Bloggfærslur mánaðarins, maí 2017

Costco á Íslandi HÚRRA !

Það er eins og alltaf er eitthvað nýtt kemur, það er sama hvað það er þá brjálast landinn og ætla að gleypa bráðina hráa á no time.
Costco mun ég skoða einhverntímann kannski svona rétt fyrir jól eða svo, ekki að ég sé á móti þessari verslun því ekki veitir af að stóru verslanirnar okkar sem fyrir eru fái samkeppni þeir verða þá kannski með betri vörur og á betra verði aðallega að mínu mati má bæta grænmetisúrvalið og gæði þess, sem er að mörgu leiti til skammar hér á landi.
Held ég haldi bara áframm að versla í heimabyggð og þetta með Bensínið, mun sko halda mér við N1 eins og ég hef gert í tuga ára sko þetta er nefnilega eins og með bílana sem endalaust taka framm úr á Reykjanesbrautinni en á endanum erum við samtímis á ljósum í Hafnafirði.

Vona að þeir sem fara í troðninginn við COSTCO í dag tapi ekki á græðginni við að kaupa bara eitthvað.

 


mbl.is Verðið hjá Costco kom N1 á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband