Að skilja það sem er að gerast.
16.5.2010 | 08:17
Sporðdreki:
Þú átt erfitt með að henda reiður á hvað er að
gerast í kringum þig. Þolinmæðin er ein af
undirstöðuatriðum þess að þér verði eitthvað úr verki.
Að skilja það sem er að gerast og henda reiður á því er bara púra vinna og ef maður ekki nennir að huga að því þá gerast engar breytingar, maður staðnar og fjandinn gengur laus allt um kring.
Ég skil afar vel hvað er að gerast í kringum mig og aðra sem að mér koma á einhvern hátt, þá er ég ekki að meina endilega mitt fólk, heldur marga aðra sem komið hafa við í mínu lífi og ef ég er ekki vinn vel með málin þá fer ekki vel. það er vegna þessa sem ég hef unnið með mínar úthreinsanir að undanförnu, þetta er tímafrek vinna, en mikið skelfing léttir mér er mér hefur tekist vel upp.
Gott var að fá þetta með þolinmæðina stundum vantar mig hana og þá gengur ekkert upp, allt fer bara út í sandinn, en ég tel að það þurfi einnig að vera heiðarlegur sérstaklega þarf maður að vinna með sjálfan sig í heiðarleikanum.
Eins og svo margir hef ég fengið á mig ýmislegt, sem ég hef ekki kannast við, sérstaklega á undaförnum árum, tel ég að þarna sé á ferð flétta af rugli, því rugli sem konur skapa er þær ekkert vita eða þekkja viðkomandi, það er hlustað á og svo fara í loftið slettur sem viðkomandi telur vera réttar, en hefur þær bara eftir einhverri konu sem þær þekkja ekki neitt, karmað sem er þarna á ferð þarf að losa um, ég get ekki ímyndað mér að nokkur kona vilji lifa við svona rugl, og til þess að losna við það þarf að vinna að því að hreinsa út. Sannann vinskap finnur maður ekki í óheiðarleikanum og með því að ljúga upp á aðra.
Margt er ömurlegt hér á blogginu, fólk hefur sett út á það sem ég kalla losun og kemur frá hjartarótum mínum og er sannleikur, ekki þíðir það að ég sé að velta mér upp úr þessum málum dags daglega, bara að ég er að hreinsa málin út og tekur það oft langan tíma, litli bróðir minn hefur sagt að ég ætti að skrifa ævisöguna hann gæti lært mikið af henni, en ég held að ég sleppi því bara og skrifi mig frá því sem ég tel vera meinsemdir í mínu lífi, nema bara á Wordinu, því það er gott að skrifa sig frá málum.
Ég tel afar mikilvægt fyrir þá sem eru reiðir og útmála aðra (ekki að meina mig) með miður skemmtilegum orðum að skoða og spyrja sjálfan sig, af hverju er ég svona reið, reiðin kemur nefnilega oftast frá einhverju allt öðru en maður skeytir henni á.
Horfið svo á það sem er að gerast á okkar fagra landi og spyrjið hvort það sé rétt að eyðileggja líf sitt á neikvæðni um það. Verum jákvæð, heiðarleg, þolinmóð, hjálpsöm og lifum í kærleikanum.
því það erum við sem erum að upplifa þetta allt núna og við getum ráðið hvort við gerum það í eymd og hatri eða gleði og kærleika.
Njótið lífsins
Athugasemdir
Amen segi ég bara
Jóhanna Magnúsdóttir, 16.5.2010 kl. 10:34
Takk fyrir það Jóhanna mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2010 kl. 11:30
Jebb rétt og satt
Ásdís Sigurðardóttir, 16.5.2010 kl. 12:08
Já elskan, knús í bæinn
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2010 kl. 13:18
Bíddu sló hugum okkar saman ,þarna er svo margt sem ég er líka að hugsa stundum ,ekki allt samt
En kvitt og knús ruglan í vesturbæ
Ólöf Karlsdóttir, 16.5.2010 kl. 14:29
Ætla að keyra austur á einhverntíman á tímabilinu 19 mai til 27 mai ,læt vita þegar nær kemur og er ákveðið
Ólöf Karlsdóttir, 16.5.2010 kl. 14:32
Já góð skrif hjá þér
Valdís Skúladóttir, 16.5.2010 kl. 14:53
Elsku Óla mín þú ert ætíð velkomin, ertu með gemsa númerið mitt verð mikið á ferðinni vegna útskriftar tvíburana 21/5
Já veist það eru margir að hugsa svona núna
Kærleik til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2010 kl. 06:12
Takk Vallý mín og knús til þín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2010 kl. 06:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.