Flottir dagar, alla daga

Dag eftir dag er maður í letistuði, en samt gengur allt eins og vera ber, í morgun vaknaði ég frekar seint, ekki líkt mér fór í morgunmat, tölvuna, sjæningu og þá var komið hádegi, en var ekki að skilja eitt nefnilega það að ég var svo þreytt svo ég skreið bara upp í rúm og svaf til 15.30 fékk mér að drekka og svo tókum við spil við mæðgur, þýðir ekkert fyrir mig að spila við hana hún vinnur alltaf, þessi stelpurófa mín.

Nú síðan fór hún að steikja fisk og borðuðum við með bestu list allt upp í skít, um sjö-leitið hringdi síminn það voru þá Milla og Ingimar með ljósin að spyrja hvort það væru til afgangar, auðvitað voru til afgangar og það nóg af þeim, hangikjöt, lambakjöt, kartöflur, rúgbrauð, flatbrauð, síld og margt annað, en þau voru að koma af barnaballi sem var haldið á Tjörnesinu. við fengum okkur kaffi á eftir með konfekti og smákökum.

Nú systur voru svo þreyttar að þær elskurnar skriðu upp í rúmið mitt og spjölluðu þar í lengri tíma, á meðan horfðum við hin á Kastljós og englarnir og ljósin voru í tölvu og flakkara.

Nú sitjum við mæðgur saman í tölvunum, ég að blogga og skoða myndir með Dóru af Neró hennar Aldísar frænku, þær eru á facebook, hann er algjört æði.

En er að hugsa um að fara bara í háttinn, örugglega er ég að vinna og jafna missvefninn yfir jóladaganna.

2fmfrv.jpg

Mynd sem Guðrún Emilía teiknaði

lucine-chan_new.jpg

Sigrún Lea teiknaði þessa

lucine5_new.jpg

Guðrún Emilía teiknaði þessa

archos_new.jpg

Sigrún Lea teiknaði þessa.
Þær eru snillingar í teiknun bara eins og í öllu þessir
englar mínir.
Verð að monta mig smá.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Skemmtilegar myndir, sjálfsagt að monta sig af sínum ungum og englum.

Letidagar eru góðir dagar.

Kærleik á þig.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.12.2009 kl. 23:59

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já vinkona letidagar eru góðir dagar, en svo þarf að taka til hendinni og það verður gert í dag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2009 kl. 08:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef eitthvað er til nóg af þessa dagana þá er það matarleifar Milla mín.

En mikið eru þetta flottar teikningar hjá englunum þínum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2009 kl. 11:57

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já hef verið að hugsa það Ásthildur mín, það er alltaf eins og maður sé með 30 manns í mat, við lærum víst seint að elda passlegt.

Já englarnir mínir eru snillingar í þessu og einnig að hanna föt á dúkkurnar sínar sem heita Pullip,(safndúkkur) en þær er keyptar á netinu og eru ekki ódýrt hobbý, en þær leifa sér nú lítið annað þessar elskur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.12.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.