Kynhegðun, samvinna eða einræði.

Ég viðurkenni alveg án blygðunar að kynlíf er eitt það yndislegasta, lostafyllsta og mest gefandi sæla sem gefst manni, þá meina ég með þeim sem maður elskar eða hefur lostafullar tilfinningar til, ekki get ég hugsað mér meiri sælu en þegar góð fullnæging hríslast út um allan líkama og ég er langan tíma í sæluvímu að ná mér niður, stundum næ ég mér ekki niður, vill bara meir og meir og það er bara allt í lagi.

Ég er ekki að tala um gelgjuástina, hún er voða sæt, hlý og góð, en maður hefur ekki þroska til að njóta kynlífs svona ungur, en ég minnist þessa tíma með gleði, það var alltaf svo gaman.

Að mínu mati hef ég aldrei misnotað kynlíf á neinn handa máta, meina aldrei haldið við eða notið samfara við gifta menn, aldrei selt mig eða notað líkama minn til að ná einhverju fram, sem ég vildi  fá. Ég misbauð aftur á móti sjálfri mér með því að leifa mínum X samfarir er ég var með æluna uppi í háls, bara til að halda frið, þó ég taki ekki dýpra í árina en það. Finn er ég skrifa þessar línur að sárindi fylgja þessu enn, gott samt að skrifa þetta niður og gefa þetta frá sér, verð frjálsari á eftir.

Í áraraðir naut ég ekki kynlífs nema þegar ég fróaði mér sjálf, gerði það oft og er nú bara stolt, því trúlega hefur það bjargað sálartetrinu mínu.

Vaknar spurning, gerði ég nóg til að koma á betra sambandi, reyndar gerði ég það, en það þarf nefnilega að vera hægt að tala við menn og það var ekki hægt að tala við X, hann hélt sér á stalli sem hét herra fullkominn. Ég reyndi til dæmis að segja, ættum við að prófa svona og vilt þú gera svona við mig? Svarið var, nei nei þetta væri miklu betra að fara eftir hans leikreglum, sem komu reyndar allar úr sömu smiðju, voru bara til að þjóna X svo er það var búið þá var dæst og masað um hvort hann hefði ekki verið æðislegur, þarf ég nokkuð að segja meira um svona sjálfselsku, held ekki. Svona kynlíf er ekkert annað en nauðgun

Eitt var afar óþolandi, ég var oftast ekki svaraverð, bara er X hentaði og vantaði eitthvað, sem ég átti að sjá um. Fyrst hélt ég að ég væri svona vitlaus að spurningum mínum væri ekki hægt að svara, en komst fljótlega að því að trúlega væri X að drepast úr minnimáttarkennd og þess vegna drottnaði X í kynlífinu.

Verð að viðurkenna að ég hef gaman að daðri og fannst það vera svolítið æsandi forleikur svona á meðan börnin voru ekki komin í rúmið, en það féll ekki í kramið hjá X, en ég hef alltaf daðrað út og suður sé ekkert athugavert við það svo lengi sem það er innan velsæmismarka, en örugglega finnst einhverjum daður ekki viðeigandi, held samt að ef fól er á móti því þá tengist það afbrýðisemi og  lágu sjálfsmati, en veit ekki.

Í dag ætti kynlífið að fara eftir efnum og ástæðum, sko ég meina heilsu og getu, en er lostinn kemur yfir mig, missterkur, en ef mikill þá er ekkert verið að hugsa um getu eða heilsu, bara skriðið í fangið á mínum manni sem er bara 12 ára gamall í mínu lífi og hann veit um leið hvað ég vil og það er yndislegt.

Konur og karlar þið sem voru/eruð þarna úti í sömu sporum og ég var í ættuð bara að prófa að gera eitthvað í ykkar málum, verið heiðarleg við sjálfa ykkur.

Eins og ég hef sagt áður er ég að vinna og mér finnst þetta vera skemmtileg vinna þó á stundum sé hún erfið. Ég er búin í mörg ár að vinna í mínum málum, ekki á hverjum degi eins og næstum núna, en í hrotum. Ég er afar glöð með mitt líf í dag, þó ekkert sé fullkomið.
Að sættast við líf sitt er nauðsynlegt.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert algjörlega frábær Milla mín.  Og þetta er mál sem þörf er á að koma með upp á yfirborðið, þó flestum finnist það vera einkamál og viðkvæmt.  Ég er viss um að þessi reynsla þín og upplifun hjálpar mörgum sem búa við það sama og þú gerðir.  Þetta hlýtur að hafa verið hræðileg reynsla.  Knús á þig elskuleg mín og takk fyrir kjarkinn og hreinskilnina.   svo sammaræega ertu komin langt í vinnunni við sjálfa þig og útmoksturinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk kæra vinkona, og ég vona svo sannarlega að einhver fari að láta sér líða betur með því að hreinsa út, ég hélt að ég væri búin að því að mestu, en ekki aldeilis.
Það er nefnilega þannig að ef eitthvað er óklárað þá kemstu ekki áfram í lífinu, það er alltaf eitthvað sem heftir mann.

Einu sinni heyrði ég sögu ( hún var sönn) um stúlku sem gekk til sálfræðings, eftir afar mörg skipti sagði hann við hana að það væri eitthvað sem tefði fyrir batanum hennar, hvort það væri ekki eitthvað sem hún ætti eftir að segja honum, nei það var ekki svo, hann bað um að fá að dáleiða hana og fékk það, þá kom í ljós að hún hafði verið misnotuð kynferðislega sem barn, bara lokaði svona kirfilega á það. Eftir það fór allt að ganga betur.

Það er margt í mörgu og við verðum að koma fram og segja frá það hjálpar.

Kærleik til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2009 kl. 14:10

3 identicon

Já Milla það er ýmiss lærdómur sem lífið hefur upp á bjóða. Frábært hjá þér að skrifa um þessa reynslu þína það eru örugglega margir sem eru í sömu sporum og þú varst í. Þetta snýst víst allt um að vera heiðarlegur við sjálfan sig og segja sinn sannleika út á það gengur leikurinn. Kynlífið er ótrúlega mikið feiminsmál, það er eins og það megi bara tala um það í hálfkveðnum vísum eða undir rós. Fáir þora að tala um það í einlægni eins og þú gerir. Takk elsku vinkona fyrir hugrekkið.

Knús

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:00

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Jónína mín fyrir skilninginn og já þetta er feimnismál og hef ég aldrei skilið það.
Vona bara að þetta hjálpi einhverjum þó ég sé bara að þessu mín vegna.

Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.