Að stökkva af stað gæti reynst misráðið
4.1.2010 | 07:10
Sporðdreki:
Hugsanir eru til alls fyrstar og því verðum
við að gæta vel að þeim.
Að stökkva af stað gæti reynst misráðið.
Já rétt er það að hugsanir eru til als fyrstar, en ekki hef ég nú hugsað mér að stökkva með þær hvorki eitt eða neitt, það er svo merkilegt, ef að er gáð, hvað lífið gengur í bylgjum eða karma tengt á einhvern hátt, þetta vita allir sem vilja sjá það sem er að gerast í kringum sig, þá meina ég ekki hörmungarnar í landinu, sem eru að sjálfsögðu og vægast sagt ömurlegar, sorglegar og óásættanlegar ætla samt að minna fólk á að við Íslendingar höfum haft það verra á allan hátt, en hófum okkur upp úr þeim vanda.
Það sem ég er að tala um núna eru mínar eigin hugsanir, um hvert líf mitt stefnir á þessu ári, mikið verður um að vera nú það var giftingin á nýársdag, sem var alveg yndisleg síðan fæ ég litla prinsessu í endann janúar það er gjöf frá Fúsa mínum og Sollu, eitthvað verður nú stússast í kringum hana og hennar skírn.
Tvíburarnir mínir útskrifast 22-05 í vor og þann dag eiga þær afmæli og verða 19 ára, þær munu svo fara í Háskóla Íslands næsta haust svo breytingarnar verða miklar hjá ömmu hvernig sem allt verður. Nú litla ljósið mitt byrjar í skóla í haust, ótrúlegt en satt, tíminn er svo fljótur að líða, en einu hef ég komist að þessi ár síðan ég hætti að vinna að ef maður er aldrei að flýta sér heldur nýtur hverra stundar þá verður tíminn óendanlegur, yndislegur og maður nýtur alls þess sem er að gerast í kringum mann, maturinn þarf ekki að vera tilbúin á réttum tíma, ef einhver kallar og segir amma viltu spila eða viltu koma og sjá hvað ég var að gera þá lækkar maður bara undir pottunum og fer að sinna þeim, ég elska svona stundir.
Nú er ég komin út fyrir rammann sem er af hinu góða því rammar eru það versta sem ég veit, sko nú til dag, var ekki svoleiðis, ekki þegar tuskan var á lofti og ekki mátti skeika um millimetri í handklæðabunkanum, sem betur fer er sá tími löngu liðin.
Hugsanir og að stökkva með þær í framkvæmd er ekki á borðinu hjá mér núna, heldur fæ ég sérfræðihjálp við að ákveða hvernig og hvað ber að gera í því sem er að berjast í mínum huga akkúrat núna, það liggur ekkert á, góðir hlutir gerast hægt og einnig stórir hlutir, en kannski verður allt óbreytt þetta árið, fer eftir ýmsu.
Ég er samt afar glöð með allt mitt líf, en það gerðist er ég uppgötvaði að ég yrði bara að vinna út frá sjálfri mér, því ég lifi ekki lífinu fyrir aðra, aðrir verða að bera ábyrgð á sínu lífi og ef þeir ekki gera það, eru þeir ekki í mínu lífi, kannski hart að segja svona, en bara sannleikur sem allir ættu að þora að skilja og viðurkenna.
Gleði ég sendi ykkur öllum, því skoðið vel
að þetta snýst allt um gleðina.
Milla
Hugsanir eru til alls fyrstar og því verðum
við að gæta vel að þeim.
Að stökkva af stað gæti reynst misráðið.
Já rétt er það að hugsanir eru til als fyrstar, en ekki hef ég nú hugsað mér að stökkva með þær hvorki eitt eða neitt, það er svo merkilegt, ef að er gáð, hvað lífið gengur í bylgjum eða karma tengt á einhvern hátt, þetta vita allir sem vilja sjá það sem er að gerast í kringum sig, þá meina ég ekki hörmungarnar í landinu, sem eru að sjálfsögðu og vægast sagt ömurlegar, sorglegar og óásættanlegar ætla samt að minna fólk á að við Íslendingar höfum haft það verra á allan hátt, en hófum okkur upp úr þeim vanda.
Það sem ég er að tala um núna eru mínar eigin hugsanir, um hvert líf mitt stefnir á þessu ári, mikið verður um að vera nú það var giftingin á nýársdag, sem var alveg yndisleg síðan fæ ég litla prinsessu í endann janúar það er gjöf frá Fúsa mínum og Sollu, eitthvað verður nú stússast í kringum hana og hennar skírn.
Tvíburarnir mínir útskrifast 22-05 í vor og þann dag eiga þær afmæli og verða 19 ára, þær munu svo fara í Háskóla Íslands næsta haust svo breytingarnar verða miklar hjá ömmu hvernig sem allt verður. Nú litla ljósið mitt byrjar í skóla í haust, ótrúlegt en satt, tíminn er svo fljótur að líða, en einu hef ég komist að þessi ár síðan ég hætti að vinna að ef maður er aldrei að flýta sér heldur nýtur hverra stundar þá verður tíminn óendanlegur, yndislegur og maður nýtur alls þess sem er að gerast í kringum mann, maturinn þarf ekki að vera tilbúin á réttum tíma, ef einhver kallar og segir amma viltu spila eða viltu koma og sjá hvað ég var að gera þá lækkar maður bara undir pottunum og fer að sinna þeim, ég elska svona stundir.
Nú er ég komin út fyrir rammann sem er af hinu góða því rammar eru það versta sem ég veit, sko nú til dag, var ekki svoleiðis, ekki þegar tuskan var á lofti og ekki mátti skeika um millimetri í handklæðabunkanum, sem betur fer er sá tími löngu liðin.
Hugsanir og að stökkva með þær í framkvæmd er ekki á borðinu hjá mér núna, heldur fæ ég sérfræðihjálp við að ákveða hvernig og hvað ber að gera í því sem er að berjast í mínum huga akkúrat núna, það liggur ekkert á, góðir hlutir gerast hægt og einnig stórir hlutir, en kannski verður allt óbreytt þetta árið, fer eftir ýmsu.
Ég er samt afar glöð með allt mitt líf, en það gerðist er ég uppgötvaði að ég yrði bara að vinna út frá sjálfri mér, því ég lifi ekki lífinu fyrir aðra, aðrir verða að bera ábyrgð á sínu lífi og ef þeir ekki gera það, eru þeir ekki í mínu lífi, kannski hart að segja svona, en bara sannleikur sem allir ættu að þora að skilja og viðurkenna.
Gleði ég sendi ykkur öllum, því skoðið vel
að þetta snýst allt um gleðina.
Milla
Athugasemdir
Gleðilegt ár gamla góða bloggvinkona. Já við erum þá báðar að fá nýjar prinsessur þú í januar og ég í febrúar. Þetta er svo spennandi. knús gæfu og gengis til þín
, 5.1.2010 kl. 11:56
Sömuleiðis kæra mín og við látum náttúrlega fréttast á blogginu hvernig allt gengur.
Knús í þitt hús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2010 kl. 13:24
Þetta verður örugglega spennandi ár hjá þér Milla mín, nýtt barn í vændum það er alltaf spennandi.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 16:22
Já Jónína mín, veit að það verður spennandi ár hjá mér, erfitt, en ég tekst á við það.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.1.2010 kl. 22:28
Yndislegt ár hjá þér í aðsigi Milla mín. Megi allar góðar vættir vaka með þér og þínum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2010 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.