Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Ekki er nú ein báran stök.

Hvað er að því að bóndinn búi áfram á Laufási?
eru þetta ekki fullmiklar kröfur, hefði aldrei átt að
setja þetta í samninga í upphafi.
og núverandi tilboð er ósættanlegt.
Hvað er eiginlega að þessum mönnum kristinnar,
sem sitja í þessari nefnd suður í Reykjavík,
og ákveða bara að, já hvað, að þessa jörð eigi ekki að nýta.
Því varla býr nokkur prestur nútildags.
                       Góðar stundir.


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Glaðvær og gamansamur bóndi reið fram hjá
vegagerðarmönnum.
Heitt var í veðri, og höfðust vegagerðarmenn lítt að.
Bóndi stöðvar hest sinn og segir:
,,Það er heitt á letingjum í dag."
Einn af vegagerðarmönnum svaraði samstundis:
,, það er nú heitt á okkur hinum líka."

 
Kvenmannsherfa.


                   Setur hún upp svarta skó
                   samt ég Möngu hræðist.
                   Hún er djöfuls herfa þó,
                   hverju sem hún klæðist.

                                    Eignuð Páli Ólafssyni.


Skólafargan.

                   Skólum fjölgar, skrumið vex,
                   skuldakröfur hljóma.
                   Flestir geta fengið sex
                   fyrir heimsku tóma.

                                        Góða nótt.Sleeping

 


Ekki líður manni vel.

Þetta er hræðilegt veður og farið þið bara varlega
þarna fyrir vestan, munið engum liggur á í svona veðri.
Það virðist ekkert lát á veðurhamnum,
aftur og aftur dynur hann á, sér í lagi á suður, vestur og
norðvesturlandi.
Guð veri með okkur öllum.

mbl.is Þrjú snjóflóð í Súðavíkurhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg ótrúlegt.

Það er allt snarvitlaust og ófært um allt land,
nema á Húsavík, sit hér í yndislegu vetrarveðri,
en hvers eiga  t.d.sunnlendingar að gjalda og
í Reykjavík er þetta ömurlegt,
Reykjanesbrautin lokuð trekk í trekk
ásamt Hellisheiði og öllum öðrum heiðum.
Skildi nú ekki fara að vora?


mbl.is Ófærð víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp á vatn og brauð!!!

Ég hef horft upp á það sjálf að það ræðst ekkert við
þessa óhefluðu unglinga.
Því miður, þá eru þau,
hortugir valtarar sem ræðst ekkert við,
þeir bera enga virðingu fyrir neinum og finnst allir
í kringum sig vera skýtur sem er hægt að traðka á.
Þetta er óhafandi ástand,
og ættu foreldrar að taka það til athugunnar að þau ráða
ekkert við ástandið lengur.
Þau eru bara góð og yndisleg rétt á meðan þau eru að fá það
sem þeim vantar. PENINGA.
Réttast væri að loka þau inni í einhverjum skólanum
upp á vatn og brauð þar til þau átta sig, 
að minnsta kosti í 2. daga.

Tek fram að það eru fullt af krökkum, sem ekki haga sér eins og villidýr.
og þessi sem gera það eru í raun og veru bara litlar sálir
sem þurfa að ná áttum,
öllum börnum er viðbjargandi,
en ef við hjálpum þeim ekki strax, þá er voðinn vís.

Tek fram að ég er bara að tala um börnin, ekki foreldrana
það væri nú efni í heila bók, sko foreldravandamálið.
                                          

                                        Góðar stundir.
 


mbl.is Skrílslæti í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengið út í öfgar.

Já öskudagurinn skemmtilegi, genginn út í öfgar.
Það er af sem áður var, þegar maður saumaði
búninga á krakkana sína, og allir voru glaðir.
Ekki ætla ég nú að setja út á það að þeir komi tilbúnir
í búðirnar í dag,
allir eru að vinna svo mikið að það er enginn
tími til að sauma búninga.
Þó veit ég að það er til.
En er þetta ekki gengið út í öfgar?
Að mínu jú, annað hvort er letin allsráðandi og þau eru bara í
svörtum ruslapoka með bundið um sig miðja, og ekki veit ég
eiginlega hvað þau eru að túlka.
Svo eru það  þessir rándýru ógnvaldsbúningar, eða
hnífasett í bakinu, svo er það hengingarólin um hálsinn.
Gætu nú ekki einhverjir óvitar farið að prófa???

Litlu börnin bæta auganu allt hitt upp,
í búningum eins og Óli lokbrá, Pétur Pan, Súpermann
og svo allar prinsessurnar.
Þurfum við ekki að fara að skoða og breyta þessum degi
jafnvel til upprunans.
                                   Góðar stundir.


mbl.is Með hnífasett í bakinu á öskudegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Jóhanna Benónýsdóttir var greindarkerling.
Hún átti heima á Skagaströnd og af þeim kjálka var hún ættuð.
Hún átti stundum í nokkrum útistöðum við náungann,
en fáir áttu hjá henni, er til orðaskipta kom.
Einu sinni þurfti Jóhanna að fá lán, en það kom ekki oft fyrir,
því að hún var fyrirhyggjusöm í fjármálum.
Henni þótti einsætt að leit um lán þetta til
kaupfélagsstjórans, því að jafnan var hún dyggur
fylgismaður framsóknarflokksins.
Hún gekk nú á fund Kaupfélagsstjóra,
en fékk neitun hjá honum,
og settist hann við skrifborð sitt og sneri sér að fyrri störfum.
Jóhanna gamla fékk sér þá stól,  sest á hann og segir:
,, Hugsa þú, Gunnar! Ég get beðið."
Hún fékk lánið.


Sigurbjörn datt eitt sinn ofan í dý eða pitt,
er hann gekk um freðna mýri.
Á eftir kvað hann:

                  Fléttað haft mér fannst um sinn
                  fjörs á krafti mínum.
                  Undir gapti andskotinn
                  eiturkjafti sínum.

                                 Góða nótt.Sleeping


Sumir dagar eru óþolandi. Punktur basta.

Hafið þið ekki fundið fyrir því að sumir dagar
eru hreint út sagt óþolandi.
Ég vaknaði í morgun, frekar snemma að vanda,
og allt í lagi með það, borðaði morgunmat og fletti blaði.
Sá einhverja auglýsingu frá Skattmann og já það þarf
víst að gera skattaskýrsluna, pirraðist strax, nenni ekki svona
innskotum í  mitt rólega líf, og alls ekki í minni heilögu
stund á morgnanna.Halo
Hringdi er kl. var orðin 10 í endurskoðandann,
símsvari, talaði inn á hann, síðan hringir hann þá eru
bara skruðningar í símanum,
skelli á, næ í gemsann, hringi,
fæ aftur símsvara sko ef maður getur ekki orðið
þið vitið kolpirraður þá veit ég ekki hvað.
Hann hringir, kemur á skjáinn. samtal í gangi, skruðningar.
loksins náðum við saman í gemsanum.
Á að koma á morgun með draslið.

Síminn ekki kominn í lag er komin með annan
og er hann í hleðslu.
Svo þurfti að fara með bílinn í 20.000 km. skoðun
Róaðist ekki niður fyrr en eftir hádegiðAngry

Þoli bara ekki svona daga, var að detta í hug,
getur það verið að maður verði pirró einu sinni í mánuði
þótt maður sé löngu komin úr barneignWounderingGetLostShocking


Skemmtidagur hjá börnunum.

Öskudagurinn er runninn upp með öllu því húllum hæi sem
honum fylgir. Hér á Húsavík er veðrið hið best, smágola,
skínandi sól og snjór yfir öllu.
deginum er háttað þannig hér að börnin fara í hópum
og syngja fyrir fyrirtæki og verslunareigendur.
Leikskólabörnin fara með fóstrunum sínum á nokkra staði.
Norðlenska sem framleiðir Goða vörurnar, tók upp á því
að bjóða krökkunum upp á kjötbollur og svala.
þetta finnst þeim afar spennandi, og gott fyrir þau
að fá eitthvað annað en sælgæti.
Heimabakarí býður líka upp á kaffibrauð í formi kleinuhringja.
Megi allir krakkar hafa góðan dag og vonandi fá þau ekki í magann.


mbl.is Ekki allt sem sýnist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðs trú eða trú á kærleikann.

Ég hef nú ekki blandað mér inn í umræðuna
um  trúarmál svona yfirhöfuð, en las svolítið í gær,
sem stakk mitt trúaða hjarta.
Þar stóð að forsenda þess að geta borið hlýhug til náungans,
sé ástin á guði. einnig er sagt, að málið sé ekki  bara að elska guð
eða bara að elska náungann, heldur er hvort um sig háð hinu.
Án elskunnar til guðs er erfitt að koma fram við fólk af kærleika.

Að mínu mati er verið að gera fólki sem ekki er í þjóðkirkjunni
og eða öðrum trúfélögum sem trúa á guð,
upp tilfinningaleysi og kærleiksvöntun.
Ég sem er í þjóðkirkjunni, fer samt aldrei í kirkju, nema tilneydd,
trúi á alheimskraftinn og hið góða í manninum,
er alls ekki að meðtaka svona fullyrðingar.

Ég spyr: ,,Hvað er krafa guðs? hélt að guð væri kröfulaus,
                Það er kannski misskilningur í mér,
                sjálfsagt eins og svo margt annað."

                                             Góðar stundir

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband