Er ég var 11 ára, jólaminning

Þegar ég var 11 ára bjuggum við á Laufásveginum, þar leigðu pabbi og mamma íbúð í bakhúsi. Eins og alltaf þar sem mamma lagði hönd á plóg, var bæði fínt og notalegt, ævilega hafragrautur með slátri á morgnanna og svo fékk maður nýbakað brauð eða grautarklatta er maður kom heim úr skólanum.
Þessi ár gekk ekki of vel hjá pabba, svo eigi voru peningarnir miklir, en man samt ekki eftir að okkur hafi skort neitt. Í dag finnst mér það skrítið  að ætíð var hugað að veislum er við átti.

Ég gekk í Miðbæjarskólann þennan vetur, sem betur fer aldrei aftur, fittaði ekki vel inn þar, en man svo sem ekki eftir neinu stórvægilegu, nema í tvígang kom stjúpamma mín út til að skamma strákanna sem  voru að stríða mér, í dag væri þetta kallað einelti. Afi og stjúpamma bjuggu beint á móti skólanum.

Jólin nálguðust og mamma að vanda á fullu að gera jólin vel úr garði, allt gekk sinn vanagang með jólaboðum og tilheyrandi skemmtilegheitum.

Síðan kom Gamlárskvöld, en er ég var lítil minnist ég þessa kvölds með gleði, það var líka alltaf gaman, sko að mér fannst. Þarna uppgötvaði ég hvað vínið gat skemmt fyrir í svona boðum, mamma á nefnilega afmæli á síðasta degi ársins og það get ég sagt ykkur að var sparað til veisluhaldanna þó eigi væru til miklir peningar. Flestir voru orðnir blindfullir leiðindakarlar, um 12 var farið út og kveikt á rakettum með vindlunum sínum gerðu þeir það og í eitt skiptið munaði engu að pabbi færi bara til tunglsins eða svo upplifði ég þetta þá, eftir þetta kvöld hef ég aldrei þolað miðnætti á gamlárskvöld, helst mundi ég vilja skríða undir rúm ásamt hundinum, sem er jafnhræddur og ég.

img_0003_936885.jpg

Þarna er ég 11 ára, myndin er tekin heima hjá ömmu og afa í
Nökkvavoginum.
Kjóllinn minn er úr tafti, og bræður mínir eru í skipsstjórafötum
æðislega sætir krúttin mín.


Gaman að segja frá því að stólarnir sem mamma og pabbi sitja í
voru alltaf sitt hvoru megin við borðið sem er á bak við stólinn sem
mamma situr í, og er maður kom í heimsókn til ömmu þegar maður
var orðin fullorðin var ævilega drukkið kaffi við þetta borð settumst
við amma í sitt hvorn stólinn, drukkum kaffi og konfekt og að sjálfsögðu
reyktum við nokkrar sígarettur á meðan við spjölluðum, ég elskaði
 þessar stundir.

Kærleik til ykkar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir mig í dag og kær kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband