Ferða dagbókin mín

Við lögðum af stað í fríið okkar, á mánudagsmorguninn kl 8.15, fengum ágætis  veður fyrir utan hávaða rok frá Borgarnesi og eiginlega til Reykjavíkur. Ég þurfti náttúrlega að fara í eina búð er suður kom, en síðan var ekið í Grafarvoginn að heilsa upp á elsku Ingó bróðir og hans fólk, þar er ævilega að finna fyrstu hlýjuna sem maður fær sunnan heiða, ókum svo með hraði suður með sjó, nánar tiltekið í Njarðvíkurnar, en þar býr sonur minn með sína yndislegu fjölskyldu, knúsast var og kysst og auðvitað var litla yndislega tveggja mánaða Lísbet Lóa tekin í faðminn og þvílík sælutilfinning, hin þrjú voru í kringum ömmu, en fljótlega kallaði Sölvi Steinn hinn 2 ára: ,,afi úr sveitinni komdu að sjá nýja herbergið mitt, þeir fóru saman, en mér var ekki boðið, enda kona. Takk elskurnar mínar það er ævilega svo heimilislega tekið á móti okkur hér og það er ekki sjálfgefið, eigi heldur að eignast svona góða tengdadóttur eins og Solla mín er.

Í gær héldum við til Kópavogskirkju að kveðja móðurbróður minn kæran, Ingvar Þorgils hann var yndislegur drengur hjartahlýr, skemmtilegur og vinur vina sinna. Athöfnin var látlaus og falleg. haldið var til erfisdrykkju eftir athöfn, þar hitti ég ættingja, vini og gamla vinnufélaga sem var að sjálfsögðu afar skemmtilegt, hugsaði að það væri mikil missir að hittast ekki oftar, en gamli góði tíminn er horfin, vonandi fer fólk að átta sig hver eru bestu gildin í lífinu. Takk elsku Ingvar minn fyrir allt sem við áttum saman alveg frá því að ég man eftir mér, þú gafst mér skilning og kærleika.

Í dag ætlum við gamla settið að taka því rólega nema að ég þarf að sækja meðal í apótekið, læknirinn minn var að hringja og ég er aftur kominn með árans bakteríu í þvagið, fer í skoðanir er ég kem heim.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart




 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gaman að heyra ferðasögu ;-)

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2010 kl. 12:34

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóhanna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2010 kl. 15:21

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 24.3.2010 kl. 19:06

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að vel gengur, mundu að passa heilsuna vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2010 kl. 12:38

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 25.3.2010 kl. 20:41

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ elskurnar, takk fyrir innlitin, verð að fara varlega er ´komin með sýkinguna aftur.

Kærleik til allra
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2010 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband