Útrás

Sporðdreki:
Flestir halda að það sé best að vera fremst/ur í röðinni.
Þú getur athugað hvort það virkar fyrir þig.
Leiktu við börn, horfðu á kvikmynd,
iðkaðu líkamsrækt eða daðraðu smávegis.

Ja hérna já einu sinni var maður uppfullur af EGÓI og taldi það vera toppurinn á tilverunni að vera fremstur, í einu og öllu, mörg ár eru liðin síðan og mikið vatn runnið til sjávar.

Fyrir mörgum árum komst ég að því að allir eru jafnir, við erum öll á okkar sviði góð og best er ef við erum búin að ná þeim þroska að skilja að miðla til hvors annars  því sem við erum góð í er bara besta skynsemi sem til er..

Börnin eru mér allt og ég geri mikið með þeim, og þeim finnst afar gaman að spjalla, fræðast, slappa af og horfa á góða mynd, svo er lagað til og hellt á kaffi og bara nefnið það.

Líkamsræktina stunda ég nú ekki í þeirri mynd sem átt er við, en geri mínar eigin æfingar, og daðra geri ég ætíð er færi gefst, en það er saklaust.

Í gærmorgun dó einn af frændum mínum sem var mér mikils virði, hann var orðin afar veikur og sæll að fá að fara á góðan stað, en ætíð kemur dauðinn manni á óvart og maður fer allan tilfinningaskalann og hugsunin reikar allt aftur í barnæsku, ljúft er að eiga góðar minningar er maður missir.

Ungur maður dó í bílslysi í gær, hann var dóttursonur hjóna sem ég þekki, og það snertir mann afar, maður setur sig í spor alls þessa fólks og grætur með.

Elskurnar mínar notið allar stundir og njótið þeirra vel og aldrei að fresta til morguns sem ykkur finnst þið þurfa að gera í dag.

Guð veri með ykkur öllum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Milla.

.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 09:57

2 Smámynd: Erna

 Knús Milla mín yndislega

Erna, 14.3.2010 kl. 10:52

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þórarinn minn takk fyrir innlitið

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2010 kl. 12:27

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Erna mín og kærleik til þín og þinna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2010 kl. 12:29

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Knús í þitt hús.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.3.2010 kl. 13:28

6 identicon

Hvernig er það Milla mín fer ekki að styttast í kaupstaðaferðina hjá þér?

Kærleiksknús til þín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 17:18

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Silla mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2010 kl. 18:24

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín áætlað var að við kæmum suður 26/3 og yrðum í viku, nú er það komið upp að ég var að missa móðurbróður minn og kem þá kannsi fyrr, hef samband um leið og ég veit nánar um það, en endilega verðum við að hittast ef þú getur.

Vorum að koma úr afmælisveislum tveim sem haldnar voru fyrir fullorðnafólkið, en þær áttu afmæli Viktoría Ósk og Aþena Marey. það var afar gaman að hitta fólkið og spjalla saman.

Kærleiksknúsí þitt hús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2010 kl. 18:29

9 identicon

Ég samhryggist þér vegna andláts móðurbróður þíns Milla mín.  Mig minnti endilega að þú ætlaðir að vera fyrr á ferðinni en þú ætlaðir en svona gerast breytingarnar. Það verður gaman að hittast það verður víst ábyggilegt.

knús í hús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 19:59

10 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Elsku  Milla mín.

Ég votta þér innilega  samúð  mína.

                      Knúss.

                                Vallý

Valdís Skúladóttir, 14.3.2010 kl. 22:21

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Jónína mín, veistu mér finnst eins og allt muni gerast núna, óróinn er mikill í kringum mig, en það kemur í ljós, mamma mín er afar sorgmædd og lasburða vildi að hún mundi fá að fara sem fyrst.

Jónína mín villtu senda mér símanúmerið þitt í mali eða skilaboðum á Facebook
Svo ég geti hringt í þig er ég kem.

Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2010 kl. 07:55

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Vallý mín, sjáumst fljótlega
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.3.2010 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.