Svei mér þá.

Komst að því um helgina að  ég get bara hæglega veikst í svona rólegheitum, við gamla settið erum búin að vera ein síðan á fimmtudagskvöld, en um hádegið komu þau í mat Ingimar og Viktoría Ósk svo kom Dóra mín í kaupstað að sjálfsögðu í innkaupahugleiðingum, sem hún jú framkvæmdi eftir matinn.

Nú þau fóru suður ljósin mín og Dóra aftur heim að Laugum. Föstudagurinn var sæmilegur, en laugardagurinn ömurlega leiðinlegur og sunnudagurinn fór í spenning yfir heimkomu ljósanna og mynda af árshátíðinni hjá framhaldsskólanum að Laugum.

Er svo sem ekkert að kvarta stórum, en ég er ekki vön að fara ekki út úr húsi í marga daga og hitta ekki fólkið mitt, svona er nú eigingirnin í manni, en ég bara elska fólkið mitt svo mikið að ekki þykir mér verra að hafa þau í nándinni.

Hér koma nokkrar myndir af árshátíðinni, það eru fleiri á facebokk.
En þessar stelpur eru elstu barnabörnin mín, eins og flestir vinir
mínir vita. Þær eru að klára stúdentinn í vor og gera það á þremur
árum.

Já svo verð ég að segja frá því að mamma þeirra var kosinn
vinsælasti starfsmaður skólans annað árið í röð.


staekku_a_hafa_sig_til_937976.jpg

Þær að hafa sig til, mér skilst að stofan hafi verið í rúst eftir þær
Tounge

tilbunar_staekku.jpg

Tilbúnar að fara á skemmtunina

tviburarnir_staekku.jpg

Þær eru orðnar spenntar að fá matinn, enda ekki dónalegur
Kristján er sannkallaður veislukokkur.


vinkonur.jpg

Unnur og Kristín eru einnig tvíburar og þær eru allar góðar vinkonur
Flottar stelpur

Það var æðislega gaman hjá þeim.

Kærleik í loftið
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með fólkið þitt, þær eru svo fallegar þessar systur.  Knús á ykkur Gísla

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2009 kl. 12:55

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásdís mín, ég er afar hamingjusöm með allt mitt fólk.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.11.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegar stelpur Milla mín.  Og til lukku með alla og gaman að fá svona viðurkenningu vinsælasti starfsmaður skóla er ekki svo lítil upphefð það er nokkuð ljóst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2009 kl. 09:44

4 identicon

Þær er algjörar fegurðardísir þessar stelpur þínar Milla mín greinilega bæði að utan og innan. Þær hafa svo falleg augu eins og sagt er þá eru augun spegill sálarinnar. Auðvitað þarf að rusla mikið til þegar maður hefur sig til hvort sem það er á þessum aldri eða öðrum aldri. Amman kannast nú örugglega við það.

Knús elskuleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásthildur mín, já ég er afar glöð fyrir Dóru hönd, hún er bara svo góð við krakkana og elskar að hjálpa þeim og vera hress.
Kærleik til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.12.2009 kl. 11:19

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jónína mín já þær eru flottar þessar stelpur mínar, en veistu að amma kannast ekki við svona róðarí, sama hvort ég er að mála mig eða elda matinn það er allt í röð og reglu, geðbilun að sjálfsögðu.
Þegar aðrir eru í eldhúsinu en ég þá bara læt ég ekki sjá mig, fyrr en Gísli er búin að taka allt og spikka og spana
Knús í hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.12.2009 kl. 11:23

7 Smámynd: Brynja skordal

æðislegar myndir af flottu stelpunum ykkar er líka búin að skoða hinar og Dóra á nú þennan tiltil pottþétt skilið Milla mín knús norður

Brynja skordal, 1.12.2009 kl. 14:10

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það á hún svo sannarlega Brynja mín.
Knús til þín á skaganum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.12.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband