Á enga samstarfsmenn
8.4.2010 | 08:56
Sporðdreki:
Samstarfsmenn þínir eru hvorki hjálplegir né koma með
uppbyggilegar hugmyndir.
Þú ert ein/n á báti í bili, það þarf ekki að vera slæmt
Ég á nú enga samstarfsmenn þar sem ég er ekki að vinna neitt, nema að sjálfsögðu að heimilinu mínu og þar þarf auðvitað að vera samvinna, en nú er það þannig að ég hef ákveðið að gera eins mikið af þessu öllu eins og ég get, nenni nefnilega ekki að biðja stöðugt um samvinnuna það sem mér finnst nauðsynlegt að gera finnst samvinnumanninum ekki. Er búin að tala um það lengi að fá húshjálp, ég á sko rétt á henni, það finnst samvinnumanninum alveg ótækt, Hann getur þetta svo vel sjálfur, Æ,æ, en sú mæða að eiga svona börn.
Uppbyggilegar hugmyndir fæ ég með og í samtölum við ungviðið mitt, þær eru fullar af hugmyndum og visku sem ég svo gjarnan fer eftir og þær fá að vera með, yndislegar stundir.
Það er ekki slæmt að vera einn og það getur maður verið þó samvinnumaður sé í spilinu, kannski fremur fátæklegt á stundum. Mér finnst yndislegt að vera ein með mínum hugsunum og gjörðum, svo fæ ég alla englana mína og ljósin í heimsókn og þá er sko gaman.
Kærleik til ykkar allra
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2010 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.