Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Fyrir svefninn.

Merkilegt að þrátt fyrir að ég sjái ekki ljós í peningamálum
sé alveg föst, get ekki selt bílinn og ef ég ætla að láta hann
upp í annan þá þarf ég að kaupa dýrari bíl það get ég ekki
því ég vill minka greiðslubyrðina. Ef ég mundi lengja lánið
þá er ég að tapa peningum því það er svo dýrt að skuldbreyta
og ég er bara að minka greiðslubyrðina um 1.500 krónur á
mánuði, glatað, en þrátt fyrir þetta og margt annað þá er ég
svo glöð alla daga,
þó ég hafi uppgötvað að miljón króna lánið
sem ég er með og er að borga 21.000 af núna, en fyrir ári var
ég að borga 10.000 pr. mán og er ég verð búin að borga það
samkvæmt núverandi útreikun þá verð ég búin að borga 2,4
miljónir. hlægilegt er það ekki?
En ég er glöð því að í raun er ég afar rík.
Ég á kærleikann og alla þá gleði sem honum fylgir, börnin mín
og barnabörn sem færa mér allt sem ég þarf og auðvitað á ég
líka Gísla minn. Svo var ég svo lánsöm að fá að leiðbeina fólki í
Setrinu sem færir mér mikla gleði.
Þið ættuð bara að vita hvað það er gaman hjá okkur.


Góðborgarasonur í reykjavík, sem aldrei vann ærlegt handtak
á sumrin ákvað eftir 5. bekk í menntaskóla að drífa sig nú í
sumarvinnu þvert á vilja foreldra sinna.
Fékk hann pláss á togara og fór móðir hans með honum um borð.
Hún var áhyggjufull yfir aðbúnaðinum um borð,
snéri sér að skipstjóranum og spurði:
" Fær hann ekki huggulegt herbergi að búa í?"
" Jú jú, að sjálfsögðu, frú," sagði skipsstjórinn.
" Meira að segja með glugga á móti suðri."


                          Góða nótt.HeartSleepingHeart


Hugleyðingar.

Erfiðir gjalddagar framundan hjá Glitni alveg merkileg frétt
með tilliti til þess að allur þorri landsmanna er í erfiðleikum
með sínar afborganir og bara að lifa yfirleitt.

En var þetta nauðsynlegt, var ekki bara hægt fyrir ríkið að
ganga í ábyrgð fyrir þessu láni sem Glitnir fékk ekki frest á.
Og stór spurning hver átti það lán, hver neitaði þeim?

54 vilja stíra Landsvirkjun er nú ekki undrandi á því,
góð eru launin.

Og þar kom að því sem búið er að vera í loftinu mjög lengi
sameining Landsbanka Íslands og Glitnis, verða þeir ekki
sterkari við það? Bara spyr.
En hvað skildu margir missa vinnuna sína við þá sameiningu?
Vitið þið að ég tel að þarna sé um vel ígrundaða aðgerð að
ræða og sé fyrir löngu búið að undirbúa hana.
Eða er ég kannski svolítið græn?


Svo innilega ætla ég að vona að Stoðir haldi velli.
Við megum bara ekki við svona hruni endalaust þó að ég geri
mér alveg grein fyrir því að fækka þarf verslunum þá eigi á
þennan hátt.
Bónus verður að halda velli, hvað eigum við að gera án þeirra sem
hafa haldið í okkur lífinu með lágu vöruverði frá því að þeir byrjuðu.

Fyrirsjáanlega ruglið heldur áfram. Jón Magnússon orðin formaður
þingflokks frjálslynda flokksins og Kristinn H. að sjálfsögðu ekki
glaður með það. En hann Jón hefur verið glaður með þetta ætlunarverk sitt.
Að mínu mati þá áttu þeir báðir að víkja og breytingarnar í flokknum eru bara
rétt að byrja, sjáið bara til.

Já Já fyrsti snjórinn komin niður á tún og glittir á hann í smá sólarglætu
sem reynir að brjóta sér leið út úr muskuðum himni, smá rok er, en
það er ekkert miðað við það rok sem viðhelst í gjörningum hér á landi.

                       Eigið góðan dag góðir landsmenn.


Fyrir svefninn.

Það er búið að vera svo gaman í dag, hitti hóp af fólki
sem var til í umræður af léttara taginu um ástandið í
landinu, auðvitað er ástandið hræðilegt, en samt var
mikið hlegið og gert grín.
Svo ég held að ég haldi mig við grínið.

Fyrir all mörgum árum varð mikill úlfaþytur út af grein sem
birtist í vikunni um greinar bókmenntafræðinga um
atómskáldskap tveggja ungra blaðamanna,
og gerðu þeir lítið úr þeirra skáldskap.
Þá orti einn húmoristinn:

           Dæmi sig hinn dóma strangi
           dárann mesta í glópa flokki.
           Alltaf hefði Mera-Mangi
           munurinn þekkt á skeiði og brokki.

Hallur heitinn hallson tannlæknir, ætlaði eitt sinn að fá bíl
hjá Steindóri, en engan bíl var að hafa. Allir voru þeir uppteknir.
Halli var farin að leiðast biðin og vildi nú fá bíl strax.
Steindór, sem þá var á lífi, sagði þá við Hall:
" Hallur getur þú dregið tönn úr tannlausumkjafti?"

                       Góða nótt.
HeartSleepingHeart


Lá við að ég ældi morgunmatnum!!!

Ekki gott að æla morgunmatnum, en lá við í morgun,
hvernig er hægt að lýða svona orðaleppa og það á Alþingi?

Las í morgun orð Péturs Blöndal formann efnahags og skattanefndar
í Fréttablaðinu um félagslega aðstoð við skuldara í landinu.

Þar segir hann: ,, Alveg eins og ríkið sker upp krabbameinssjúklinga
sem hafa reykt tóbak alla ævi, mætti athuga hvort félagsleg úrræði
þurfi til að hjálpa þeim sem af eigin vangá farið illa út úr því að taka
áhættu og lent í hruni gengis og hlutabréfa
.

Þessi maður er ekki í fyrsta skipti að niðurlægja þá sem eiga í erfiðleikum,
til dæmis eins og hér um árið er hann sagði aðalvanda ellilífeyrisþega
vera þann að annað hvort drykkju þeir of mikið eða að þeir hefðu skrifað
upp á fyrir börnin sín og það fallið á þau. allt þetta er bara ólýðandi
dónaskapur og mannfyrirlitning.

Hann vogar sér að bera saman alvarlegan sjúkdóm og fjárhagserfiðleika
fólks, þó það fari oft sama, en ríkið borgar, en hver borgar þessum mönnum
laun eru það ekki við skattgreiðendur þessa lands.
þarna skaut hann langt undir beltisstað og er það hneysa fyrir hann,

Það er fullt af fólki sem fær krabbamein þó aldrei hafi reykt eða drukkið.
Og allavega fer hinn almenni borgari ekki af eigin vangá illa út úr því
að taka áhættu við nefnilega treystum því að það yrði stöðuleiki, en
það reyndist ekki vera, vextirnir hafa hækkað svo að lifibrauðinu er
kippt undan fólki.

Hann talar einnig um að það mætti jafnvel gefa fólki áfallahjálp sem
lendir í gjaldþroti.( Svo segir hann eins og hann viti eitthvað um það.)
því það geti verið mjög alvarlegt og leitt til sjálfsmorðs
.

Er hann fyrst að komast að því núna að það er víða pottur brotinn í
sálarlífi fólks, nei hann er ekki að komast að því því hann hefur engan
áhuga á að vita það, hann talar bara á stundum of mikið um það sem hann
hefur ekki kynnt sér, eða þannig virkar það á mig.

Að auki kom til greina að veita almenna fræðslu í fjármálum.

Um hvernig er samið við kröfuhafa og unnið úr slæmri stöðu eða gjaldþroti.
,, Við borgum auðvitað ekki skuldirnar fyrir fólk, þá værum við að hvetja til
ábyrgðarleysis, en við gætum reynt að milda afleyðingar áhættuhegðunar."
Segir hann.

Hann segir einnig álitamál hvort ekki megi draga til ábyrgðar þá sem
kunna að hafa hvatt fólk til áhættutöku, til dæmis með erlendri lántöku
og við íbúðarkaup.
Nefnir hann sem dæmi fasteignasala og bankastarfsmenn.

Hefur eyra ykkar nokkurn tímann numið aðra eins vitleysu?
Hvernig á að draga þetta fólk til ábyrgðar fyrir það sem yfirmenn
þeirra boða þeim að gera hverju sinni.

Það er að mínu mati gert eins lítið úr fólki sem nokkur maður kann að nefna
í þessari grein, en maður ætti kannski ekki að hlusta, en gerir það samt.

                                 Eigið góðan dag.


Fyrir svefninn.

Jæja dagurinn í dag, sko, vaknað að vanda kl 6 fór og gerði
hina hefðbundnu rútínu, reyndar elska ég þessa morgna,
lesa blöðin og borða morgunmatinn, fengum okkur í hádeginu
hálfa beyglu og heimabakað maltbrauð með þessu nýja
silkiskorna kjúklingaáleggi og allskonar grænmeti rosa gott.
LAGÐI MIG SVO Í KLUKKUTÍMA hafið þið nokkur heyrt það áður?
Nei örugglega ekki. Fengum okkur kaffi aldrei þessu vant og
með því rískökur með bláberjasultu.

Og hvað haldið þið Gísli minn fékk sér síara í kvöldmat, en ég
gljáði mér grænmeti með hreindýrabollum ekki að mér finnist síari
vondur af og frá en ég vill bara hafa mikið smjör með honum
svo ég læt hann vera svona í byrjun lífstílsbreytinga.
Nota Bene ég léttist um 500 gr. í síðustu viku og er ég mjög
ánægð með það.

                 *******************************

Í tilefni af 20 ára afmæli ADHD félagsins var haldin ráðstefna í Reykjavik
25 og 26 þessa mánaðar og þar héldu erindi sérfróðir á þessu sviði.
Ekki komst ég þótt ég gjarnan hefði viljað.
Hér birti ég smá um raddir barna með ADHD.

,,Þú segir fólki frá að þú ert með þetta og ef það veit ekki hvað þetta er
þá getur þú útskýrt það fyrir þeim. Þá sér það svona betur af hverju þú
ert svona. Og þá sér það líka betur persónuleikann þinn.
Það getur hjálpað manni mjög mikið í lífinu."

,, Það er ekki létt að eignast vin sko, ég get alveg sagt þér það.
Maður er búin að reyna það allt sjálfur."

,, Ég á mjög trausta vini sem ég get svona, ef ég er í vandræðum
þá get ég hringt í þá og talað við þá... Ég hringi stundum
bara í vini mína eða vinkonur mínar. bara að tala um bara hvernig
dagurinn var og svona. Mér finnst það mjög gott...líka bara á msn
og svona...Mér finnst bara gott að geta talað við einhvern sem
maður getur treyst á (Þögn):"

Þið vitið þetta tengist einelti.

                                  Góða nótt
HeartSleepingHeart


Dregur þessi frétt einhvern út úr glerhúsinu?

Einelti tekur á sig ýmsar myndir. Myndin er sviðsett

Einelti tekur á sig ýmsar myndir. Myndin er sviðsett Ásdís Ásgeirsdóttir

Ætlaði að pynta þau og drepa

„Ég ætlaði að ræna helstu höfuðpaurunum í eineltinu og fara með þau í yfirgefinn kofa úti í óbyggðum og beita þau hræðilegum pyntingar aðferðum og halda þeim nær dauða en lífi í marga daga áður en ég loks dræpi þau... og mér fannst þau SAMT vera að sleppa mjög vel miðað við það sem þau gerðu mér. Eftir á ætlaði ég síðan að fremja sjálfsmorð."

Þetta ritar ungur maður, sem varð fyrir einelti í skóla, en fjallað er ýtarlega um einelti í grein sem birt er í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Ég græt yfir því hvernig vansæl börn geta eyðilagt gjörsamlega
líf annarra barna. Tekur engin eftir þessum óhugnaði eða heldur
fólk að þetta sé bara í lagi?

Fylltist hatri gegn gerendunum

Sjálfsmynd hans var lengi brotin, en eftir að hann leit aði sér hjálpar fór hann að byggja líf sitt upp að nýju. Á tímabili fylltist hann miklu hatri út í gerendurna í eineltinu.

„Eina niðurstaðan sem ég gat fundið þá var að þetta væru gjör samlega siðlausar, illar manneskjur sem væri best að fjarlægja af þessari jörð. Þannig væri ég að hjálpa bæði heiminum í dag, og í framtíðinni með því að koma í veg fyrir að þau gætu alið upp illa innrætt börn sem myndu leggja annað saklaust fólk í einelti. Og fyrir utan að hjálpa heiminum, þá myndi ég ná fram einhverju réttlæti fyrir að líf mitt og möguleikar voru eyðilögð strax í barnæsku. Þegar ég les um skólamorðingja og bakgrunn þeirra og les skilaboðin sem þeir skildu eftir sig til að út skýra það sem þeir gerðu þá sé ég óhugnanlega margt líkt með þeim og mér þegar mér leið hvað verst."

Þó maður hafi hlustað á og lesið um einelt af verstu gerð.
þá verður manni um og ó er maður les þetta og er saga
þessi ekki ein það eru margar eins ef ekki verri.
En athugið að allar eru þær verstar fyrir þolandann í hvert skipti.
Vona til guðs að þessi þolandi sem um ræðir nái sér að fullu,
þó ég viti að erfitt sé.

Eigið góðan dag
InLove


mbl.is Ætlaði að pynta þau og drepa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Ég ætlaði að hafa það mjög gott í dag vaknaði kl 6 í morgun
borðaði mína AB léttmjólk með All brand fór síðan aðeins í tölvuna,
fékk smá hjartakast og fór upp í rúm um kl. 8 svaf til 10.
Sjænaði mig þá til, sem betur fer, því upp úr 11 hringdi Dóra mín
og sagði mér að hún ætti að fara inn á Akureyri í myndatöku,
treystir þú þér til að fara með mig? nú auðvitað,
þá átti ég fyrst að fara upp á sjúkrahús að ná i beiðni upp á það
frá lækninum hér.
það voru náttúrlega sláturhúsið hraðar hendur  í gangi
fara í réttu fötin fyrir bæjarferðTounge upp á sjúkrahús
setja bensín á bílinn eða sko Gísli minn gerði það
og svo var brunað af stað fram í Lauga að sækja þær.
Skutluðum henni upp á bráðadeild er til Akureyrar komum
skil ekki að bráðabíll kæmi bara ekki með öllum ljósum að sækja
sjúklingin eða sko villinginn.

Við fórum svo að versla á meðan, fengum okkur svo kaffi og brauð.
Um þrjú leitið vorum við orðin svolítið óróleg yfir hvað þetta tæki
langan tíma svo við fórum uppeftir komumst út þaðan um 5 leitið.
Fórum í hagkaup keyptum okkur samlokur og síðan var lagt í hann.
Á heimleið var ég mamman að stjórnast í að er maður væri með svona
lekkrann slaufu ristil yrði maður að taka eitthvað við því á hverjum degi,
og stelpur þið verðið bara að taka það að ykkur að minna mömmu ykkar
á þetta þá gall í þeim báðum samtímis, hvað ætlast þú sem sagt til þess
að við förum að vinna á elliheimili strax! gleymdu því, stelpur mína það er
bara gott að venja sig við, svo verður hún bráðum eins og langamma ykkar
gefur skýrslu í hvert skipti sem þið talið við hana.
Er búin að kúka í dag.Smile


Lítið sem ekkert breyst.

Það sem hefur breyst er að ekki lengur er hægt að dæma
mann fyrir að sjást eða vera með hvítri konu, en fordómarnir
eru ennþá tilstaðar.
Í Bandaríkjunum eru þeir afar miklir og alveg ótrúlegt að það
skuli vera árið 2008.

Kannski þurfum við svo sem ekkert að vera undrandi fordómar
hafa verið við lýði frá alda öðli og eru en.
Ekki nóg með að Íslendingar séu litnir hornauga ef þeir ná
sér í maka af erlendu bergi heldur er almenningur talinn
annars flokks ef hann er talin öðruvísi, og ekki vert að
koma of nálægt svoleiðis fólki hvað þá að þekkja það.

Hvað eru þetta annað en fordómar.
Legg til að við upprætum fordóma.

                                 Eigið góðan dag.Heart
mbl.is Jack Johnson verði náðaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Hafið þið leitt hugann að því hvað margir taka sitt eigið líf'
Ekki það nei, þá skuluð þið byrja á því.
Tuga manns féllu fyrir eigin hendi á síðasta ári og aðrir tugir
voru á barminum, en það náðist að hjálpa þeim.

Það er ekki nefnilega nóg að horfa á einhverjar tölur um þá
sem hafa tekið sitt eigið líf og segja já þetta er rosalegt,
og svo hugsar fólk ekki meir um það.
Tölurnar segja nefnilega ekki neitt.

Það verður að fara að ná utan um þessi mál.
Það vantar miklu fleiri úræði fyrir þá sem vilja fá hjálp,
fyrir þá sem labba sér inn á geðdeildir og vilja fá viðtal,
til dæmis ef það er helgi, þá er sagt þú getur komið milli
13 og 17 á mánudaginn, hvað á hinn sjúki að gera þangað til?
Kannski bara fyrirfer hann sér.

Þeir þessir háu herrar eru ekki eða vilja ekki skilja vandan,
hann byrjar nefnilega jafnvel við fæðingu fer eftir ástandi heimilis.
síðan er það leikskólinn og eineltið ef börnin eru lítil í sér þá eru
þau afar mótækileg fyrir einelti bæði frá börnum og starfsfólki.
Skólinn tekur við og hvað þá fyrir þessu litlu skinn sem hafa orðið fyrir
einelti í leikskóla þarf ekki einu sinni að nefna það.
ADHD börn verða oft fyrir einelti, börn verða fyrir ofbeldi af öllum toga
Algengt er að þessi börn enda í fíkniefnum.

Vitið þið að Geðrænar raskanir eru ekki endilega meðfæddar,
Það er nefnilega það að börn geta fengið geðraskanir að illri meðferð,
Ill meðferð er t.d. afskiptaleysi í æsku, misnotkun af öllum toga,
Endalaust einelti þar til allt þrýtur.

Hvernig væri að þjóðfélagið gerði þessa málaflokka að óskabarni sínu
þar til lag er komið á?

                Þörf fyrir jákvæðni, von og trú


Mér finnst mjög skrítið að lifa stundum ... Ég byrjaði á 9 ára aldri að
vilja deyja, og bara komin með leið á lífinu, og bara komin með leið
á lífinu og mig langaði bara að, ekkert að lifa lengur ... Alveg frá
því að ég var 9 ára var ég búin að vera að hugsa svona,
og ég held áfram að hugsa þannig af og til núna."

Raddir barna með ADHA.

                                          Góða nóttHeartSleepingHeart


Það sem fangaði augað.

Ekki seinna vænna! Bryndís Schram skrifar bók um árin eftir fimmtugt,
Það eru náttúrlega alveg frábær ár hjá öllum konum, en alltaf gaman að
lesa þau eftir aðra.
En læt ykkur vita sem yngri eruð að þessi ár veita manni leyfi til að gera
ýmislegt sem maður gerði eigi áður, eða þannig.
Sko! ég meina maður gerist djarfari vegna aldurs, daðrar við strákanna
á kassanum í stórmarkaðnum, í bílaumboðinu,í  fatabúðinni þó maður sé
að kaupa með karlinum, og ef þú bara tekur rétt á öllum vandamálum þá
verða þau engin vandamál. Þetta er bara skemmtilegt.
Og það verður bara skemmtilegra eftir því sem þú eldist, úllala.

En endilega gerið þetta innan velsæmismarka stelpur.Tounge

Ja hérna bara tvær bækur fyrir jól um Hafskipsmálið, verður nóg að lesa.
Annars þarf ég ekki að lesa neitt um þetta, veit að allt í hjarta mínu.
Í dag yrði þetta kallað einelti á þá Hafskipsmenn.Angry

Kom mér svo sem ekkert á óvart:
,, Þeir hjá Sævari Karli moka út dýrum fatnaði, því ef maður hefur
einu sinni komist í kynni við Armani þá ferðu ekki frá honum aftur
Sama þó ódýrustu fötin kosti 150.000 krónur. Hef skilning á því.
Og fullt er af mönnum sem hafa efni á að kaupa sér svona fínan fatnað.
En megin þorri þurfalingana mega hrósa happi ef þeir fá spariföt á
5000.00 krónur. Misskipt þessum peningum.

Ömurlegt er þetta einelti sem viðhaft er að Jóhanni R. Lögreglustjóra
á Suðurnesjum.
Mega menn ekki segja sína skoðun?
Menn með mikla reynslu eiga þeir ekki að hafa neitt til málana að leggja?
Er nú reyndar löngu hætt að skilja þennan fjandans klíkuskap sem tíðkast
í stjórnun landsins. Skyldu verða svo miklar breytingar?
Og stór spurning hver verður næsti lögreglustjóri eða yfirmaður
Lögreglunnar á Suðurnesjum?

Já og svo kemur Bubbi á , það verður nú vonandi engin dónaþáttur.

                        Eigið góðan dag.InLove


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband