Ferðalok

Búin að plana allt í gær fyrir ferðina, en þurfti nú endilega að líta rangt á klukkuna, taldi hana vera 7 er hún var sex, jæja var svo sem ekkert að pæla í henni meir hafði mig bara til Gísli setti allt dótið út í bíl, síðan vöknuðu þær mæðgur, við spjölluðum smá og amma knúsaði þær þessar yndislegu snúllur sem ég á þarna í Njarðvíkunum, feðgar komu fram að kveðja og lagt var af stað með miklum trega, þau eru öll svo yndisleg og ég elska ykkur öll.InLove

Er á Freyjugötuna kom voru þær ekki einu sinni vaknaðar, englarnir og ljósin, ekki von, amma var klukkutíma á undan áætlun, fékk sko að heyra það. Nú við fórum náttúrlega að kveðja í krosshömrunum, en þar býr Ingó bróðir knúsí knús og haldið í Borgarnes, fengum okkur hádegismat þar, veðrið var ágætt svo við komum við hjá Nonna bróðir og Svöfu Árni Ingvar sonur þeirra var þar með sína yndislegu konu og lítin sætabrauðsdreng með krullur eins og geislabaug og augu sem dáleiddu mann, en ég mátti nú samt ekki borða hann, Daníel var einnig í heimsókn, yndislegt að hitta þau, takk fyrir mig ljúflingarnir mínir.

Þegar við komum út þaðan var allt orðið hvítt, fljótt að breytast veðrið, frá Blönduósi í Varmahlíð var ekið á 60 km, sjúkrabíllinn þeystist fram úr okkur, en sem betur fer voru ekki alvarleg slys á mönnum, tveir bílar voru út af. Milla hringdi og við hittumst í Varmahlíð vorum í samfloti þaðan, en Öxnadalsheiðin var bara auð og allt autt þar til á Akureyri, Vikurskarðið  og leiðin öll sem eftir var alveg horor, svo ófært var á Húsavík og nágrenni að Ingimar minn sem var kominn á undan okkur heim fékk Alla bróðir sinn með sér til að lóðsa okkur gamla settið heim, það var allt orðið snarófært og urðu karlmennirnir að moka frá húsinu svo bíllinn kæmist upp að hann var svo losaður af mönnum og farangri Gísli fór svo með hann upp á stæði hér fyrir ofan, svona ef kannski væri hægt að komast í búð í dag, nú ef ekki hringi ég bara í jeppamanninn, minn kæra tengdason, hef oft hugsað að það sé yndislegt að eiga góða að er maður gerist eldri. takk fyrir mig elskurnar mínar.

Fengum okkur brauðsneið og drifum okkur í rúmið, meira að segja englarnir mínir, en að sjálfsögðu var Neró sóttur í pössunina til Gullu og Bjarts, en þar hafði hann það eins og blóm í eggi, það var svo gott að knúsa hann og eigi vissi hann hvernig hann átti að vera svo glaður var hann að sjá okkur öll.

100_9592.jpg

Lísbet Lóa ánægð hjá ömmu sinn

100_9616_977727.jpg

Séra Sigfús að útskíra fyrir börnum hvað gerðist á páskum og um
skírnina.

100_9619.jpg

Þarna er verið að ausa hana vatni og hún var svo góð allan tímann.

100_9634.jpg

Við ömmurnar og Milla var að segja okkur að líta upp, eins og maður
geti nokkuð annað en horft á þessa dýrð sem hún er.

100_9636.jpg

Amma með hana, hún brosir bara af þessu öllu saman.

100_9628.jpg

Læt þessa vera með þó hún sé óskír, kem með betri seinna.

100_9611.jpg

Fyrst fengum við dýrðlega franska Gullassúpu með brauði og svo
þessa flottu tertu á eftir með jarðaberjum og rjóma.

100_9587_977739.jpg

Þau taka sig ætíð vel út Dóra mín sem er elst og Fúsi minn sem
er yngstur, tekið er við borðuðum saman á laugardeginum.

100_9598.jpg

mágkonurnar alltaf jafn fallegar, Milla mín og Solla mín.

100_9600.jpg

Viktoría Ósk mín með litlu frænku, alsæl.

100_9601_977745.jpg

Aþena Marey mín með litlu frænku, yndislegar.

 100_9613.jpg

Fúsi minn og Solla með litla yndið sitt.

Þessi ferð var yndisleg, hefði ekki viljað missa af henni þó ég væri
vel stressuð á heimleið.

Kærleik til ykkar allra og njótið páskana vel
.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Velkomin heim Milla mín..Er svona vont veður fyrir norðan..Þó að manni finnist frekar kalt hér er þetta þá bara lúxus Knús úr Heiðarbæ.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.4.2010 kl. 10:52

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Silla mín já það er sko verið að láta mann aðeins vita að veturinn er ekki alveg horfin.
Knús í heiðarbæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2010 kl. 11:05

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Milla, var að hugsa til þín í morgun þegar ég var að hlusta á útvarpið, gott að vista af ykkur í heilu lagi heima á Víkinni. Þetta hefur verið yndisleg ferð og falleg er hún litla dúllan.  Gleðilega páska og ég vona að þú hvílist vel

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2010 kl. 12:46

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis Ásdís mín, Ingimar minn kom hér áðan og fór með Dóru að versla fyrir mig, ætla sko ekki að hreyfa minn bíl í dag.
Knús í páskana þína

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2010 kl. 13:10

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alltaf gott að koma heim Milla mín.  Mikið eru þetta skemmtilegar og flottar myndir, og til hamingju með litlu hnátuna þið eruð sko flottastar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2010 kl. 16:06

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Ásthildur mín, já ég er fegin að vera komin heim þó ég sakni þeirra afar, vildi að maður gæti búið á sama blettinum sko öll fjölskyldan.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.4.2010 kl. 21:25

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleðilega páskarest og til hamingju með þig og fjölskylduna! Fallegar myndir.

Jóhanna Magnúsdóttir, 5.4.2010 kl. 07:16

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóhanna mín og sömuleiðis til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2010 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.