Breytingar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
26.5.2010 | 07:33
Já það eru stórar breytingar sem ég er búin að gera á mínu lífi, ég er afar sátt við þær og vona ég að aðrir í kringum mig séu það líka og að fólk sé ekki að búa til sögur um breytinguna, sem engar rætur eiga og engin veit nein deili á, því þessi breyting kemur mér einni við í raun því ég ein ber ábyrgð á mínu lífi og gjörðum.
Sporðdreki: Þér liggur margt á hjarta í dag.
Hvað sem þú gerir mun það koma þér til góða.
Satt er það, mér liggur margt á hjarta og get varla beðið eftir að framkvæma það sem ég vil gera, en veit að allt sem ég geri kemur mér til góða, en eins og margir vita þá ræður maður ekki hraðanum sjálfur að öllu leiti, ég er til dæmis að flytja, er ekki búin að fá aðra íbúð, svo ekki er heppilegt að byrja að pakka niður, enda er maður flytur svona innanbæjar þá er ekki nauðsyn að pakka svo vel, en ég gæti farið að henda, því það verður nú margt sem fer á hauganna, bæði úr skápum og sálartetri.
Eitt er á tæru að þó maður hafi verið með manni bara í 13 ár þá er komið heilmikið rusl inn hjá báðum aðilum, en sem betur fer er þessi aðskilnaður gerður í góðu og hann er afar nauðsynlegur, þegar heilsan fer að bila getur maður ekki verið stuðbolti fyrir heilsubrest hvors annars, allavega lít ég þannig á málin.
Ég þakka þér Gísli og þínu fólki fyrir að hafa kynnst ykkur, að öllu leiti var það eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður, hlakka til að lifa í mínu nýja karma.
Kærleik á línuna
Milla
Athugasemdir
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 08:57
Gangi þér vel í öllu því sem þú tekur þér fyrir hendur.
Knús úr Heiðarbæ.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.5.2010 kl. 09:04
Gangi þér vel Milla mín og farðu vel með þig. Bestu kveðjur úr Keflavík
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 09:35
Knús til ykkar allra
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.5.2010 kl. 09:43
Elsku Milla mín ég vona að þér gangi vel með þitt nýja líf og að við eigum eftir að hittast heima hjá mér og heima hjá þér og Milla auðvita hressar og tærar á næsta hitting sem ég ætla nú rétt að vona að verði fljótlega.
Maskínur eru í gangi og hafa verið um tíma, allt um það geturðu séð á blogginu mínu, þetta er búið að ganga í mánuði eða við getum sagt eitt ár, maskínurnar eru vel smurðar elsku Milla mín og hafa aldrei þagnað.
Góðar kveðjur og ég veit að þér gengur vel í þínu nýja lífi.
egvania
egvania (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 09:53
Hafðu það sem best - sama hvað þú tekur þér fyrir hendur því eins og þú segir, þá er það þín ábyrgð en ekki annarra :)
Ragnheiður , 26.5.2010 kl. 12:35
Takk Ragga mín
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.5.2010 kl. 14:08
Gangi þér vel í því sem þú ert að gera elsku Milla mín.
Knús í bæinn.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2010 kl. 14:22
Takk Jónína mín og takk fyrir símtalið
Kærleik í þitt hús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.5.2010 kl. 22:23
Ertu að meina að þegar sambúðarfólk eldist saman og annað veikist þá á hinn aðilinn bara að sparka honum. Samanber orð þín:
"þegar heilsan fer að bila getur maður ekki verið stuðbolti fyrir heilsubrest hvors annars, allavega lít ég þannig á málin."
Margrét (IP-tala skráð) 27.5.2010 kl. 23:55
Margrét ég sagði stuðbolti fyrir heilsubrest hvors annars, við erum bæði sjúklingar. Þú skalt ekki dæma án þess að vita.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.5.2010 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.