Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Yndislegir dagar

Já það er sko hægt að segja það á föstudaginn kom fallegi Ljósálfurinn minn hún Viktoría Ósk suður og ætlar að vera hjá okkur fram á föstudaginn langa.

viktoria_sk.jpg

Þetta er hún Viktoría Ósk mín

Á laugardaginn fórum við í fermingarveislu, fallegi og besti prinsinn hennar ömmu sín var að fermast
reyndar á sunnudeginum 13 en veislan var á laugardeginum, það var mjög skemmtilegt veisla og hann stóð sig með sóma í ræðunni sem hann hélt er hann bauð fólkið velkomið og bauð því að fá sér að borða.

viktor_mani.jpg

Viktor Máni, hann er sko flottur þessi elska.

fusi_solla.jpg

Þetta er mynd af þeim öllum Kamilla Sól, Solla tengdadóttir mín
haldandi á Lísbet Lóu, Viktor Máni,Fúsi sonur minn og
og Sölvi Steinn flottasti gaurinn minn.
Yndisleg fjölskylda

amma_og_viktor_mani.jpg

Viktor Máni með mér.

Nú á sunnudeginum fórum við í fermingarveislu til frænku minnar hennar
Urðar, en áður komum við til þeirra á Kópu sjá gjafirnar og sumir hámuðu
í sig afganga, en veislan hjá henni Urði var æðisleg gaman að hitta allt fólkið
mikið hlegið og gert grín á kostnað hinna ýmsu í hópnum það er ætíð fjör
þegar við hittumst fjölskyldan.

tviburarnir_og_viktoria.jpg

Hér kemur ein mynd af fallegu stelpunum hennar ömmu sín.

Á morgun ætla ég í bæinn með þessar skvísur það á víst eitthvað
að búðast og er ég ekkert hissa á því, en ég ætla ekki að vera með
þeim í búðum.


Kveðja til allra minna vina og njótið allra daga í ykkar lífi InLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband