Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Fyrir Svefninn. Hjálparbeiðni


Kæru vinir við fórum af bæ í dag, þær eru hjá okkur
Ljósálfurinn og litla ljósið.
Dóra mín bauð okkur í mat að Laugum, en þar er þeirra heimili
eins og þið auðvitað vitið, því ég er ætíð að tala um alla englana mína.
Það var pizza, heimagerð að sjálfsögðu, með skinku, ananas og osti fyrir
snúllurnar, en fyrir okkur vel kridduð, pepparoní, piparosta með miklum
osti yfir og að vanda úðuðum við sterkri hvítlauksolíu yfir gómsætið.
Þegar leikurinn var búin, sko handbolltaleikurinn, var haldið heim
á leið og núna eru þær komnar systur saman í gestarúmið og eru að horfa
á saman tekt af Disney myndum.
Svo þekkið þið það mörg að í fyrramálið verður maður vakin og sagt
Amma eigum við ekki að koma fram, ég er svöng,
en það er nú í lagi því það er svo yndislegt að vakna með þeim.

Kæru vinir öll eigum við börn, barnabörn, maka og aðra að sem
ekki mundu vilja að neinu okkar vantaði eitthvað ef í raunum við eigum.
Svo ég bið ykkur öll styrkið hana Öldu mann hennar og telpur.
Við getum öll séð af þó það sé ekki nema smá: "allt hjálpar"

Laugardagskvöld 31/05 2008.

Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum.  Lárus og  Alda  eiga þrjár  litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.
Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar.
Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum  þeim lið!!
Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379.

Velunnarar
                                    Heart  Sleeping Guð gefi ykkur öllum góða nótt.SleepingHeart


Lítill drengur, mikið brendur.

Þetta er hræðilegt litill drengur og eldri maður, en drengurinn
á gjörgæslu og guð má vita hvernig hann kemur út úr þessu.

Skildi hafa lekið gas? Er það ekki algengasta orsökin fyrir
svona löguðu.
mbl.is Sprenging í húsbíl í Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er þó verið að gera eitthvað núna.

Hugsið ykkur mannfjöldann, 197.000 manns flutt á brott,,
frá Sichuanhéraði og tug þúsunda eru látnir.
Hvað er eiginlega að gerast í heiminum?
mbl.is 197 þúsund manns flutt á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilslaus kona.

Kona fannst á heimili manns eftir ársveru í fataskáp
hans, eina sem hann varð var við, að það hvarf matur
á dularfullan hátt.
Þessi maður hlýtur að vera konulaus, er ekki upplagt fyrir
hann að bjóða konunni að vera hjá sér til dæmis sem
hjálparstúlku, þá kæmi hann ætíð að öllu hreinu
og matur á borðinu.
Væri góð lausn fyrir báða aðila.Whistling


mbl.is Fann konu í skápnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna! kemur mér ekki á óvart.

Eitt er það sem aldrei verður tekið af Steingrími J Sigfússyni
hann er ræðusnillingur, skemmtilega máli farinn og að sjálfsögðu
afar vitgreindur maður.
Hann á ekki langt að sækja það, Foreldrar hans voru með skemmtilegra
fólki heim að sækja, ætíð var spjallað mikið og margt,
og börnin ætíð höfð með í umræðunni, enda virðing borin fyrir þeim í hvívetna.
Aldrei man ég eftir því að einhver segði: ,,Ég nenni þessu ekki."
vegna þess að virðingin var gagnkvæm.
                          Góðar stundir.
mbl.is Steingrímur talaði mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Jæja þá er komið að sjómannahátíðinni, hefst hún á morgun
með siglingu fyrir börnin um Skjálfandaflóann.
Eftir hádegið verður heljarinnar skemmtun að vanda
undir stjórn Ljótu hálfvitana og munu þeir taka lagið, 
allir fá hamborgara og gos á eftir.
Um kvöldið verður svo hátíð hafsins í Íþróttahöllinni,
mun húsið opna kl 19.30
veislustjórar ljótu hálfvitarnir, eins og allir vita þá eru
þeir frá Húsavík.
Dansleikur með hljómsveitinni Gloríu hefst kl 00.oo

Stóra fólkið mitt fer á ballið og þá verða þær hjá ömmu
Viktoría Ósk og Aþena Marey, Bára Dísin fór suður að
hitta vinkonur sínar í Garðabænum.
Stærstu snúllurnar mínar á Laugum eru byrjaðar að vinna
og eru þær að vinna á Foss Hótelinu að Laugum.
Afar gott mál.

             Hér rita ég nokkrar ömmusögur.

    Amma er best af öllum, því hún svíkur mig aldrei.

Best finnst mér að leita ráða hjá henni.
þegar ég er hrygg get ég gengið að henni
þar sem hún situr í uppáhaldsstólnum sínum.

Mér finnst vænst um þig vegna þess hvernig þú annast mig
þegar ég er veik.
Mér þykir líka vænt um þegar þú situr með mig og heldur
utan um mig þegar ég kem úr baði.
Og þótt þú sért oft þreytt, lætur þú það ekki hindra
þig í að koma í heimsókn.

              Alltaf til staðar.

Amma mín er besta og umhyggjusamasta manneskja
á jarðríki.
Ef einhver umhyggjusamari er til,
hef ég ekki hitt þá manneskju enn.

                         Góða nóttSleeping


Óþekkt og áhugavert.

Það væri afar fróðlegt að fá að kynnast menningu og
siðum þessa hóps, en trúlega væri best að láta þá eiga sig.
nema það væri hægt að nálgast þá án þess að þeim finnist
þeim vera ógnað.

Ekki þurfum við landið þeirra allavega ekki næstu árin,
er ekki nægilegt land í Amazon skóginum,
eða maður skildi halda það.

Eins og ég var að blogga um í gær þá höfum við ekki hugmynd
um hvað er til í heiminum, hvort sem það er á hafsbotni,
landi eða í himinhvolfinu.
Erum alltaf að uppgötva eitthvað, sem betur fer.

Við gætum kannski boðið þeim landvist, er ekki framkoma
yfirvalda í Brasilíu svo slæm við frumbyggja?
Allavega er það svo í Ástralíu.


mbl.is Myndir nást af óþekktum ættbálki í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannast enn og aftur.

Það sannast enn og aftur hvað við eigum flott fólk í
hjálparstörfum.
Það eru björgunarsveitarmenn, sjúkra og slökkviliðsmenn,
Rauða kross fólkið okkar, þyrlusveitirnar, lækna, hjúkrunarfólk
og bara alla landsmenn sem geta hjálpað í svona hörmungum
sem dundu á okkur í gær.
Samheldnin er algjör.
Við megum þakka guði fyrir þetta fólk allt saman,
og sér í lagi öllum þeim sem vinna í sjálfboðavinnu við að bjarga,
hjálpa og styðja við bakið á þeim sem eiga um sárt að binda.

Við skulum hafa það hugfast að allt þetta fólk veit nákvæmlega
hvað það á að gera, hvar og hvernig, samvinnan er algjör,
Samvinnan og færnin til að takast á við þessa hluti
fæst ekki nema með þrotlausum æfingum.
                    Góðar stundir.


Til hamingju.

Sjáið bara þessa yndislegu mynd, fallegir foreldrar með
nýfæddan son sinn, sem er enn þá fallegri,
Flott að kalla hann skjálfta, en er ekki viss um að hann
verði svo ánægður með það er hann byrjar í skólanum.

Þau hafa yfir sér svip friðsældar og hamingju það finnst
mér alveg frábært.
Hjartanlega til hamingju með litla snúðinn og gangi ykkur
allt í haginn.


mbl.is Fæddist í skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tryggja öryggi og sálarástand fólksins.

Auðvitað er það forgangsmál að tryggja öryggi fólksins.
Algengt er að fólk segir það slasaðist engin,
og hitt eru bara dauðir hlutir, en þessir dauðu hlutir sem
þú augum lítur er heim kemur, allir í rúst, myndir ónýtar,
þessi og hinn hluturinn sem þú áttir minningar um,
jafnvel í maski á gólfinu, eldhúsið þitt rústað, og bara
allt í gólfinu.

Þá eru ekki margir sem skilja þá sorg sem vaknar innra
með fólki er það horfir yfir hlutina sem það er búið að
hafa í kringum sig allt sitt líf.
Endalaust er verið að muna eftir þessu og hinu,
sem er að eilífu horfið.
Það er nefnilega ekki hægt að segja:
,, Þú mátt nú þakka fyrir að vera  óslösuð, því svoleiðis
hugsar ekki fólk þegar það saknar einhvers sem var þeim
kært".
Þess vegna verðum við að hlú vel að fólkinu
á þeim erfiða tíma sem í hönd fer, og nauðsynlegt er að
hlusta, ekki að segja: ,, Svona þú jafnar þig á þessu,
það er nefnilega ekki rétt, það tekur tíma að jafna sig
sama hvort sorgin er lítil eða stór.
                        Guð veri með ykkur öllum.
                             Milla.InLove


mbl.is Forgangsmál að tryggja öryggi íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband