Costco á Íslandi HÚRRA !

Það er eins og alltaf er eitthvað nýtt kemur, það er sama hvað það er þá brjálast landinn og ætla að gleypa bráðina hráa á no time.
Costco mun ég skoða einhverntímann kannski svona rétt fyrir jól eða svo, ekki að ég sé á móti þessari verslun því ekki veitir af að stóru verslanirnar okkar sem fyrir eru fái samkeppni þeir verða þá kannski með betri vörur og á betra verði aðallega að mínu mati má bæta grænmetisúrvalið og gæði þess, sem er að mörgu leiti til skammar hér á landi.
Held ég haldi bara áframm að versla í heimabyggð og þetta með Bensínið, mun sko halda mér við N1 eins og ég hef gert í tuga ára sko þetta er nefnilega eins og með bílana sem endalaust taka framm úr á Reykjanesbrautinni en á endanum erum við samtímis á ljósum í Hafnafirði.

Vona að þeir sem fara í troðninginn við COSTCO í dag tapi ekki á græðginni við að kaupa bara eitthvað.

 


mbl.is Verðið hjá Costco kom N1 á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló Milla mín það verður gaman að kíkja þarna við og sjá öll herlegheitin en get eflaust verið lengi þarna inni nema að fá hjólastól við getum þá verið í takt við tímann ha, ha. Sakna þín <3 

egvania (IP-tala skráð) 23.5.2017 kl. 10:36

2 Smámynd: Hrossabrestur

Það er spurning hver er aðal áhrifavaldurinn í háu verðlagi hér á Íslandi, Það skyldi þó ekki vera að bankarnir ættu þar einhvern hlut að máli og kannski þyrftu þeir að vera teknis sömu tökum og verslunin er núna tekin af Costco. 

Hrossabrestur, 24.5.2017 kl. 14:55

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það munur að geta ferðast eins og maður vill og borga 30 krónum meira fyrir bemzin literinn af því að þú ert svo hrifin af N1 einokunar samsteypunni.

Gott að vera rík Gunna, en það eru ekki allir í þínum sporum, það er fólk sem verður að velja hvort það kaupir líf eða mat og lægra vöruverð gæti gert það að fólk sem á litið, geti keypt líf og mat með lægra vöruverði í Costco.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.5.2017 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband