Ferða dagbókin mín lll
31.3.2010 | 09:01
Að vera á ferðalagi er bara ansi erfitt, tala nú ekki um er maður er hálf slappur, en gaman er svo afar að eigi stoppa get, hvíli mig er heim kem. Á laugardaginn tókum við því rólega framan af, fórum í Sandgerði, en ekki voru nú margir heima fórum til Raddý að sækja englana mína sem þar voru borðuðum síðan æðislega máltíð um kvöldið hjá Sollu og Fúsa, nú er við ókum englunum heim var Ingimar tengdasonur komin að í Sandgerði, náðum í hann og kom hann með okkur að heilsa upp á fólkið. Á sunnudeginum vorum við komin í fyrstu veisluna kl 2 það var hjá Eyjólfi frænda, hann er sonur Kollu og Berta það var æðislegt að hitta allt fólkið sitt þar. Vorum síðan komin til Karenar Sif um 6 leitið eftir að vera búin að koma við og sækja englana, en þær voru í veislu í Hafnarfirði. Komum frekar seinnt heim, en ég var alsæl með þennann yndislega dag.
Mánudagurinn rann upp kaldur en ágætur, var kölluð á fund vegna mömmu minnar sem er á Skógarbæ, svo við ókum þangað og var það afar fróðlegur fundur, nauðsynlegt að vita um gang mála, það er farið að draga af henni þessari elsku.
Náðum síðan í englana mína, ókum með þær í Smáralindina og ég fékk stæði beint fyrir framan dyrnar inn í Hagkaup og ákvað í annað skiptið á ævinni að labba inn í þetta patyon moll hehehe. Fengum okkur kaffi hjá Jóa Fel, sá þá söstrene gröne og gat ekki stillt mig um að labba þangað inn, sá ekki eftir því mun koma þangað er á ferðinni verð. Fórum síðan með þær niður í íbúð og ókum heim í Njarðvíkurnar.
Í gær fórum við svo til Gísla Janusar, en hann er barnabarn Gísla, síðan til Vallý vinkonu og var Óla þar, fengum æðislegt kaffi og með fengum við heimabakað bakkelsi, ekki að spyrja að hjá henni Vallý. Fórum síðan í Bónus fyrir Sollu mína og er heim kom voru ljósin mín og Milla komnar suður, yndislegt, amma fékk sko marga góða knúsa og kossa. Þær fóru síðan til R, en þær ætla að vera í íbúðinni með Dóru og englunum.
Í dag ætla ég að slappa af, en hjálpa, get nú kannski setið og skorið niður grænmetið í Gullach súpuna, en á morgun verður Lísbet Lóa skýrð svo förum við heim á föstudaginn langa, vona að það verði gott veður.
Kærleik til ykkar allra
Athugasemdir
Gott að heyra að vel gengur, þú verður fegin að komast heim og hvíla þig.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2010 kl. 23:30
Gangi ykkur vel heim Milla mín og farðu vel með þig.
Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2010 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.