Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Fyrir svefninn.

Magnús Torfason sýslumaður var hispurslaus
og berorður við embættisverk.
Eitt sinn kom maður til hans og kærði fyrir honum,
að kona sin væri sér ótrú.
,, Hafið þér sannanir fyrir því?" Spurði Magnús.
,, Já ég get sannað, að maður hefur leitt hana á götu",
svaraði maðurinn. ,, Það eru engar sannanir",
sagði þá Magnús. ,, Það er ekki sama að teyma
merina og ríða henni".
Góða nótt.

Kvöldmaturinn.

Haldiði ekki að englinum mínum hafi langað í bjúgu
í matinn þetta eru sko kofareykt kindabjúgu með
kartöflum og jafningi, ég bætti nú við grænmeti,
en allt kom fyrir ekki, þetta er bara ekki gott,
fyrir utan hvað þetta er óhollt.
Mætti ég frekar byðja um þorsk.

Bráðum koma blessuð jólin.

Stór hópur fólks verður eins og endranær í
vandræðum með að halda Jól.
Fólk getur jú farið á hina ýmsu staði til að fá hjálp,
Það fær mat, föt og gjafir, og er það af hinu góða,
en svo fá þeir einhverja úttektarmiða í vissar verslanir
í bænum, sem sumum er ekki vel við. Af hverju? Jú því fynnst það vera gangandi auglýsing fyrir fátækt.
Sumir nota aldrei þessa miða.
Nú segja sumir: ,, það er þeirra mál".
NEI!!! Því það er engin sem vill vera fátækur.

Hvað gerist núna, þegar stór hópur fólks hellist inn í
fátæktar-geirann, sagt er að hluti hópsins mun fá lækkunina
bætta að hluta frá Tryggingarstofnun ríkisins.
Er ekki alveg að ná þessu, "hluti bættann hluta"
Hvað eiga hinir að gera, hættu þeir kannski allt í einu
að vera öryrkjar, og farnir út á vinnumarkaðinn,
nei ég bara sló þessu fram,
því það er eins og þeir haldi það þessir menn.
Mér dettur í hug barnið sem ég þekkti,
fyrir margt löngu síðan. Barnið var lamað í hjólastól,
en samt þurfti að endurnýja vottorð með vissu millibili
sem þurfti að afhendast tryggingjarstofnun ríkisins
til þess að bætur yrðu borgaðar út. þetta og svo margt annað,
er bara niðurlægjandi fyrir fólk.


mbl.is Veruleg lækkun bóta hjá sumum öryrkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast?

Það er eitthvað að gerast, það er á tæru,
fáum við nokkur svör við því?
Held ekki, verðum bara að sjá hvað verður.
Vona að Ólafur haldi góðri heilsu og verði
farsæll í sínu starfi.
Stöndum vörð um virðingu við fólk.
mbl.is Ólafur F. látinn skila vottorði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Manni einum varð það á að eignast son utan hjónabands.
Ekki skipti hann sér neitt af afkvæmi sínu um langan aldur,
en er drengurinn var fermdur,
var eins og samviska föfurins vaknaði allt í einu,
sendi hann boð eftir syni sínum.
Drengurinn var lítill fyrir mann að sjá,
og er faðir hans sá hann varð honum að orði:
,, Ja lítill og veimitítulegur ertu, drengur minn".
Drengurinn svaraði: ,, Það er ekki við öðru að búast,
því ég átti víst aldrei að verða neitt".

Góða nótt.

Kom að því.

Það er eins og ég hef margoft sagt,
þeir vilja hafa einokunnar-stefnu á öllu og yfir öllum.
Þessi battarí öll sömul eru orðin eins og
herbúðir.
Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu,
halda þeir virkilega að allir séu að pretta þá,
Eins og öll framkoma er orðin gagnvart fólki,
þá eigum við nú varla að hafa greind til þess.
Á ekki til orð yfir þetta.
mbl.is Reynt að klóra yfir vitleysuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá þeim.

Þetta er æði, þvílíkur lúxus, losna alveg við karlana
meðan konurnar eru að njóta sín að versla, uff!
Ekkert nuð og tuð, ertu ekki að verða búin?
getur ekki tekið svona langann tíma að velja í matinn,
hvað er þetta eiginlega kona,
þarftu endilega að fara líka í þessa deild?
Vantar okkur einhver búsáhöld? Hvað sokka á mig, mig
vanhagar ekki um neitt, svona, nú er komið nóg
nenni ekki að hanga yfir þessu lengur.
Þetta og margt annað verður maður vitni af.
þeir eru best geymdir við imbann þessar elskur
þá eru þeir í svo góðu skapi það sem eftir er dagsins,
ég tala nú ekki um ef þeir segja: ,,Æ, ég þarf aðeins að
skreppa í Húsasmiðjuna verð enga stund,
allt í lagi elskan, verð bara hér á meðan.
Ekki bjóða þeir þeim á kaffihús á eftir, nei það
kostar of mikið eða imbinn kallar.
Yndislega þolinmóðar konur, eða hvað er þetta stelpur???
Ég hrópa húrra fyrir Hagkaupsmönnum, eitt sem væri afar snjallt,
að koma með svona hjálpar-stráka og stelpur við innkaupinn,
allir mundu hópast í Hagkaup.
mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Jón Þórðarson í Eyvindarmúla var mikils háttar
bóndi og þingmaður um skeið.
Honum þótti sr. SkúliGíslason, prófastur á Breiðabólstað,
prédika strangt,og fleiri greinir voru með þeim.
Jón sagði einhvern tíma um kennimensku sr. Skúla:
,,Hann fer með okkur alla til helvítis og
aldrei þaðan aftur".

Kjaftaskur.

Á hans tungu er ekkert haft,
oft er skinnið fullur hroka.
Þessum leiða þjóðarkjaft
þarftu drottinn minn, að loka.

Góða nótt.


Halda þessir menn???

Halda þessir menn að maður krjúpi á hné
og byðji um að verða öryrkji?
Fyrir það fyrsta er það ekki gott að geta
ekki unnið fyrir sér og sínum. Svo að sætta sig við að vera
orðin sjúklingur er bara erfitt.
Það skylur enginn sem ekki hefur reynt það.
Sumum er hægt að hjálpa út á vinnumarkaðinn aftur,
sem betur fer, en öðrum ekki. Þeir sem eru á bótum
verða sífellt fyrir niðurlægingu, frá hverjum?
Jú, Tryggingarstofnun Ríkisins það er eins og fólk þar
viti ekki hvað mannasiðir eru.
Og ef þú kannt ekki að svara fyrir þig,
þá verður þú bara undir í baráttunni fyrir réttindum þínum.
Verð að segja þá skoðun mína, að þessir menn sem sitja
í flottum stólum suður í Reykjavík, tala eins og þeir séu með einhverja ölmusu við okkur öryrkjana, Svei attan. Hver borgar ykkur laun?
Þú Vilhjálmur ert launaður af, Samtökum atvinnulífsins,
Hvað er það? Jú það erum við,
því ef við notuðum ekki þjónustu atvinnulífsins,
væri engin þörf fyrir þig. Aðrir eru á launum hjá ríkinu,
við borgum þeim laun með sköttunum sem við borgum
af okkar lágu launum.
Ef það kostar átta miljónir að reka einn öryrkja, hvert
fara þá rúmlega sjö miljónir? Komið með það upp á borðið,
fer það í að borga þessu siðsama fólki
sem vinnur skýtverkin fyrir ykkur.
Fyrirgefið orðbragðið, en mér ofbýður og þetta er mín skoðun.

Eitt ætla ég að láta fylgja með.
Ég var alin upp í ríkidæmi og snobbi,en líka í því
að bera virðingu fyrir öllu fólki, það væru allir jafnir.
Ég þakka fyrir að hafa ekki látið snobbið ráða för.
Takk fyrir mig.


mbl.is Núverandi réttindakerfi framleiðir öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á að versla í öllu þessu.

Ég er ekki á móti framkvæmdum sem eru
nauðsynlegar, og að taka lán fyrir þeim,
eins og vegaframkvæmdum og öðru slíku.
En ég spyr? Hverjir eiga að versla í þessu öllu saman?
Eru ekki allar ferðatöskur uppurnar á fróni,
vegna ferðalaga landans erlendis, til að versla fyrir jólin,
þær ferðir eru að aukast aftur, eftir að hafa legið í dvala
í nokkur ár, þótt það sé ætíð eitthvað um þær.
Og hvenær dettur allt um koll???
mbl.is 30.000 nýir fermetrar fyrir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband