Sjáið þennan óhugnað

Rafmagnsmöstur á Hellisheiði

Hvað þarf mörg svona möstur til að koma allri þeirri raforku
sem þarf í allt það sem er í gangi á suðurnesjum?

Fyrir utan sjónmengunina sem þau valda þá er það vitað mál
að loftið í margra mílna fjarlægð víbrar af rafmagni, og veldur
fólki ómældum óþægindum, sem og veikindum.
Þetta vita allir sem vilja vita það.

Þingmenn Suðvesturskjördæmis hafa verið kallaðir til fundar í hádeginu í dag til að ræða úrskurð umhverfisráðherra um að fella úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki verði sameiginlegt umhverfismat vegna Suðvesturlínu og tengdra framkvæmda.

Það á náttúrlega jafnt yfir alla að ganga, en eigi veit ég
hvort það hafi vakað fyrir umhverfisráðherra, eða eitthvað
annað.
Sagt er að eftir að umhverfisráðherra hafi kynnt sér málið
og sé bara um formsatriði að ræða, skil ekki alveg, ef um það
er að ræða, til hvers er þá gjörningurin, og er þá verið að
búa til vinnu fyrir einhverja? Eða að undirbúa frestun á málum
eins og svo víða.

Auðvitað á Suðvesturlína að fara í  sameiginlegt umhverfismat
þetta er nú engin smáframkvæmd og vel sjáanleg.

Björgvin kvaðst vona að úrskurður ráðherrans gengi ekki gegn
stöðugleikasáttmálanum né að hann tefði framkvæmdir við
álverið í Helguvík.

Ja hérna seinki ekki framkvæmdum, hvað með aðra staði á
landinu sem bráðvantar atvinnu-uppbyggingu, ekkert
hugsað um þá, bara öllu hrúgað á Suðvesturlandið.
Bara að benda á að gagnaver væri miklu betur sett til dæmis
á norðurlandi.


Ekki ætla ég að ræða staðsetningu álvera, það er nú til skammar
hvernig staðið er að þeim málum, og það kemur ekkert því við
hvort ég er með álverum eður ei

 

 

 


mbl.is Úrskurður umhverfisráðherra veldur mikilli óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg greinilegt að þú ert ekki alveg með í þessu.

Í fyrsta lagi er fáránlegt að setja þessa línu í sameinilegt umhverfismat MEÐ álverinu, þar sem nota á línuna fyrir annað en bara rafmagn þangað, eins og t.d. í gangaver. Það er ekki verið að tala um að línan þurfi ekki að fara í umhverfismat... það tekur bara margfallt lengri tíma að gera það fyrir allt svæðið í einu og þannig tefur það fyrir atvinnuuppbyggingu.

Í öðru lagi þá mun það ekkert flýta fyrir framkvæmdum annarsstaðar á landinu þó að þeim seinki á SV-horninu, eða á Reykjanesi, það sem atvinnuleysi er hvað mest á landinu... Ég er alveg viss um þeir einkaaðillar sem standa fyrir þessu gagnaveri hefðu hugleitt norðurlandið ef öll raforkuver sem stóð til að gera þar hefðu ekki verið sett í sameiginlegt mat með álverinu á Bakka. Sérðu núna hversu heimskulegt það er að tengja þessi möt öll saman?

Í þriðja lagi... staðsetningar á álverum? Geturu komið með dæmi um hvar þau væru betur komin, þau 3 sem fyrir eru og síðan Helguvíkin og það sem stóð til að gera á Bakka, áðun en umhverfisráðherran stoppaði allt þar líka?

Arnar (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:13

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Held að þú sért ekki með á nótunum heldur.
Ég er að tala um að gagnaverið hefði  verið betur sett á norðurlandi, þá meina ég í Húnavatnssýslu og eða skagafirði.

Nei það flýtir ekki fyrir  neinu hér þótt seinkun verði fyrir sunnan, en þeir áttu aldrei að setja stopp á framkvæmdir hér á norðausturlandi.

Hvað staðsetninguna snertir þá eru þessi álver vel staðsett, en svo er allt hitt sem á að koma fyrir sunnan hin stóra spurning.

Það verður ekki gaman að koma suður í heimsókn þegar loftið er farið að víbra af rafmagni.

Takk fyrir þitt innlit

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband