Að ná aganum
11.2.2010 | 10:51
Yfir sjálfum sér og hafa gaman að því.
Mér þykir það afar merkilegt, fyrirbærið, maðurinn allt sitt líf berst hann við að ná aga yfir sjálfum sér, allavega ég og sé það svo vel er ég lít tilbaka, sé sjálfsblekkinguna og hina endalausu lygi, feluleik og meðvirkni með sjálfum sér. Stelpurnar mínar Dóra og Milla hjálpa mér stórum við að minna mig á hvernig ég var í raun.
Alveg frá því að ég man eftir þá barðist ég við eitthvað, en út á við var allt svo slétt og fellt. Í dag þegar blákaldur sannleikurinn blasir við þá sé ég að ekki náði ég þeim aga sem til þarf, það segir heilsan, offitan og allt sem því fylgi. Nú hef ég val um hvort ég vilji fara sex fetin, í hjólastólinn og missa af öllu eða aga sjálfan mig og fá heilsuna að svo miklu leiti sem hún næst aftur.
Ég ætla með hjálp trúarinnar á æðri mátt, á sjálfan mig, alla sem vilja hjálpa mér, að velja að efla heilsuna, því ég hef svo mikið að lifa fyrir
Hef verið að lesa heilmikið um agann og það að ekki er hægt að stíga spor tvö fyrr heldur en spori eitt er náð fullkomlega, með aga í gleðinni, því ef þú hefur ekki gaman að þessu þá getur þú sleppt því, maður þarf að finna straumana sem gleðin gefur til að ná árangri.
Sögur um agaleysi, maður nokkur sem var vinur foreldra minna gat borðar 10 sviðakjamma og renndi þeim niður eins og ekkert væri, Pabbi minn elskaði að fá sér stórar smörebröd þá var áleggið og gumsið þar ofan á 10 sinnum hærra en brauðið, og eigi dugði ein, enda borðaði hann á sig sykursýki ll, heima voru soðnir 10 sviðahausar og mamma bjó til sviðasultu, en áður en sviðin komust í sultu borðaði hún hnakkaspikið af svona 10 kjömmum, þetta er náttúrlega ekki normalt og algjört agaleysi.
Til með að segja ykkur, er ég kom heim af spítalanum þá fékk ég óstjórnlega löngun í toppís ég borða aldrei ís og þessa löngun hafði ég í marga dag, en komst yfir þessa vitleysu, hugsið ykkur annað eins.
Föðurafi minn átti sko til agann þegar hann var á miðjum aldri veiktist hann eftir það borðaði hann ekkert rjómasull eða aðra óhollustu, nema hann borðaði eina sneið af rjómaköku á jólum, hann var agamaður mikill.
Já mér finnst það merkilegt, að ég skuli hafa verið svona agalaus við sjálfan mig vitandi fyrir víst undir niðri að ég var að skemma líf mitt, vonandi tekst mér að snúa þessu dæmi við.
Kærleik og gleði til ykkar allra.
Athugasemdir
Góð færsla Milla. Á erindi við marga af margvíslegum ástæðum
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.2.2010 kl. 10:55
Takk fyrir þessa áminningu. Ég er of agalaus við sjálfa mig oftast. Gott að fá svona ádrepu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2010 kl. 11:20
Sæl Milla mín. Mér var kenndur agi í æsku og hefur hann reynst mér vel gegnum árin, aða aga sjálfan sig er gott og tek ég sjálfa mig reglulega í einhver prógrömm til að halda þessu við, núna er það nýjasta að ég ákvað að bragða hvorki bjór né vín, var þá stödd í París síðasta sumar og hef staðið 100% við það, notalegt að finna að maður getur, mæli með svona agatörnum. Gangi þér allt í haginn.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.2.2010 kl. 11:29
Gangi þér vel Milla mín! Þú ert svo mikið æði að þú nærð því sem þú vilt ná. Þegar hugafarið er komið á rétta braut er eftirleikurinn auðveldari.
Bestu kveðjur til ykkar hjúanna
Gulla (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 13:27
Það er satt hjá þér Silla mín og að ná aga yfir sjálfum sér er afar gott.
Knús í heiðarbæinn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2010 kl. 14:51
Ásthildur mín ádrepan er á mig sjálfa í sambandi við matarræðið, auðvitað dettum við öll í þann pitt að vera agalaus og held ég að það sé bara eðlilegt.
Kærleik til þín dúllan mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2010 kl. 14:54
Ásdís mín ég er ekki að meina agatörnum, heldur að aga sig fyrir lífstíð eins og með matinn og heilsuna hjá mér, það sem er að drepa mann verður maður að taka sig á í og svo merkilegt eins og maður hafði aga á sínu heimili og börnum þá missti maður agan á sjálfum sér.
Það er gott að þú ert hætt að smakka vín því það er ekki gott hvorki fyrir heilsuna okkar, svo ég tali nú ekki um tímann sem fer í þetta rugl.
Knús til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2010 kl. 14:59
Takk elsku Gulla mín, það hefur nú ekki vantað hugarfarið heldur framkvæmdarhvatann, oftast viljum við halda í gamla ósiði, það er bara svo þægilegt.
Kærleik til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2010 kl. 15:01
Sjálfsagi er góður,og sveigjanleiki er líka góður.Stundum þurfum við pínulitla aðstoð til að trítla af stað í ferðalagið og það er gott að hafa stuðning á því.Gangi þér vel í þínu skemmtilega ferðalagi sem er framundan hjá þér Milla mín.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 17:52
Birna Dís mín, hugurinn er kominn næstum alla leið framkvæmdin aðeins styttra á veg komin, en þetta kemur allt með heilsunni og hækkandi sól.
Knús til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.2.2010 kl. 17:58
Ég ákvað að taka til hjá mér og hætti að borða allt sem er reykt og saltað og hætta drekka kók og hef alveg staðið við það
svindlaði bara með skötuna.
kv.Vallý
Valdís Skúladóttir, 11.2.2010 kl. 20:33
Édúdamía það er svo langt síðan að ég fór á bloggið að ég var næstum búin að gleyma aðgangsorðinu.
En toppís það gæti hafa verið ég, það er svo gott að fá sér ís.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 23:34
Þú ert líka agakona Vallý mín, maður verður nú að svindla á einhverju, sveigjanleikinn er einnig góður eins og Birna Dís sagði hér að ofan.
Kærleik til ykkar í Svíaríki
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2010 kl. 09:51
Jónína þetta hefur verið þú, þig hefur langað svona í toppís og ég bjáninn hef numið það, hlaut að vera.
Mætti ég frekar biðja um smörebröd með miklu áleggi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2010 kl. 09:57
Fyrst þú uppljóstrar þessu, þá verð ég að segja þér af einum góðum sem ég var á námskeiði hjá og hann fór alltaf út að reykja í pásum, þá sagði hann alltaf, "Nú langar Indíánann í smók, ég nefnilega reyki bara fyrir hann." Ein kona sem ég þekki sagði þegar hún var komin langt niður fyrir miðju í léttvínsflöskunni, "já nú er þessi elska mætt henni þykir svo gott að fá sér í staupinu." Hún sem sagt drakk fyrir konuna sem var í annarri vídd.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 16:35
Þvílík afneitun hjá þessum, en trúi nú samt að þetta geti verið staðreynd, eða þannig
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.2.2010 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.