Ferða dagbókin mín ll

Góðan daginn krúsirnar mínar, tjáði ykkur í síðustu færslu að ég væri komin með ósómann aftur, en pensilínið fleytir mér áfram þar til ég kemst heim. Tók því bara rólega á miðvikudaginn, nema að það er svo sem aldrei rólegt í kringum mig og mína, litli engillinn hún Lísbet Lóa náði ekki andanum um morguninn og brunað var með hana inn á barnadeild hringsins, en þetta reyndist vera slæm barkabólga ekkert komið niður í lungu svo hún kom heim um kvöldið, mikið vorum við glöð.

Á fimmtudeginum fór ég á árshátíð í Njarðvíkurskóla og það var bara flott, Inga amma var að passa litluna á meðan við fórum.  fengum æðislegan tay kjúklingarétt um kvöldið hjá Sollu minni.

Föstudags morguninn rann upp sólríkur og glaður, við sjænuðum okkur og ókum síðan í bæinn til að sækja englana mína´, en þær voru að koma frá Akureyri með flugi, í Kringluna var ekið í snarhasti og meira að segja fór ég inn, sem hef ekki komið inn þar í mörg ár, eigi var búið að opna búðir, svo við fengum okkur kaffi í Kaffitár, versluðum síðan smá hahaha dóluðum okkur fengum okkur smá kjúlla.
Og er ég var að skoða skó hittum við Dóru frænku kemur svo ekki Dóra mín með Sigrúnu frænku og þetta var orðið krúttlegt ættarmót, stuttu síðar kemur Maríanna frænka labbandi og þetta bara bjargaði deginum, svona óvæntur hittingur er yndislegur.

 fórum í Bæjarlindina og síðan heim til Fúsa og Sollu, þær mágkonurnar settu allt á fullt að undirbúa pittsuveislu,´yndislegur dagur, en í dag er ég að farast úr harðsperrum eftir Kringluplammpið.

Kærleik til ykkar allra
MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Njóttu vel yndið mitt

Ásdís Sigurðardóttir, 28.3.2010 kl. 11:56

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hafðu það gott Milla mín..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.3.2010 kl. 11:58

3 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Valdís Skúladóttir, 29.3.2010 kl. 14:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2010 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.