Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Hægan! hægan!
9.2.2008 | 09:03
man ekki Vilhjálmur hver gaf honum álit um það
hvort hann hefði umboð til að samþykkja samrunan,
ja hérna, ég er nú farin að kalka en ekki svona alvarlega.
Hann segir það hafa verið konan, Kristbjörg Stephensen,
en svo var það óvart fyrrverandi borgarlögmaður,
Hjörleifur Kvaran sem hann átti viðræður við um málið,
hann taldi að hann hefði rétt, í umboði eigenda til að
samþykkja samrunan.
Síðan er þessi umræddi Hjörleifur Kvaran,
skipaður forstjóri orkuveitunnar þar til
Guðmundur Þóroddsson tekur við aftur.
Hverjum á maður að treysta? Engum að mínu mati.
Flest allt þetta fólk hefur svikið sína kjósendur,
Svindlið og svínaríið fær að blómstra eins og aldrei fyrr,
allir skara að sinni köku og halda að þeir komist upp með það endalaust.
Það er búið að láta þetta viðgangast allt of lengi,
reyndar svo lengi sem ég man eftir mér. Stoppum þennan ósóma.
Góðar stundir.
![]() |
Forstjóri OR álitsgjafinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Héllt að þetta færi að verða búið.
9.2.2008 | 08:21
en ekki verður mér að ósk minni,
maður er nú alveg komin með upp í kok, en það
er nú svo algengt nú orðið hjá okkur
alla daga fær maður nett sjokk yfir, nein annars ég
er víst að tala um veðrið, sættum okkur við það,
Því þar ráðum við engu.
Góðar stundir.
![]() |
Lægðir og úrkoma út mars? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hrikalegt ástand.
9.2.2008 | 08:10
en ekkert er verra en að vera fastur í flugvél á jörðu niðri.
Ég veit ekki hvernig það er í þessum nýju vélum,
hvort það er hægt að hafa loftræstikerfi í gangi og hita
í vélunum, nú matarlaust hlýtur að hafa verið.
Vonandi er búið að leysa þetta vandamál sem veðrið skóp.
En mér er spurn var ekki hægt að hefja þessar aðgerðir strax,
Þurfa Íslendingar alltaf að bíða aðeins og sjá til?
Góðar stundir.
![]() |
Flytja fólkið úr flugvélunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
8.2.2008 | 20:03
Halldór á Skriðuklaustri var manna meinyrtastur.
Einu sinni kom til hans maður, sem Páll hét,
og var hjá honum nætursakir.
Halldór hafði litlar mætur á Páli,
en tók honum þó með venjulegri gestrisni.
Þegar Páll fer að búast til brottferðar daginn eftir,
lætur Halldór líka söðla hest sinn.
,, Hvert ætlar þú?" spyr Páll. Halldór segir honum það.
,, Ég ætla sömu leið", segir Páll.
Væri ekki skemmtilegra fyrir okkur að verða samferða?"
,, Ojú", segir þá Halldór. ,, Það væri kannski
skemmtilegra fyrir hestana".
Ritstjóra-syndir.
Kölski lá og las í skrá
lygasyndir manna.
Sagt er frá, hann fyndi þá
flesta ritstjóranna.
Breytt vísa.
Lífið kemur langt og mjótt,
logar á veiku skari.
Ég hef verið í alla nótt
úti á kvennafari.
Staka.
Lausavísur liðugar,
léttar, nettar, sniðugar,
auka gleði alls staðar
-- eins og heimasæturnar.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
HEFÐI GETAÐ FARIÐ VER.
8.2.2008 | 18:21
Goð sé lof fyrir að ekki fór ver, þarna hefðu getað,
stórslasast eða þar af verra 16. ungmenni.
Vonandi höfum við vit fyrir sjálfum okkur og öðrum
í þessu mikla óveðri sem er að ganga yfir landið núna.
Góðar stundir.
![]() |
Engin meiðsl þegar rúta valt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búið að aflýsa flugi norður.
8.2.2008 | 16:40
svo ekki koma þær snúllurnar mínar úr Garðabænum,
en þær reyna bara í fyrramálið.
Það er mikill spenningur á báða bóga, Bára Dísin mín
er 9 ára eins og Viktoría ósk er hér fyrir norðan
og það er alltaf svo gaman hjá þeim er þær hittast.
Vona að þær komi á morgun.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverjir eiga að fjúka?
8.2.2008 | 14:36
Það hefur ekki tíðkast hér á voru fróni að ráðamenn
bæru ábyrgð á gjörðum sínum og þeir þykjast yfirleitt ekkert gera
og skilja yfirleitt ekkert í því írafári sem verður út af málum
sem að þeirra mati var ekkert athugavert við.
Ég hélt að borgarstjórn væri kosin til að sinna málum borgarinnar
á sem hagkvæmasta hátt sem hægt væri,
en eitthvað gerðist þarna, sem við fáum aldrei að vita allan
sannleikann í.
Eitt er víst, að feluleikur verður að hætta,
tilkynninga-skyldan upp á borðið,
Engin á að vera einráður,
Borgarstjórn er stjórn samvinnu.
Og spurn er mér sem ekki veit neitt, hver á að fjúka, ef einhver fýkur.
Góðar stundir.
![]() |
Umboð borgarstjóra verður tekið til skoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Já við viljum álver á Bakka við Húsavík.
8.2.2008 | 13:56
Já við viljum álver á Bakka við Húsavík,
Það mundi ekki bara lyfta upp atvinnuuppbyggingu á
norðaustur horni landsins heldur einnig á
Akureyri og öllu eyjafjarðarsvæðinu.
Allt mundi lifna við, fyrirtæki sem hentuðu til þjónustu
álvers munu rísa, öll þjónusta mundi aukast, svo ég tali nú ekki um
verslanirnar sem mundu opna sín útibú hér á Húsavík.
Við í Norðurþingi erum framsýn og víðsýnið í okkur er mikið,
einnig erum við hörkufólk sem látum ekki deigan síga.
Inn í þessa mannlýsingu tek ég ábúendur Akureyrar og aðrar
þær sveitir sem munu njóta góðs af, álveri á Bakka við Húsavík.
Stöndum og vinnum saman svo sómi verði af.
Góðar stundir.
![]() |
Vilja álver á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hundleiðinlegt.
8.2.2008 | 08:59
Segi nú bara eins og Siggi stormur,
Þetta er orðið hundleiðinlegt, og komin tími
til að breyta heyrirðu það kæri veðurguð,
eða er veðrið kannski orðið pólitík eins og allt annað?
Annars þarf ég ekki að kvarta, búandi á Húsavík,
best að hrósa ekki happi, hann er víst að hvessa.
![]() |
Stormi og mikilli rigningu spáð seint í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vægur dómur.
8.2.2008 | 06:46
Hefði átt að dæma manninn til sálfræðihjálpar ásamt
öðru. Að mér skilst var hann búin að beita hana andlegu
ofbeldi í mörg ár svo slæmu (eftir sögn manna)
að út yfir allt gekk.
Reynir svo að bera af sér verknaðinn, löðurmannlegt.
Svona menn þurfa að komast að því, hvað í raun þeir hafi gert.
Ef það er yfirleitt hægt að hjálpa svona mönnum.
Góðar stundir.
![]() |
Sex ára fangelsi fyrir skjóta að eiginkonu sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)