Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Prufufærsla

Er að vona að þessi færsla fari í gegn og allt sé komið í lag hjá mér, þó ég viti eiginlega ekki hvað var að, hef ekki getað bloggað eða kommentað X lengi, en er búin að kommenta á fullu í morgun.

Gleðilegt ár kæru vinir og hjartans þakkir fyrir öll liðnu árin.

Ég er búin að hafa það yndislegt yfir jól og áramót, var reyndar veik í kringum áramótin og gat ekki mætt í mat og partý hjá syni mínum og tengdadóttur á gamlárskvöld, var bara ein heima í mínu volæði það var kannski bara gott því dýrin okkar voru afar glöð með að hafa ömmu heima, Ume litla trillist úr hræðslu, jæja ég fékk samt mat sendan með Dóru minni og borðaði ég hann á nýársdag.

Núna eftir helgina fer allt í fastar skorður og er það vel, skrýtið að alltaf eru allir glaðir að komast í frí og jafn glaðir er allt fer á fullt aftur.

 Ætlaði að setja inn myndir, en nei þá þókst það ekki, þær koma bara síðar

Kærleik til ykkar allra


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband