Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Yndisleg jól

Þau eru eigi yndisleg að því að allt gengur smurt fyrir sig, þá meina ég í svo mörgu, þau eru yndisleg vegna þess að ég er jákvæð og elska lífið og þá sem eru mér næstir.

Verð að tala um, en og aftur, þetta með afskiptasemina, stjórnsemina, orðaleppana og er fólk býr til allt mögulegt um allt mögulegt sem það veit ekkert um og kemur alls ekki við.

Stjórnsöm hef ég verið sjálf og hef ekkert samviskubit yfir því það er nefnilega hægt að stjórna á svo margan hátt, en ljót orð, sögusagnir, lygar og tilbúning á fólk sem á sér engan fót hef ég aldrei gúterað hjá fólki, hefur fólk ekkert  þarfara að gera við tímann sinn en að rótast í öðrum, ég hef allavega margt annað að gera og þess vegna heyri ég trúlega síðust manna það sem sagt er.

Eins og ég hef sagt áður þá nota ég þessa síðu mína til að losa um í sálartetrinu, það fer nefnilega obbólítið í mínar fínustu er ég hlera sögur sem eiga sér engan stuðning, var þetta búið að pirra mig nokkuð lengi, ætlaði ekki að blogga þetta fyrir jól, en geri það núna, því það lætur mína sál ekki í friði.

Það sem um ræðir vita þeir sem slett hafa drullunni og þarf ég eigi að tala meir um það. Er búin að klippa á allt sem hægt er að klippa á, en ótrúlegt en satt þá eru alltaf einhverjir endar eftir.

Það sem hjálpar mér í lífinu er trú mín á það góða, raunsæi á hvað er best fyrir mig, sonur minn sagði við mig um daginn: " Mamma það er svo gott með þig þú situr aldrei út á það sem við erum að gera, bara samgleðst."

Ég set ekki út á hvorki þau eða aðra því mér kemur ekki við hvernig aðrir lifa sínu líf, ef þau ekki lifa því rétt verða þau að reka sig á, engin breytir neinu þar um

Kærleik til ykkar allra inn í nýtt og yndislegt ár.


Gleðileg jól kæru vinir.

Jæja elskurnar nú ætla ég bara í bloggfrí, hef svo margt skemmtilegt að gera þessa daganna að ég mun bara sinna mér og mínum, sem sagt að vera svolítið sjálfselsk.

Fórum á Akureyri í gær, ég var að versla fyrir jólin, var sko ekki byrjuð, en að vanda fékk ég góða hjálp, síðan fórum við út að borða hittum svo í kaffi nokkrar góðar vinkonur, bara yndislegt.

Í kvöld erum við öll að fara að Ýdölum til að hlusta á Frostrósir, hlakka svo til.

christmas-tree-inside-the-house.jpg

Svona ættu kannski jólin að líta út hjá öllu fólki, en það er bara
eigi svo, en við eigum hvort annað og í hjarta okkar býr kærleikurinn,
friðurinn og ljósið.
Notum það sem í hjarta okkar býr.

Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár
með hjartans þökk fyrir það gamla.

Milla
Heart



Það sem kemur upp í hugann III


Þetta er nú akkúrat tíminn til að rifja upp gamlar minningar, var að tala við Ingó bróðir minn í gærkveldi, að vanda gátum við talað vítt og breytt.

Hann spurði mig hvað þetta þýddi hjá einu barnabarninu mínu að segja á facebook: "Mamma er fífl"
Jú ég gat sagt honum að þetta hefði komið til vegna þess að  mamma hennar vildi ekki segja henni hvað væri í einum af mörgum jólapökkunum sem þær fá systur, búið að pakka þessu inn og ekki orð meira með það.

Svona eruð þið þessar konur sagði hann, við sagði ég, en þið, jæja fór að segja honum að þegar ég var 11 ára spurði mamma hvort ég vildi fá listdansskauta eða dúkku í jólagjöf, sagði, skauta að sjálfsögðu vissi alveg að ég fengi dúkkuna líka og var búin að finna herlegheitinn í tösku undir rúmi hjá mömmu og pabba, svona var maður orðin útsmogin bara 11 ára.

Nú hann fór að segja mér frá jólagjöfum sem þeir áttu að fá bræður, mamma og pabbi voru nýkomin að utan og keyptu jólagjafirnar þar, þeir voru ekki lengi að þefa þær uppi og léku sér með þær ætíð er þau voru ekki heima, þegar svo jólapakkarnir voru opnaðir sagði mamma eitthvað á þá leið að þetta liti svo notað út, en þetta voru byssur, en hún fattaði aldrei hvað hefði gerst.

eg_og_brae_ur.jpg

Þarna er ég með þessum elskulegu bræðrum mínum, sem  voru
fyrirmyndar drengir í öllum veislum.

Image0011

Og þarna eru þeir í jólaboði hjá Þorgils afa og Margréti
konu hans, það er hún sem situr og er að leika við þessa engla
enda líta þeir ekki út fyrir að vera prakkarar.

Knús í öll hús
Heart


Séð og Heyrt + Lesið

Já svo merkilegt sem það er þá erum við íslendingar ansans kjaftaskjóður og höfum afar gaman að setja fram staðhæfingar sem við vitum ekkert um, bara að því að við Sáum, heyrðum eða lásum, að mínu mati er það eiginlega ekki nóg, við þurfum að vita svona nokkurn veginn hvort um sannleika er að ræða eða hvernig liggur í málum áður en við staðhæfum það.

Nú að sjálfsögðu les ég blogg eins og allir aðrir og réttilega sagt, þá er það fyrir neðan allar hellur hvað fólk sem á að teljast vitiborið lætur út úr sér, hvort sem það er til að koma af stað úlfúð eða að það trúir öllu sem það heyrir nú ef einhver kemur með sannleikann í komentum þá er honum eigi svarað eða það er hraunað yfir fólk, enda er ég hætt að fara inn á aðrar síður, bara hjá mínum vinum, sem ég er búin að fækka verulega.

Einkenni okkar er að gormast út í ófarir annarra, það er sama hvað það er, útásetning í niðrandi tón er alveg nauðsynleg hjá þessu fólki og það svo að æluna upp í hálsinn maður fær.

Eitt er víst að hið neikvæða er í hávegum haft, hið góða og skemmtilega fær maður sjaldan að heyra, kannski ekkert skrítið þar sem landsmenn eru mataðir af ansans ruglinu árið og árin út, en tekið skal fram að  allar götur höfum við verið kjaftaskjóður það hefur bara aukist með tilkomu blaða og annarra miðla.

Ég er ein af þessum skrítnu konum sem les ekki slúðurblöð, þau bara höfða ekki til mín, mér finnst það ekki vera hápunktur lífs míns að vita, hvenær einhver skilaði diski í Snælands video eða hvort annar fékk sér vínbelju í ríkinu í Garðabæ, eða hvort þekktir menn og konur fái sér kaffi í kaffitár á Höfðatorgi, ja eða að Kári Stefánsson hafi keypt blómvönd og sagst ætla strax heim með hann, Halló, halló er ekki allt í lagi með fólk?

Svo eru það eldhús sögurnar, jerímías þær eru nú krassandi það vita allir sem hafa komist í tæri við þær, konur sitja saman og hnoða saman einhverri vitleysu sem fellur í kramið hjá kjaftaskjóðunum, eins og er fólk slítur samvistum þá getur það nú ekki verið vegna þess að báðir aðilar ákveða það í góðu að það sé fyrir bestu eða að skilnaður sé það eina rétta, nei sko það er örugglega öðru hvoru að kenna og vitleysan =)((/%$$#""!$#%&/()=Ö=Ö)%$#"! á háu stígi vellur úr munni þessara kvenna og reyndar karla líka því eigi eru þær betri vinnustaða-kaffistofurnar þeirra.

þarf ætíð að gera skilnað fólks að einhverju ljótu, ég spyr af hverju, annars veit ég svarið, til þess að veikar tungur geti sett fram kjaftasögur, af hverju, jú vegna þess að fólk heldur að það fái athygli ef það hefur nóg að segja um náungann, en það er bara ekki þannig á endanum tapar fólk virðingu sinni.

Þetta er að sjálfsögðu Egó rétt eins og stjórnsemin, þú skalt ná því fram SEM ÞÚ VILT hvað sem það kostar. Mín skoðun er sú að okkur kemur ekkert við annarra manna líf og höfum ekkert um það að segja, nema við séum beðin um álit.

Ég þakka guði fyrir þann þroska sem ég hef öðlast, er á góðri leið með að hætta stjórnseminni og vitið þið, það er bara nokkuð notalegt að vera laus við þá tilfinningu að halda að ég þurfi að stjórna, að hætta að stjórna er nefnilega það að vera búin að læra að treysta þeim sem ég hef stjórnað í allar götur.

Kærleik og gleði til ykkar allra
Milla
Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband