Lífsstíllinn minn.

Já þá eru það smá skriftir, hér fyrir um mánuði síðan sagði ég frá því að ég væri 119 kíló. Ég sagði ykkur jafnframt í ágúst í fyrra að ég væri að byrja í lífsstílsbreytingu, það gekk bara vel og missti ég að mig minnir 13 kíló, síðan eftir jól datt ég í það, þá var ég á hækjunni með brjósklos og vorkenndi mér svo mikið að mér fannst nú í lagi að raða í sig. Nú ekki leið á löngu þar til ég þyngdist aftur og gerði ég nú ekki mikið með það, mundi nú bara redda því síðar.
veturinn leið, vorið og sumarið kom, tilhlökkun var komin í mína að fara í sumarfrí, en ekki tók ég mig á.

Fór svo í sumarfrí suður og borðaði eins og svín, það var grillað, brasað og borðaðir góðir eftirréttir, er þetta ekki allt svona þegar maður er í heimsóknum, jú einmitt, en það er engin afsökun fyrir því að drepa sig af ofáti.

Kynntist alveg yndislegu fólki í sumar og konan benti mér á félagsskap, sem ég kíkti á annað slagið á netinu. Byrjaði svo á fullu í þessu fyrir mánuði síðan, og er komin niður í 113 kíló sem sagt 6 farin í ruslið. Það er samt ekki mesta gleðiefnið, heldur það að hafa getað staðið við samkomulagið sem ég gerði við sjálfan mig.


Verandi búin að berjast í megrunarkúrum í 40 ár eyðileggja heilsuna á ofáti þá er þetta alveg yndisleg uppgötvun: ,,Að hafa vald yfir sjálfum sér". En ég get þetta ekki ein, það er nefnilega misskilningurinn sem hefur leitt mig í gegnum öll ár að ég taldi mig sko geta þetta ein og óstudd.
merkilegur er maður, kannski var búin að ná af sér tíu kílóum, kom einhver og sagði rosalega lítur þú vel út og þá fannst mér nú í lagi að fá mér að borða, nei vitið að það var aldrei í lagi, því ég er búin að vera ofæta svo lengi sem ég man, ekki að ég hafi verið feit er ung var, en þá var maður alltaf á hreyfingu og gat borðað að vild, en svo fór að halla undan fæti.

Í dag get ég þetta með hjálp Guðs, eins og ég sé hann, ég tala bara við hann eins og vin og bið hann að leiða mig í gegnum einn dag í einu.

Mér líður alveg yndislega vel, er sátt við sjálfan mig og aðra og ég mun getað hreinsað upp úr ruslatunnunni svo mér líki.

Má til að setja inn nokkrar myndir.

100_9058.jpg

Viktoría Ósk að lesa í kvæðabók.


100_9108.jpg

Frænkur í tölvuverinu

100_9110.jpg

Guðrún Emilía, Neró, Mikú og Sigrún Lea. Þetta eru dýrin þeirra

100_9113.jpg

Þau eru svo yndisleg

100_9097.jpg

Dóra mín með Aþenu Marey, þær eru sko góðar frænkur

100_9100.jpg

Svo verður Gísli minn að birtast öðru hvoru,
hann sem er alltaf kletturinn.

100_9106.jpg

Aþena Marey vildi endilega troða húfunni sinni á Neró

Ég er ríkasta kona í heiminum


Kærleik til ykkar sem lesa.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hvaða samtök eru þetta Milla?

Ragnheiður , 27.10.2009 kl. 19:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín, þetta eru OA samtökin og þau eru bara æði, sér í lagi vegna þess að það eru engar kröfur, engin sem stjórnar í þér þú ákveður þetta allt sjálf, ef ekki gengur þá ertu bara að svíkja sjálfan þig.
Sendu mér mail ef þú vilt fá frekari upplýsingar
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2009 kl. 20:37

3 Smámynd: Ragnheiður

Já ok ekkert mál :)

Ragnheiður , 27.10.2009 kl. 20:44

4 identicon

Sæl ljúfan !!

Ég elska líka mat meira en mig sjálfa.

En hvað er til ráða þegar húsbandið mitt er meistarakokkur ??

Með desert og alles.

egvania (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 20:50

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með þetta, mér finnst þú dugleg og það er svo gott að setja sér markmið og fara eftir þeim.  Ég hef t.d. ekki bragðað tár af áfengi síðan um miðjan júlí, langaði bara að vita hvort ég gæti sett mér markmið og staðið við það, þetta er bara ekkert mál, ég var svosem ekkert að sulla alla daga en tók stöku bjór og svo rauðvín, þetta er alveg ljómandi svona eins og það er í dag, setti markið á 1.nóv. en held bara að ég lengi það, þetta er svo gott.  Knús inn í nóttina.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2009 kl. 00:03

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyri frá þér Ragga mín, ætla að senda þér slóð í dag á áhugaverða síðu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2009 kl. 08:44

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Egvanía mín, veit allt um meistarakokkinn, manninn þinn hann er nú bara flottur þessi elska, þú þarft heldur ekki að grennast neitt, ert bara flott eins og þú ert.
Ég aftur á móti er að drepa mig á þessu og ég er ofæta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2009 kl. 08:48

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásdís mín og til hamingju sömuleiðis, áfengi hef ég ekki bragðað í mörg ár, reyndar aldrei verið háð því á neinn handa máta, og er yfirleitt á móti því bara vegna baranna, ef eitthvað er um að vera þá eru þau með okkur, svo er vín ekki gott fyrir giktarsjúklinga og als ekki fyrir mig sem einnig er hjartasjúklingur.
Haltu þér bara við það að drekka ekki elskan, það er bara betra.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2009 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband