Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Til hamingju Jóhanna

Ekki kaus ég þessa flottu stelpu, sem ég er búin að þekkja síðan hún var smá reyndar er hún ennþá smá bara 21. en hún er stór í hugsun og þroska, ég óska henni hjartanlega til hamingju með sigurinn, hún er afburða vel gerð stelpa og flottur kandídat inn á þing.

Ég óska einnig foreldrum hennar og auðvitað flokknum til hamingju með hana, eitt veit ég að engin fer með hana þangað sem hún eigi vill sjálf.

Um síðustu kosningar viðurkenni ég að eigi fór ég á kjörstað til að kjósa, ég var reið, eftir kosningarnar  ákvað ég að gefa þeim sem komust í stjórn tækifæri en varð fljótlega afhuga þeirri ákvörðun, það nefnilega gerðist ekki neitt ég varð fátækari og fátækari, núna vona ég að XD og XB nái saman og mun ég þá treysta á að þeir efni þau loforð sem þeir gáfu í baráttunni, það væri nefnilega yndislegt ef ég gæti farið að lifa sómasamlegu lífi.

Ég hef alltaf sagt að gott fólk er í öllum flokkum og mér finnist að allir flokkar ættu að taka sig saman og vinna að úrlausn þeirra mála sem nauðsynleg eru, hætta öllu karpi og vinna saman.

Eigum við ekki kröfu á þannig vinnubrögð?
Það er búið að ganga nóg á í lífi fólks.
Þið verðið að spyrja ykkur að: " getum við lifað á 170.000 á mán?"

Ég var nú víst að skrifa hér til að óska henni Jóhönnu til hamingju en auðvitað óska ég öllum nýliðum til hamingju og megi öllum vegna vel í starfi. 

Í mér býr trú von og kærleikur 


mbl.is „Allir samgleðjast mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.