Uppreisn?

Sporðdreki: Það er eitthvað innra með þér sem vill gera uppreisn. Ef þú getur ekki galdrað þá upp úr skónum með gáfum þínum, skaltu reyna að ganga fram af þeim.

Uppreisn, já auðvitað vil ég gera uppreisn, en ef það hefði eitthvað að segja að knýja fram mína löngun eða skoðun þá mundi ég reyna það, en vitið það er ekkert gaman að lifa með fólki sem væri þá komið alveg yfir á mína línu og segja bara, já og amen við öllu, mundi nú bara æla fyrir rest.

Að galdra og ganga fram af fólki er afar spennandi kostur að mínu mati, ég fæ mikið kikk út úr því, en ég verð helst að sjá viðbrögðin. Ef ég heggur aðeins of nærri einhverjum þá fæ ég sko viðbrögð.
Spennandi.

Jæja en í dag er komið að því að fara til bæklunarlæknisins á Akureyri, vona að ég hitti yndislega læknaritarann sem ég beit hausinn af um daginn, nei bara til að biðjast afsökunar, einu sinni enn.
Ég á að mæta hjá honum klukkan 14.00

Fyrst er á áætlun að fara smá í búðir, síðan ætlum við á Greifann í súpu, salat og brauð og hitta vonandi skemmtilega vini, en við reynum að hittast þau sem geta þegar sveitafólkið kemur í kaupstað, (sko við). Veit svo ekki hvað ég verð hress eftir lækninn. Dóra mín kemur með okkur.

Gef ykkur skýrslu í kvöld.
Njótið dagsins krúsidúllur
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 20.10.2009 kl. 07:53

2 Smámynd: Valdís Skúladóttir

 Já góðan daginn   Milla.

Það eru fl sporðdrekar vaknaðir en þú

Góða ferð í    kaupstaðinn  og gangi þér vel hjá dogsa

 bið að heylsa 

Þeim    sem koma í súpu  á  Greifann.

                     Vallý

                   

Valdís Skúladóttir, 20.10.2009 kl. 08:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Njóttu dagsins Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 08:58

4 identicon

Þetta verður örugglega góður dagur hjá þér Milla mín. Gangi þér vel og vertu ekkert að afsaka þig við stelpuna hún hefur örugglega oft séð sporðdreka gjósa.

Knús

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband