Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Hugleiðing X.

Mikið er talað um unglinga í dag, hvað þau eru frek, sjálfselsk, gefa ekkert af sér til annarra og gera bara allt sem þau ætla sér, já það má vera að sumir unglingar séu þannig, en hverjum er það að kenna??? Jú það er nefnilega foreldrunum að kenna það vantar allan aga í uppeldið og að allir foreldrar geri sér grein fyrir því að þeir þurfi að vera samstíga í þessum málum.
Ég veit um fjölskyldur það sem ríkir vinskapur og traust á milli barna og foreldra og það er auðvitað það besta.


Sagt er að þetta sé erfiðara í dag heldur en þegar foreldrar, ömmur og afar  voru að alast upp en þar er ég ekki sammála það vantar bara agann og að kenna börnum að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og auðvitað umhverfinu okkar.

Ég þekki fullt að ungu fólki sem gefur svo mikið af sér og það er bara yndislegt.

Þegar börn eru alin upp við að fá allt sem þau vilja þá er afar brýnt að segja þeim að það sé ekki sjálfgefið því annars eru þau í vondum málum er þau koma út í lífið.
**************************************************
Jæja hvað þvagsýrugigtinni líður þá er ég komin á nokkuð gott ról og núna er bara að ná upp orku og passa vel upp á að fá ekki kast aftur því það er svo hrikalega vont.

Hlakka svo til þegar ég er flutt og búið að koma öllu fyrir, en það tekur nú smá tíma enda liggur nú ekkert á.
Kærleik til allra sem lesa þessi orð mín.
ToungeGrinInLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband