthvað komi út úr þessu, svo er bara að halda áfram og minna á.
Við erum svo fljót að gleyma, þessu sem öðru.

Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til þín Linda mín hjartahlýja kona

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2009 kl. 15:34

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Fjóla mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2009 kl. 15:35

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég horfði með andakt og þessi þáttur snart mig djúpt, Edda Heiðrún er líka algjör hetja í mínum augum. Ég dáðist að henni sem leikkonu, en dáist enn meira að henni í dag í þessari stöðu, þvílík KONA!

Knús -

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.9.2009 kl. 15:47

10 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 15:57

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég líka , og að horfa á öll leikbrotin sem voru sýnd, og bara allt, ekkert skrítið þó maður hafi vælt svolítið. Ég er enn þá klökk.

Knús ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2009 kl. 15:58

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til þín Ragna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.9.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband